Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 22:13 Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna. Vísir/Stöð 2 Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Mikill vöxtur hefur verið í kórónuveirufaraldrinum hér á landi undanfarna daga og vikur. Stjórnvöld komu aftur á takmörkunum, þar á meðal fjöldatakmörkunum, nálægðarmörkum og grímuskyldu 25. júlí og gilda aðgerðirnar til 13. ágúst. Í undirbúningi sínum fyrir ákvörðun um hvað tekur við þegar núgildandi takmarkanir falla úr gildi hafa stjórnvöld rætt við sérfræðinga og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa í þessari viku og þeirri síðustu. Í þessari viku hafa þau meðal annars hitt fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, íþróttahreyfingarinnar og menningarlífsins til að fá fram fleiri sjónarmið um framhaldið. „Við viljum fá eins mikla opnun og mögulegt er. Það er voðalega erfitt að ræða þetta svona á klínískum forsendum verandi úr menningargeiranum og hafandi skoðun á sóttvörnum en við höfum strúktúr sem eru þessar stóru stofnanir sem geta alveg stýrt sinni traffík vel og rakið sína gesti og haldið vel utan um sitt svona „publicum“,“ sagði Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist þó hafa áhyggjur af listamönnum sem eiga erfiðara að með nýta þau og að halda þurfi utan um þann hóp. Nýjustu takmarkanir sýni hversu mikil áhrifin eru og nefnir hann sem dæmi tónlistarmenn sem missi af stórum viðburðum í ágúst eins og þjóðhátíð í Eyjum, Hinsegin dögum og Menningarnótt. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið jákvæð að mati Erlings en ákvörðun um næstu aðgerðir verður kynnt í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í gegnum þetta faraldurinn. „Menningin og listin verður heldur ekki til nema fyrir samskipti. Listamenn brenna líka upp ef þeir komast ekki út með sín verk og þeir verða ekki fyrir áhrifum og láta ekki reyna á sín verk,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í kórónuveirufaraldrinum hér á landi undanfarna daga og vikur. Stjórnvöld komu aftur á takmörkunum, þar á meðal fjöldatakmörkunum, nálægðarmörkum og grímuskyldu 25. júlí og gilda aðgerðirnar til 13. ágúst. Í undirbúningi sínum fyrir ákvörðun um hvað tekur við þegar núgildandi takmarkanir falla úr gildi hafa stjórnvöld rætt við sérfræðinga og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa í þessari viku og þeirri síðustu. Í þessari viku hafa þau meðal annars hitt fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, íþróttahreyfingarinnar og menningarlífsins til að fá fram fleiri sjónarmið um framhaldið. „Við viljum fá eins mikla opnun og mögulegt er. Það er voðalega erfitt að ræða þetta svona á klínískum forsendum verandi úr menningargeiranum og hafandi skoðun á sóttvörnum en við höfum strúktúr sem eru þessar stóru stofnanir sem geta alveg stýrt sinni traffík vel og rakið sína gesti og haldið vel utan um sitt svona „publicum“,“ sagði Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist þó hafa áhyggjur af listamönnum sem eiga erfiðara að með nýta þau og að halda þurfi utan um þann hóp. Nýjustu takmarkanir sýni hversu mikil áhrifin eru og nefnir hann sem dæmi tónlistarmenn sem missi af stórum viðburðum í ágúst eins og þjóðhátíð í Eyjum, Hinsegin dögum og Menningarnótt. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið jákvæð að mati Erlings en ákvörðun um næstu aðgerðir verður kynnt í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í gegnum þetta faraldurinn. „Menningin og listin verður heldur ekki til nema fyrir samskipti. Listamenn brenna líka upp ef þeir komast ekki út með sín verk og þeir verða ekki fyrir áhrifum og láta ekki reyna á sín verk,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira