Við tökum ábyrgð á losun okkar Jóna Bjarnadóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:01 Við hjá Landsvirkjun berum ábyrgð á því að fara vel með auðlindir og umhverfi, enda störfum við hjá stærsta raforkufyrirtæki landsins. Okkur ber að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir fremsta megni. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að þekkja starfsemina vel og vinna stöðugt að því að bæta okkur. Við erum nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Þetta staðfestu alþjóðlegu samtökin CDP, þegar Landsvirkjun hlaut einkunnina A- fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins. Um langt árabil hefur Landsvirkjun unnið markvisst að því að laga starfsemina að breyttum aðstæðum vegna loftslagsbreytinga, ásamt því að kortleggja losun vegna starfseminnar, draga úr henni og veita upplýsingar um árangur. Til að tryggja gæði upplýsinganna rýna óháðir endurskoðendur loftslagsbókhaldið okkar og staðfesta árlega losun okkar. Heildarlosun okkar á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 6% á árinu 2020 og kolefnissporið lækkaði um 25% frá árinu áður. Losunin er að meginstofni til frá jarðvarmastöðvum, sem þýðir að sóknartækifærin hjá okkur liggja að miklu leyti á þeim vígstöðvum. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið og vinnum hörðum höndum við að ná þeim, enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur bein losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu lækkað um 67% og kolefnissporið minnkað um 65%. Lækkunin skýrist bæði af samdrætti í losun og aukinni bindingu í jarðvegi og gróðri. Fyrirtækið hefur staðið að uppgræðslu lands frá upphafi starfseminnar og gerir enn. Með aðild að Parísarsamningnum settu íslensk stjórnvöld sér markmið um 40% samdrátt í heildarlosun, í samfloti með Noregi og ESB. Skuldbindingar Íslands í tengslum við það markmið eru 30% samdráttur í losun 2030, miðað við árið 2005, en sú tala gæti hækkað þegar nýtt markmið um heildarsamdrátt upp á 55% verður útfært síðar á árinu. Þrátt fyrir að losun vegna vinnslu á endurnýjanlegri orku sé lítil í samanburði við jarðefnaeldsneyti telur hún samt og við hjá Landsvirkjun vinnum að því að draga úr henni eins og kostur er. Framlag okkar til skuldbindinga á beina ábyrgð Íslands verður 3,4% þegar við náum markmiði okkar um 50% samdrátt í beinni losun í lok árs 2025. Ef aukin binding er talin með fer hlutfallið í 8% árið 2030. Okkur hefur gengið vel að ná markmiðum okkar til þessa. Loftslagsáætlun okkar gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2025. Árið 2030 ætlum við að vera hætt að kaupa jarðefnaeldsneyti og binda umtalsvert meira heldur en starfsemi fyrirtækisins losar. Með því tökum við ábyrgð á losun frá starfsemi okkar, leggjum okkar af mörkum til skuldbindinga Íslands og í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Landsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Við hjá Landsvirkjun berum ábyrgð á því að fara vel með auðlindir og umhverfi, enda störfum við hjá stærsta raforkufyrirtæki landsins. Okkur ber að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eftir fremsta megni. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á að þekkja starfsemina vel og vinna stöðugt að því að bæta okkur. Við erum nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja í loftslagsmálum á heimsvísu. Þetta staðfestu alþjóðlegu samtökin CDP, þegar Landsvirkjun hlaut einkunnina A- fyrir stýringu eigin loftslagsáhrifa og afleiðinga loftslagsbreytinga á starfsemi fyrirtækisins. Um langt árabil hefur Landsvirkjun unnið markvisst að því að laga starfsemina að breyttum aðstæðum vegna loftslagsbreytinga, ásamt því að kortleggja losun vegna starfseminnar, draga úr henni og veita upplýsingar um árangur. Til að tryggja gæði upplýsinganna rýna óháðir endurskoðendur loftslagsbókhaldið okkar og staðfesta árlega losun okkar. Heildarlosun okkar á gróðurhúsalofttegundum dróst saman um 6% á árinu 2020 og kolefnissporið lækkaði um 25% frá árinu áður. Losunin er að meginstofni til frá jarðvarmastöðvum, sem þýðir að sóknartækifærin hjá okkur liggja að miklu leyti á þeim vígstöðvum. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið og vinnum hörðum höndum við að ná þeim, enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Frá árinu 2005 höfum við tvöfaldað raforkuvinnsluna, en á sama tíma hefur bein losun gróðurhúsalofttegunda á orkueiningu lækkað um 67% og kolefnissporið minnkað um 65%. Lækkunin skýrist bæði af samdrætti í losun og aukinni bindingu í jarðvegi og gróðri. Fyrirtækið hefur staðið að uppgræðslu lands frá upphafi starfseminnar og gerir enn. Með aðild að Parísarsamningnum settu íslensk stjórnvöld sér markmið um 40% samdrátt í heildarlosun, í samfloti með Noregi og ESB. Skuldbindingar Íslands í tengslum við það markmið eru 30% samdráttur í losun 2030, miðað við árið 2005, en sú tala gæti hækkað þegar nýtt markmið um heildarsamdrátt upp á 55% verður útfært síðar á árinu. Þrátt fyrir að losun vegna vinnslu á endurnýjanlegri orku sé lítil í samanburði við jarðefnaeldsneyti telur hún samt og við hjá Landsvirkjun vinnum að því að draga úr henni eins og kostur er. Framlag okkar til skuldbindinga á beina ábyrgð Íslands verður 3,4% þegar við náum markmiði okkar um 50% samdrátt í beinni losun í lok árs 2025. Ef aukin binding er talin með fer hlutfallið í 8% árið 2030. Okkur hefur gengið vel að ná markmiðum okkar til þessa. Loftslagsáætlun okkar gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2025. Árið 2030 ætlum við að vera hætt að kaupa jarðefnaeldsneyti og binda umtalsvert meira heldur en starfsemi fyrirtækisins losar. Með því tökum við ábyrgð á losun frá starfsemi okkar, leggjum okkar af mörkum til skuldbindinga Íslands og í baráttunni við loftslagsbreytingar, sem eru eitt mest aðkallandi viðfangsefni mannkyns. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar