Jóhannes Karl: Við ætlum okkur ekki að falla Sverrir Mar Smárason skrifar 8. ágúst 2021 22:15 Jóhannes Karl Guðjónsson Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, kallaði eftir því að leikmenn myndu svara fyrir tapið gegn Stjörnunni. Hann var virkilega ánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá strákunum í dag. Geggjað hugarfar. Við töluðum um úrslitaleik hérna í dag fyrir leikinn inn í hópinn og svona á maður að vinna úrslitaleiki,“ sagði Jóhannes Karl strax eftir leik. Skagamenn skoruðu snemma leiks sitt fyrsta mark og þeir vildu svo meina að þeir hafi skorað annað mark þegar Gísli Laxdal átti skot í slá og niður en dómararnir voru ósammála því. Jóhannes Karl fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli. „Við skorum löglegt mark sem einhverra hluta vegna þessi ferna í svörtu treyjunum í dag voru eina fólkið á vellinum sem sá ekki að boltinn væri inni og mér fannst það undarlegt. Ég skildi þetta ekki, ég var alltaf að bíða eftir því að dómarinn myndi lyfta flagginu og dæma markið gilt. Boltinn snerti meira að segja netið og hann er lengst inni í markinu. Dómarinn lyfti ekki flagginu og þá byrjaði ég að labba í áttina að honum og það var ekkert sem togaði í mig að stoppa. Ég var bara að bíða eftir því að hann myndi setja flaggið upp og þá myndi ég snúa við. Eina sem ég segi við hann er að boltinn sé inni, segi ekkert dónalegt og er ekki aggressívur í neinu sem ég er að segja við hann. Þeir vilja meina að það sé rautt spjald af því að ég fór þetta langt út úr boðvanginum. Ég þekki reglurnar ekki betur en það að ég hélt ég myndi fá gult spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes Karl um skot Gísla og sitt rauða spjald. Skagamenn minnka forskot HK niður í eitt stig en liðin sitja áfram í sömu sætum. ÍA í því neðsta og HK einu sæti ofar. Jóhannes segir Skagamenn eiga mikið inni og margt að sanna. „Það býr helling í þessu liði, ég er oft búinn að tönnlast á því. Við höfum bara ekki sýnt það nógu oft. Þetta var gott tækifæri fyrir okkar í dag til að leiðrétta það sem að illa fór á móti Stjörnunni og viðbrögðin hjá strákunum frábær. Við getum byggt á þessu og þetta sýnir líka að við getum alveg skorað mörk. Við þurfum auðvitað að hafa trú á því að við getum það en það er líka svolítið svekkjandi að dómararnir eru farnir að trúa því að við getum ekki skorað mörk og gefa okkur ekki einusinni lögleg mörk sem við eigum skilið, mér finnst það pínu vandræðalegt,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl heldur áfram í þá trú að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Hann segir það verði erfitt en síðustu leikirnir verði spennandi. „Við erum auðvitað neðstir í deildinni og taflan lýgur ekki neitt. Við höfum ekki verið nógu stöðugir í svona frammistöðum. Þessa sex leiki sem eftir eru þurfum við að leggja svona mikið á okkur í hvern einasta leik og þá hef ég trú á því að við getum verið áfram í deild þeirra bestu. Það verður gríðarlega erfitt og krefst þess að við allir sem einn séum tilbúnir að leggja á okkur gríðarlega vinnu. Síðustu þrír leikirnir hjá okkur eru spennandi, það verður að viðurkennast. Við ætlum okkur ekki að falla,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Skagamenn fengu lið HK í heimsókn á Akranes í kvöld. Leikurinn var sannkallaður sex stiga leikur í baráttunni um áframhaldandi sæti í Pepsi-Max deild karla að ári. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, kallaði eftir því að leikmenn myndu svara fyrir tapið gegn Stjörnunni. Hann var virkilega ánægður í leikslok. „Frábært framlag hjá strákunum í dag. Geggjað hugarfar. Við töluðum um úrslitaleik hérna í dag fyrir leikinn inn í hópinn og svona á maður að vinna úrslitaleiki,“ sagði Jóhannes Karl strax eftir leik. Skagamenn skoruðu snemma leiks sitt fyrsta mark og þeir vildu svo meina að þeir hafi skorað annað mark þegar Gísli Laxdal átti skot í slá og niður en dómararnir voru ósammála því. Jóhannes Karl fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli. „Við skorum löglegt mark sem einhverra hluta vegna þessi ferna í svörtu treyjunum í dag voru eina fólkið á vellinum sem sá ekki að boltinn væri inni og mér fannst það undarlegt. Ég skildi þetta ekki, ég var alltaf að bíða eftir því að dómarinn myndi lyfta flagginu og dæma markið gilt. Boltinn snerti meira að segja netið og hann er lengst inni í markinu. Dómarinn lyfti ekki flagginu og þá byrjaði ég að labba í áttina að honum og það var ekkert sem togaði í mig að stoppa. Ég var bara að bíða eftir því að hann myndi setja flaggið upp og þá myndi ég snúa við. Eina sem ég segi við hann er að boltinn sé inni, segi ekkert dónalegt og er ekki aggressívur í neinu sem ég er að segja við hann. Þeir vilja meina að það sé rautt spjald af því að ég fór þetta langt út úr boðvanginum. Ég þekki reglurnar ekki betur en það að ég hélt ég myndi fá gult spjald fyrir þetta,“ sagði Jóhannes Karl um skot Gísla og sitt rauða spjald. Skagamenn minnka forskot HK niður í eitt stig en liðin sitja áfram í sömu sætum. ÍA í því neðsta og HK einu sæti ofar. Jóhannes segir Skagamenn eiga mikið inni og margt að sanna. „Það býr helling í þessu liði, ég er oft búinn að tönnlast á því. Við höfum bara ekki sýnt það nógu oft. Þetta var gott tækifæri fyrir okkar í dag til að leiðrétta það sem að illa fór á móti Stjörnunni og viðbrögðin hjá strákunum frábær. Við getum byggt á þessu og þetta sýnir líka að við getum alveg skorað mörk. Við þurfum auðvitað að hafa trú á því að við getum það en það er líka svolítið svekkjandi að dómararnir eru farnir að trúa því að við getum ekki skorað mörk og gefa okkur ekki einusinni lögleg mörk sem við eigum skilið, mér finnst það pínu vandræðalegt,“ sagði Jóhannes Karl. Jóhannes Karl heldur áfram í þá trú að liðið geti haldið sæti sínu í deildinni. Hann segir það verði erfitt en síðustu leikirnir verði spennandi. „Við erum auðvitað neðstir í deildinni og taflan lýgur ekki neitt. Við höfum ekki verið nógu stöðugir í svona frammistöðum. Þessa sex leiki sem eftir eru þurfum við að leggja svona mikið á okkur í hvern einasta leik og þá hef ég trú á því að við getum verið áfram í deild þeirra bestu. Það verður gríðarlega erfitt og krefst þess að við allir sem einn séum tilbúnir að leggja á okkur gríðarlega vinnu. Síðustu þrír leikirnir hjá okkur eru spennandi, það verður að viðurkennast. Við ætlum okkur ekki að falla,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Leik lokið: ÍA - HK 4-1 | Skagamenn galopnuðu fallbaráttuna með stórsigri Skagamenn rúlluðu yfir HK-inga í uppgjöri botnliðanna í Pepsi Max deild karla í fótbolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 8. ágúst 2021 21:13