Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 22:13 Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna. Vísir/Stöð 2 Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Mikill vöxtur hefur verið í kórónuveirufaraldrinum hér á landi undanfarna daga og vikur. Stjórnvöld komu aftur á takmörkunum, þar á meðal fjöldatakmörkunum, nálægðarmörkum og grímuskyldu 25. júlí og gilda aðgerðirnar til 13. ágúst. Í undirbúningi sínum fyrir ákvörðun um hvað tekur við þegar núgildandi takmarkanir falla úr gildi hafa stjórnvöld rætt við sérfræðinga og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa í þessari viku og þeirri síðustu. Í þessari viku hafa þau meðal annars hitt fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, íþróttahreyfingarinnar og menningarlífsins til að fá fram fleiri sjónarmið um framhaldið. „Við viljum fá eins mikla opnun og mögulegt er. Það er voðalega erfitt að ræða þetta svona á klínískum forsendum verandi úr menningargeiranum og hafandi skoðun á sóttvörnum en við höfum strúktúr sem eru þessar stóru stofnanir sem geta alveg stýrt sinni traffík vel og rakið sína gesti og haldið vel utan um sitt svona „publicum“,“ sagði Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist þó hafa áhyggjur af listamönnum sem eiga erfiðara að með nýta þau og að halda þurfi utan um þann hóp. Nýjustu takmarkanir sýni hversu mikil áhrifin eru og nefnir hann sem dæmi tónlistarmenn sem missi af stórum viðburðum í ágúst eins og þjóðhátíð í Eyjum, Hinsegin dögum og Menningarnótt. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið jákvæð að mati Erlings en ákvörðun um næstu aðgerðir verður kynnt í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í gegnum þetta faraldurinn. „Menningin og listin verður heldur ekki til nema fyrir samskipti. Listamenn brenna líka upp ef þeir komast ekki út með sín verk og þeir verða ekki fyrir áhrifum og láta ekki reyna á sín verk,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í kórónuveirufaraldrinum hér á landi undanfarna daga og vikur. Stjórnvöld komu aftur á takmörkunum, þar á meðal fjöldatakmörkunum, nálægðarmörkum og grímuskyldu 25. júlí og gilda aðgerðirnar til 13. ágúst. Í undirbúningi sínum fyrir ákvörðun um hvað tekur við þegar núgildandi takmarkanir falla úr gildi hafa stjórnvöld rætt við sérfræðinga og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa í þessari viku og þeirri síðustu. Í þessari viku hafa þau meðal annars hitt fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, íþróttahreyfingarinnar og menningarlífsins til að fá fram fleiri sjónarmið um framhaldið. „Við viljum fá eins mikla opnun og mögulegt er. Það er voðalega erfitt að ræða þetta svona á klínískum forsendum verandi úr menningargeiranum og hafandi skoðun á sóttvörnum en við höfum strúktúr sem eru þessar stóru stofnanir sem geta alveg stýrt sinni traffík vel og rakið sína gesti og haldið vel utan um sitt svona „publicum“,“ sagði Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist þó hafa áhyggjur af listamönnum sem eiga erfiðara að með nýta þau og að halda þurfi utan um þann hóp. Nýjustu takmarkanir sýni hversu mikil áhrifin eru og nefnir hann sem dæmi tónlistarmenn sem missi af stórum viðburðum í ágúst eins og þjóðhátíð í Eyjum, Hinsegin dögum og Menningarnótt. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið jákvæð að mati Erlings en ákvörðun um næstu aðgerðir verður kynnt í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í gegnum þetta faraldurinn. „Menningin og listin verður heldur ekki til nema fyrir samskipti. Listamenn brenna líka upp ef þeir komast ekki út með sín verk og þeir verða ekki fyrir áhrifum og láta ekki reyna á sín verk,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira