Yngsti verðlaunahafi Breta á ÓL heppin að vera á lífi eftir brettaslys í fyrra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2021 10:00 Sky Brown með bronsmedalíuna sína. getty/Jean Catuffe Sky Brown sem varð yngsti verðlaunahafi Bretlands á Ólympíuleikunum í gær var hætt komin eftir slys sem hún lenti í á síðasta ári. Brown lenti í 3. sæti í hjólabrettakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. Hún er nýorðin þrettán ára og er yngsti verðlaunahafi Bretlands í sögu Ólympíuleikanna. Brown hefði tæplega keppt á Ólympíuleikunum ef þeir hefðu farið fram í fyrra eins og áætlað var. Hún lenti nefnilega í alvarlegu slysi á æfingu í maí á síðasta ári. Faðir Browns sagði að hún væri heppin að vera á lífi eftir slysið. Hún höfuðkúpubrotnaði, braut aðra höndina og úlnlið og hjarta og lungu hennar sködduðust. Brown lét þetta ekki á sig fá og lofaði að keppa að keppa á Ólympíuleikunum og vinna til gullverðlauna. Hún komst vissulega til Tókýó en varð að gera sér bronsið að góðu. Sakura Yosozumi frá Japan vann gullið. Brown er ýmislegt til lista lagt.getty/Jean Catuffe Brown er stórhuga og ætlar sér að keppa í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í París eftir þrjú ár. Hún fer á brimbretti flesta daga áður en hún fer í skólann og ætlar að keppa í þeirri grein í París. Faðir Browns tókst að tala dóttur sína af því að keppa í tveimur greinum í Tókýó en óvíst er hvort það takist aftur. Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Brown að keppa í báðum greinunum því brimbrettakeppnin fer fram á Tahítí sem er rúmlega sextán þúsund kílómetra frá París. Brown er ekki bara mikil íþróttakona heldur hefur hún gaman að því að syngja og dansa og vann meðal annars sigur í barnaútgáfu raunveruleikaþáttarins Dancing with the Stars fyrir þremur árum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Hjólabretti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Brown lenti í 3. sæti í hjólabrettakeppninni á Ólympíuleikunum í Tókýó í gær. Hún er nýorðin þrettán ára og er yngsti verðlaunahafi Bretlands í sögu Ólympíuleikanna. Brown hefði tæplega keppt á Ólympíuleikunum ef þeir hefðu farið fram í fyrra eins og áætlað var. Hún lenti nefnilega í alvarlegu slysi á æfingu í maí á síðasta ári. Faðir Browns sagði að hún væri heppin að vera á lífi eftir slysið. Hún höfuðkúpubrotnaði, braut aðra höndina og úlnlið og hjarta og lungu hennar sködduðust. Brown lét þetta ekki á sig fá og lofaði að keppa að keppa á Ólympíuleikunum og vinna til gullverðlauna. Hún komst vissulega til Tókýó en varð að gera sér bronsið að góðu. Sakura Yosozumi frá Japan vann gullið. Brown er ýmislegt til lista lagt.getty/Jean Catuffe Brown er stórhuga og ætlar sér að keppa í tveimur greinum á Ólympíuleikunum í París eftir þrjú ár. Hún fer á brimbretti flesta daga áður en hún fer í skólann og ætlar að keppa í þeirri grein í París. Faðir Browns tókst að tala dóttur sína af því að keppa í tveimur greinum í Tókýó en óvíst er hvort það takist aftur. Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir Brown að keppa í báðum greinunum því brimbrettakeppnin fer fram á Tahítí sem er rúmlega sextán þúsund kílómetra frá París. Brown er ekki bara mikil íþróttakona heldur hefur hún gaman að því að syngja og dansa og vann meðal annars sigur í barnaútgáfu raunveruleikaþáttarins Dancing with the Stars fyrir þremur árum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Hjólabretti Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira