Aldrei aftur Hiroshima Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 9. ágúst 2021 08:00 6. maí árið 1945 varpaði bandaríski herinn kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasaki. Um 200 þúsund manns dóu á einu augabragði í þessum árásum og enn glímir fólk við eftirköst og veikindi rúmum 75 árum síðar. Í dag eru kjarnorkuveldin orðin níu talsins og hafa yfir að búa meira en 13 þúsund kjarnorkuvopnum. Það er skelfilegt til þess að hugsa að þær kjarnorkusprengjur sem heimurinn þó hefur reynslu af teljist litlar í samanburði við þær sprengjur sem nú er verið að þróa og að með aðeins einni nútímasprengju sé hægt að leggja heilar borgir í rúst og drepa milljónir manna. Nauðsyn afvopnunar Mikilvægir samningar hafa verið gerðir um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) og um eyðingu á meðaldrægum kjarnorkuflaugum (INF) án þess þó að skila þeim árangri sem væntingar stóðu til. Raunar fór það svo að samningurinn um eyðingu á meðaldrægum flaugum féll úr gildi árið 2019 án þess að framhaldssamningur hafi verið gerður og því er enginn samningur í gildi um eyðingu þeirra. Vegna þess hversu illa hefur gengið i baráttunni við kjarnorkuvopnaógnina ákvað hópur kjarnorkuvopnalausra ríkja árið 2016 að reyna nýja nálgun. Samtökin ICAN hafa dregið vagninn í þeirri baráttu og fengu fyrir það friðarverðlaun Nóbels árið 2017. Baráttan hefur skilað þeim árangri að í janúar á þessu ári tók gildi nýr samningur Sameinuðu þjóðanna sem bannar kjarnorkuvopn. 55 ríki hafa nú fullgilt samninginn og gera má ráð fyrir því að áfram muni bætast í hópinn, enda stóð mikill meirihluti aðildarríkja SÞ að samningu hans. Því miður hefur sá hópur ríkja sem býr yfir kjarnorkuvopnum, sem og ýmis fylgiríki þeirra, þó staðið gegn honum. Það gildir meðal annars um aðildarríki Nató, hernaðarbandalags sem áskilur sér réttinn til að beita kjarnorkuvopnum – og það að fyrra bragði. Einhver kynni að draga þá ályktun að þar með hljóti samningurinn um að banna kjarnorkuvopn að vera andvana fæddur. Svo er þó ekki. Fyrirmynd þessa sáttmála er einmitt fengin frá öðrum afvopnunarsáttmálum á borð við jarðsprengjubann Sameinuðu þjóðanna, bann við klasasprengjum og bann við efnavopnum. Í öllum þeim tilvikum voru það ríki sem ekki höfðu yfir slíkum vopnum að búa sem drógu vagninn og knúðu í gegn alþjóðleg bönn – í hreinni andstöðu við þau ríki sem vopnin áttu. Í öllum tilvikum hefur tilkoma hins alþjóðlega banns haft þær afleiðingar að vopnunum var útskúfað og notkun þeirra og framleiðsla talin siðferðislega óverjandi. Undirritum samninginn! Í tengslum við gildistöku samningsins um bann við kjarnorkuvopnum kynntu samstarfsaðilar ICAN á Íslandi, sem eru m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands og Rauði krossinn, skoðanakönnun sem gerð var í sex Nató-löndum seint á síðasta ári. Helstu niðurstöður hennar eru þær að 86% aðspurðra Íslendinga sögðust styðja að Ísland gerðist aðili að sáttmálanum en einungis 3% voru því andvíg. Rétt um 10% sögðust ekki vera viss. Afstaða okkar í Vinstrihreyfingunni grænu framboði hefur alla tíð verið sú að ekkert sé jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og að íslensk stjórnvöld eigi að beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um frið og afvopnun. Í samræmi við það hef ég fimm sinnum lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland gerist aðili að samningnum bann við kjarnorkuvopnum, án þess þó að hún hafi náð fram að ganga. En dropinn holar steininn. Þann 9. ágúst nk. kl. 22:30 verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárasanna á Hiroshima og Nagasaki og krafan um kjarnorkuvopnalausan heim ítrekuð. Sýnum samstöðu og tökum undir kröfuna. Besta leiðin til að tryggja að það verði aldrei aftur Hiroshima og það verði aldrei aftur Nagasaki er með því að banna notkun kjarnorkuvopna og útrýma þeim með öllu. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Kjarnorka Hernaður Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
