Komin með sín eigin „pálmatré“ á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. ágúst 2021 21:05 Filipe er alsæll með "pálmatrén" sín á Selfossi, sem eru reyndar sitkagreni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe Carvalho Cintra frá Brasilíu, sem býr á Selfossi dó ekki ráðlaus þegar hann fór að sakna pálmatrjánna úr heimalandi sínum því hann brá á það ráð að breyta tólf metra háum grenitrjám í garðinum sínum í sín eigin pálmatré. Hann hleypur nú upp og niður trén berfættur eins og klifurköttur. Filipe býr í Starenginu á Selfossi með konu sinni, Kristínu Þórisdóttur frá Hellu og dætrum þeirra en þær heita Eva Lind og Elín Ýr. Filipe gerði mikið af því sem barn og unglingur í Brasilíu að klifra upp í pálmatrén og ná sér þar í ávexti. Eftir að fjölskyldan flutti á Íslands hefur Filipe alltaf saknað mikið pálmatrjánna en hann fann fljótt ráð við því, jú, hann sagaði meira og minna allar greinarnar af tveimur 12 metra háum grenitrjám í garði fjölskyldunnar og gerði þau þannig að sínum eigin pálmatrjám. „Það er mikið af pálmatrjám í Brasilíu, sem ég sakna, ekki síst kókoshnetuvatnsins, það er ótrúlega gott. Nú er ég komin með mín eigin „pálmatré“ í garðinn minn til að vera nálægt Brasilíu og mömmu og pabba,“ segir Filipe. „Pálmatrén“ í garðinum við Starengi 8 á Selfossi þar sem Filipe og fjölskylda búa. Nágrannarnir eru mjög sáttir við trén og margir keyra götuna á hverjum degi til að skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe klifrar nokkrum sinnum á dag berfættur upp í trén og skoðar útsýnið yfir Selfoss og ímyndar sér að hann sé þá staddur í Brasilíu. „Þegar ég var lítill þá var venjulegt hjá krökkum að klifra upp í tré og ná í ávexti og borða strax og hlaupa frá hundum og klifra upp í tré,“ bætir hann við, Filipe er líka liðtækur á trampólíninu með dóttur sinn og hann stundar líka brimbretti í köldum sjónum við Íslandsstrendur. Hann segir frábært að eiga heima á Íslandi. En hvað er best við landið? „Konan mín og dætur mínar“. En er Filipe tilbúin að breyta fleiri grenitrjám á Selfossi í pálmatré ef fólk biður hann um það? „Já, ekkert mál, bara að senda mér skilaboð og við tölum saman,“ segir hann og hlær. Filipe segir að Ísland sé landið sitt, hann vill ekki flytja aftur til Brasilíu. Hann vann m.a. á leikskóla á Hellu og lærði þá að tala íslensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Garðyrkja Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Filipe býr í Starenginu á Selfossi með konu sinni, Kristínu Þórisdóttur frá Hellu og dætrum þeirra en þær heita Eva Lind og Elín Ýr. Filipe gerði mikið af því sem barn og unglingur í Brasilíu að klifra upp í pálmatrén og ná sér þar í ávexti. Eftir að fjölskyldan flutti á Íslands hefur Filipe alltaf saknað mikið pálmatrjánna en hann fann fljótt ráð við því, jú, hann sagaði meira og minna allar greinarnar af tveimur 12 metra háum grenitrjám í garði fjölskyldunnar og gerði þau þannig að sínum eigin pálmatrjám. „Það er mikið af pálmatrjám í Brasilíu, sem ég sakna, ekki síst kókoshnetuvatnsins, það er ótrúlega gott. Nú er ég komin með mín eigin „pálmatré“ í garðinn minn til að vera nálægt Brasilíu og mömmu og pabba,“ segir Filipe. „Pálmatrén“ í garðinum við Starengi 8 á Selfossi þar sem Filipe og fjölskylda búa. Nágrannarnir eru mjög sáttir við trén og margir keyra götuna á hverjum degi til að skoða þau.Magnús Hlynur Hreiðarsson Filipe klifrar nokkrum sinnum á dag berfættur upp í trén og skoðar útsýnið yfir Selfoss og ímyndar sér að hann sé þá staddur í Brasilíu. „Þegar ég var lítill þá var venjulegt hjá krökkum að klifra upp í tré og ná í ávexti og borða strax og hlaupa frá hundum og klifra upp í tré,“ bætir hann við, Filipe er líka liðtækur á trampólíninu með dóttur sinn og hann stundar líka brimbretti í köldum sjónum við Íslandsstrendur. Hann segir frábært að eiga heima á Íslandi. En hvað er best við landið? „Konan mín og dætur mínar“. En er Filipe tilbúin að breyta fleiri grenitrjám á Selfossi í pálmatré ef fólk biður hann um það? „Já, ekkert mál, bara að senda mér skilaboð og við tölum saman,“ segir hann og hlær. Filipe segir að Ísland sé landið sitt, hann vill ekki flytja aftur til Brasilíu. Hann vann m.a. á leikskóla á Hellu og lærði þá að tala íslensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Garðyrkja Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent