Aldrei aftur Hiroshima Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 9. ágúst 2021 08:00 6. maí árið 1945 varpaði bandaríski herinn kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasaki. Um 200 þúsund manns dóu á einu augabragði í þessum árásum og enn glímir fólk við eftirköst og veikindi rúmum 75 árum síðar. Í dag eru kjarnorkuveldin orðin níu talsins og hafa yfir að búa meira en 13 þúsund kjarnorkuvopnum. Það er skelfilegt til þess að hugsa að þær kjarnorkusprengjur sem heimurinn þó hefur reynslu af teljist litlar í samanburði við þær sprengjur sem nú er verið að þróa og að með aðeins einni nútímasprengju sé hægt að leggja heilar borgir í rúst og drepa milljónir manna. Nauðsyn afvopnunar Mikilvægir samningar hafa verið gerðir um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) og um eyðingu á meðaldrægum kjarnorkuflaugum (INF) án þess þó að skila þeim árangri sem væntingar stóðu til. Raunar fór það svo að samningurinn um eyðingu á meðaldrægum flaugum féll úr gildi árið 2019 án þess að framhaldssamningur hafi verið gerður og því er enginn samningur í gildi um eyðingu þeirra. Vegna þess hversu illa hefur gengið i baráttunni við kjarnorkuvopnaógnina ákvað hópur kjarnorkuvopnalausra ríkja árið 2016 að reyna nýja nálgun. Samtökin ICAN hafa dregið vagninn í þeirri baráttu og fengu fyrir það friðarverðlaun Nóbels árið 2017. Baráttan hefur skilað þeim árangri að í janúar á þessu ári tók gildi nýr samningur Sameinuðu þjóðanna sem bannar kjarnorkuvopn. 55 ríki hafa nú fullgilt samninginn og gera má ráð fyrir því að áfram muni bætast í hópinn, enda stóð mikill meirihluti aðildarríkja SÞ að samningu hans. Því miður hefur sá hópur ríkja sem býr yfir kjarnorkuvopnum, sem og ýmis fylgiríki þeirra, þó staðið gegn honum. Það gildir meðal annars um aðildarríki Nató, hernaðarbandalags sem áskilur sér réttinn til að beita kjarnorkuvopnum – og það að fyrra bragði. Einhver kynni að draga þá ályktun að þar með hljóti samningurinn um að banna kjarnorkuvopn að vera andvana fæddur. Svo er þó ekki. Fyrirmynd þessa sáttmála er einmitt fengin frá öðrum afvopnunarsáttmálum á borð við jarðsprengjubann Sameinuðu þjóðanna, bann við klasasprengjum og bann við efnavopnum. Í öllum þeim tilvikum voru það ríki sem ekki höfðu yfir slíkum vopnum að búa sem drógu vagninn og knúðu í gegn alþjóðleg bönn – í hreinni andstöðu við þau ríki sem vopnin áttu. Í öllum tilvikum hefur tilkoma hins alþjóðlega banns haft þær afleiðingar að vopnunum var útskúfað og notkun þeirra og framleiðsla talin siðferðislega óverjandi. Undirritum samninginn! Í tengslum við gildistöku samningsins um bann við kjarnorkuvopnum kynntu samstarfsaðilar ICAN á Íslandi, sem eru m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands og Rauði krossinn, skoðanakönnun sem gerð var í sex Nató-löndum seint á síðasta ári. Helstu niðurstöður hennar eru þær að 86% aðspurðra Íslendinga sögðust styðja að Ísland gerðist aðili að sáttmálanum en einungis 3% voru því andvíg. Rétt um 10% sögðust ekki vera viss. Afstaða okkar í Vinstrihreyfingunni grænu framboði hefur alla tíð verið sú að ekkert sé jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og að íslensk stjórnvöld eigi að beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um frið og afvopnun. Í samræmi við það hef ég fimm sinnum lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland gerist aðili að samningnum bann við kjarnorkuvopnum, án þess þó að hún hafi náð fram að ganga. En dropinn holar steininn. Þann 9. ágúst nk. kl. 22:30 verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárasanna á Hiroshima og Nagasaki og krafan um kjarnorkuvopnalausan heim ítrekuð. Sýnum samstöðu og tökum undir kröfuna. Besta leiðin til að tryggja að það verði aldrei aftur Hiroshima og það verði aldrei aftur Nagasaki er með því að banna notkun kjarnorkuvopna og útrýma þeim með öllu. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Kjarnorka Hernaður Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
6. maí árið 1945 varpaði bandaríski herinn kjarnorkusprengju á japönsku borgina Hiroshima. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasaki. Um 200 þúsund manns dóu á einu augabragði í þessum árásum og enn glímir fólk við eftirköst og veikindi rúmum 75 árum síðar. Í dag eru kjarnorkuveldin orðin níu talsins og hafa yfir að búa meira en 13 þúsund kjarnorkuvopnum. Það er skelfilegt til þess að hugsa að þær kjarnorkusprengjur sem heimurinn þó hefur reynslu af teljist litlar í samanburði við þær sprengjur sem nú er verið að þróa og að með aðeins einni nútímasprengju sé hægt að leggja heilar borgir í rúst og drepa milljónir manna. Nauðsyn afvopnunar Mikilvægir samningar hafa verið gerðir um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) og um eyðingu á meðaldrægum kjarnorkuflaugum (INF) án þess þó að skila þeim árangri sem væntingar stóðu til. Raunar fór það svo að samningurinn um eyðingu á meðaldrægum flaugum féll úr gildi árið 2019 án þess að framhaldssamningur hafi verið gerður og því er enginn samningur í gildi um eyðingu þeirra. Vegna þess hversu illa hefur gengið i baráttunni við kjarnorkuvopnaógnina ákvað hópur kjarnorkuvopnalausra ríkja árið 2016 að reyna nýja nálgun. Samtökin ICAN hafa dregið vagninn í þeirri baráttu og fengu fyrir það friðarverðlaun Nóbels árið 2017. Baráttan hefur skilað þeim árangri að í janúar á þessu ári tók gildi nýr samningur Sameinuðu þjóðanna sem bannar kjarnorkuvopn. 55 ríki hafa nú fullgilt samninginn og gera má ráð fyrir því að áfram muni bætast í hópinn, enda stóð mikill meirihluti aðildarríkja SÞ að samningu hans. Því miður hefur sá hópur ríkja sem býr yfir kjarnorkuvopnum, sem og ýmis fylgiríki þeirra, þó staðið gegn honum. Það gildir meðal annars um aðildarríki Nató, hernaðarbandalags sem áskilur sér réttinn til að beita kjarnorkuvopnum – og það að fyrra bragði. Einhver kynni að draga þá ályktun að þar með hljóti samningurinn um að banna kjarnorkuvopn að vera andvana fæddur. Svo er þó ekki. Fyrirmynd þessa sáttmála er einmitt fengin frá öðrum afvopnunarsáttmálum á borð við jarðsprengjubann Sameinuðu þjóðanna, bann við klasasprengjum og bann við efnavopnum. Í öllum þeim tilvikum voru það ríki sem ekki höfðu yfir slíkum vopnum að búa sem drógu vagninn og knúðu í gegn alþjóðleg bönn – í hreinni andstöðu við þau ríki sem vopnin áttu. Í öllum tilvikum hefur tilkoma hins alþjóðlega banns haft þær afleiðingar að vopnunum var útskúfað og notkun þeirra og framleiðsla talin siðferðislega óverjandi. Undirritum samninginn! Í tengslum við gildistöku samningsins um bann við kjarnorkuvopnum kynntu samstarfsaðilar ICAN á Íslandi, sem eru m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands og Rauði krossinn, skoðanakönnun sem gerð var í sex Nató-löndum seint á síðasta ári. Helstu niðurstöður hennar eru þær að 86% aðspurðra Íslendinga sögðust styðja að Ísland gerðist aðili að sáttmálanum en einungis 3% voru því andvíg. Rétt um 10% sögðust ekki vera viss. Afstaða okkar í Vinstrihreyfingunni grænu framboði hefur alla tíð verið sú að ekkert sé jafn skaðlegt og hernaður fyrir umhverfið, velferð og heilsu fólks og að íslensk stjórnvöld eigi að beita sér fyrir alþjóðlegum samningum um frið og afvopnun. Í samræmi við það hef ég fimm sinnum lagt fram þingsályktunartillögu um að Ísland gerist aðili að samningnum bann við kjarnorkuvopnum, án þess þó að hún hafi náð fram að ganga. En dropinn holar steininn. Þann 9. ágúst nk. kl. 22:30 verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárasanna á Hiroshima og Nagasaki og krafan um kjarnorkuvopnalausan heim ítrekuð. Sýnum samstöðu og tökum undir kröfuna. Besta leiðin til að tryggja að það verði aldrei aftur Hiroshima og það verði aldrei aftur Nagasaki er með því að banna notkun kjarnorkuvopna og útrýma þeim með öllu. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun