Vilja ná til óbólusettra Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2021 13:25 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddu við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar í beinni útsendingu á Vísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar kynnti hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ýmis skref sem grípa á til svo bregðast megi við núverandi stöðu í kórónuveirufaraldrinum. Sagði Katrín ljóst að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hafi skilað árangri. „Það liggur alveg fyrir að þessi faraldur er öðruvísi en fyrri bylgjur að því leytinu til að við erum með mörg smit en við erum tiltölulega minni alvarleg veikindi en þau bitna verr á óbólusettum en bólusettum þannig að enn og aftur vil ég ítreka það að bólusetningin hefur skilað árangri, miklum árangri í vörn fólks gegn alvarlegum sjúkdómi,“ sagði Katrín. En betur mætti ef duga skal. Þannig hafi 27 þúsund manns sem fengið hafi boð í bólusetningu ekki nýtt sér það. Ýmsar ástæður séu fyrir því en ríkisstjórnin vilji hvetja sem flesta til þess að þiggja bólusetningu. „Við viljum ná betur til þessa hóps og reyna að fá hann í bólusetningu,“ sagði Katrín Aðspurð um aðgerðir til þess sagði Katrín að verið væri að rýna í hvað veldur því að þessi hópur hafi ekki þegið bólusetningu. „Við höfum verið að skoða það hvort við getum fengið nánari útlistun á skýringum á því af hverju fólk mætir ekki í bólusetningu. Sú vinna stendur yfir. Það er tiltölulega lítill hlutur sem er með læknisfræðilegar ástæður fyrir því,“ sagði Katrín en meðal annars kom fram í máli Svandísar að almenn hvatning um að koma í bólusetningu hefði til að mynda gefist vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Katrínar í beinni útsendingu á Vísi að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Þar kynnti hún og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ýmis skref sem grípa á til svo bregðast megi við núverandi stöðu í kórónuveirufaraldrinum. Sagði Katrín ljóst að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hafi skilað árangri. „Það liggur alveg fyrir að þessi faraldur er öðruvísi en fyrri bylgjur að því leytinu til að við erum með mörg smit en við erum tiltölulega minni alvarleg veikindi en þau bitna verr á óbólusettum en bólusettum þannig að enn og aftur vil ég ítreka það að bólusetningin hefur skilað árangri, miklum árangri í vörn fólks gegn alvarlegum sjúkdómi,“ sagði Katrín. En betur mætti ef duga skal. Þannig hafi 27 þúsund manns sem fengið hafi boð í bólusetningu ekki nýtt sér það. Ýmsar ástæður séu fyrir því en ríkisstjórnin vilji hvetja sem flesta til þess að þiggja bólusetningu. „Við viljum ná betur til þessa hóps og reyna að fá hann í bólusetningu,“ sagði Katrín Aðspurð um aðgerðir til þess sagði Katrín að verið væri að rýna í hvað veldur því að þessi hópur hafi ekki þegið bólusetningu. „Við höfum verið að skoða það hvort við getum fengið nánari útlistun á skýringum á því af hverju fólk mætir ekki í bólusetningu. Sú vinna stendur yfir. Það er tiltölulega lítill hlutur sem er með læknisfræðilegar ástæður fyrir því,“ sagði Katrín en meðal annars kom fram í máli Svandísar að almenn hvatning um að koma í bólusetningu hefði til að mynda gefist vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6. ágúst 2021 12:48