6. maí árið 1945 varpaði bandaríski herinn kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasaki. Um 200 þúsund manns dóu á einu augabragði í þessum árásum og enn glímir fólk við eftirköst og veikindi rúmum 75 árum síðar. Í dag eru kjarnorkuveldin orðin níu talsins og hafa yfir að búa meira en 13 þúsund kjarnorkuvopnum. Það er skelfilegt til þess að hugsa að þær kjarnorkusprengjur sem heimurinn þó hefur reynslu af teljist litlar í samanburði við þær sprengjur sem nú er verið að þróa og að með aðeins einni nútímasprengju sé hægt að leggja heilar borgir í rúst og drepa milljónir manna. Nauðsyn afvopnunar Mikilvægir samningar hafa verið gerðir um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) og um eyðingu á meðaldrægum kjarnorkuflaugum (INF) án þess þó að skila þeim árangri sem væntingar stóðu til. Raunar fór það svo að samningurinn um eyðingu á meðaldrægum flaugum féll úr gildi árið 2019 án þess að framhaldssamningur hafi verið gerður og því er enginn samningur í gildi um eyðingu þeirra. Vegna þess hversu illa hefur gengið i baráttunni við kjarnorkuvopnaógnina ákvað hópur kjarnorkuvopnalausra ríkja árið 2016 að reyna nýja nálgun. Samtökin ICAN hafa dregið vagninn í þeirri baráttu og fengu fyrir það friðarverðlaun Nóbels árið 2017. Baráttan hefur skilað þeim árangri að í janúar á þessu ári tók gildi nýr samningur Sameinuðu þjóðanna sem bannar kjarnorkuvopn. 55 ríki hafa nú fullgilt samninginn og gera má ráð fyrir því að áfram muni bætast í hópinn, enda stóð mikill meirihluti aðildarríkja SÞ að samningu hans. Því miður hefur sá hópur ríkja sem býr yfir kjarnorkuvopnum, sem og ýmis fylgiríki þeirra, þó staðið gegn honum. Það gildir meðal annars um aðildarríki Nató, hernaðarbandalags sem áskilur sér réttinn til að beita kjarnorkuvopnum – og það að fyrra bragði. Einhver kynni að draga þá ályktun að þar með hljóti samningurinn um að banna kjarnorkuvopn að vera andvana fæddur. Svo er þó ekki. Fyrirmynd þessa sáttmála er einmitt fengin frá öðrum afvopnunarsáttmálum á borð við jarðsprengjubann Sameinuðu þjóðanna, bann við klasasprengjum og bann við efnavopnum. Í öllum þeim tilvikum voru það ríki sem ekki höfðu yfir slíkum vopnum að búa sem drógu vagninn og knúðu í gegn alþjóðleg bönn – í hreinni andstöðu við þau ríki sem vopnin áttu. Í öllum tilvikum hefur tilkoma hins alþjóðlega banns haft þær afleiðingar að vopnunum var útskúfað og notkun þeirra og framleiðsla talin siðferðislega óverjandi. Undirritum samninginn! Í tengslum við gildistöku samningsins um bann við kjarnorkuvopnum kynntu samstarfsaðilar ICAN á Íslandi, sem eru m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands og Rauði krossinn, skoðanakönnun sem gerð var í sex Nató-löndum seint á síðasta ári. Helstu niðurstöður hennar eru þær að 86% aðspurðra Íslendinga sögðust styðja að Ísland gerðist aðili að sáttmálanum en einungis 3% voru því andvíg. Rétt um 10% sögðust ekki vera viss. Afstaða okkar í Vinstrihreyfingunni grænu framboði hefur alla tíð verið sú að ekkert sé jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og að íslensk stjórnvöld eigi að beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um frið og afvopnun. Í samræmi við það hef ég fimm sinnum lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland gerist aðili að samningnum bann við kjarnorkuvopnum, án þess þó að hún hafi náð fram að ganga. En dropinn holar steininn. Þann 9. ágúst nk. kl. 22:30 verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárasanna á Hiroshima og Nagasaki og krafan um kjarnorkuvopnalausan heim ítrekuð. Sýnum samstöðu og tökum undir kröfuna. Besta leiðin til að tryggja að það verði aldrei aftur Hiroshima og það verði aldrei aftur Nagasaki er með því að banna notkun kjarnorkuvopna og útrýma þeim með öllu. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun