Vilja ná til óbólusettra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2021 13:25 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddu við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar í beinni útsendingu á Vísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar kynnti hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ýmis skref sem grípa á til svo bregðast megi við núverandi stöðu í kórónuveirufaraldrinum. Sagði Katrín ljóst að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hafi skilað árangri. „Það liggur alveg fyrir að þessi faraldur er öðruvísi en fyrri bylgjur að því leytinu til að við erum með mörg smit en við erum tiltölulega minni alvarleg veikindi en þau bitna verr á óbólusettum en bólusettum þannig að enn og aftur vil ég ítreka það að bólusetningin hefur skilað árangri, miklum árangri í vörn fólks gegn alvarlegum sjúkdómi,“ sagði Katrín. En betur mætti ef duga skal. Þannig hafi 27 þúsund manns sem fengið hafi boð í bólusetningu ekki nýtt sér það. Ýmsar ástæður séu fyrir því en ríkisstjórnin vilji hvetja sem flesta til þess að þiggja bólusetningu. „Við viljum ná betur til þessa hóps og reyna að fá hann í bólusetningu,“ sagði Katrín Aðspurð um aðgerðir til þess sagði Katrín að verið væri að rýna í hvað veldur því að þessi hópur hafi ekki þegið bólusetningu. „Við höfum verið að skoða það hvort við getum fengið nánari útlistun á skýringum á því af hverju fólk mætir ekki í bólusetningu. Sú vinna stendur yfir. Það er tiltölulega lítill hlutur sem er með læknisfræðilegar ástæður fyrir því,“ sagði Katrín en meðal annars kom fram í máli Svandísar að almenn hvatning um að koma í bólusetningu hefði til að mynda gefist vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar í beinni útsendingu á Vísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar kynnti hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ýmis skref sem grípa á til svo bregðast megi við núverandi stöðu í kórónuveirufaraldrinum. Sagði Katrín ljóst að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hafi skilað árangri. „Það liggur alveg fyrir að þessi faraldur er öðruvísi en fyrri bylgjur að því leytinu til að við erum með mörg smit en við erum tiltölulega minni alvarleg veikindi en þau bitna verr á óbólusettum en bólusettum þannig að enn og aftur vil ég ítreka það að bólusetningin hefur skilað árangri, miklum árangri í vörn fólks gegn alvarlegum sjúkdómi,“ sagði Katrín. En betur mætti ef duga skal. Þannig hafi 27 þúsund manns sem fengið hafi boð í bólusetningu ekki nýtt sér það. Ýmsar ástæður séu fyrir því en ríkisstjórnin vilji hvetja sem flesta til þess að þiggja bólusetningu. „Við viljum ná betur til þessa hóps og reyna að fá hann í bólusetningu,“ sagði Katrín Aðspurð um aðgerðir til þess sagði Katrín að verið væri að rýna í hvað veldur því að þessi hópur hafi ekki þegið bólusetningu. „Við höfum verið að skoða það hvort við getum fengið nánari útlistun á skýringum á því af hverju fólk mætir ekki í bólusetningu. Sú vinna stendur yfir. Það er tiltölulega lítill hlutur sem er með læknisfræðilegar ástæður fyrir því,“ sagði Katrín en meðal annars kom fram í máli Svandísar að almenn hvatning um að koma í bólusetningu hefði til að mynda gefist vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48