Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 22:13 Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna. Vísir/Stöð 2 Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. Mikill vöxtur hefur verið í kórónuveirufaraldrinum hér á landi undanfarna daga og vikur. Stjórnvöld komu aftur á takmörkunum, þar á meðal fjöldatakmörkunum, nálægðarmörkum og grímuskyldu 25. júlí og gilda aðgerðirnar til 13. ágúst. Í undirbúningi sínum fyrir ákvörðun um hvað tekur við þegar núgildandi takmarkanir falla úr gildi hafa stjórnvöld rætt við sérfræðinga og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa í þessari viku og þeirri síðustu. Í þessari viku hafa þau meðal annars hitt fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, íþróttahreyfingarinnar og menningarlífsins til að fá fram fleiri sjónarmið um framhaldið. „Við viljum fá eins mikla opnun og mögulegt er. Það er voðalega erfitt að ræða þetta svona á klínískum forsendum verandi úr menningargeiranum og hafandi skoðun á sóttvörnum en við höfum strúktúr sem eru þessar stóru stofnanir sem geta alveg stýrt sinni traffík vel og rakið sína gesti og haldið vel utan um sitt svona „publicum“,“ sagði Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist þó hafa áhyggjur af listamönnum sem eiga erfiðara að með nýta þau og að halda þurfi utan um þann hóp. Nýjustu takmarkanir sýni hversu mikil áhrifin eru og nefnir hann sem dæmi tónlistarmenn sem missi af stórum viðburðum í ágúst eins og þjóðhátíð í Eyjum, Hinsegin dögum og Menningarnótt. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið jákvæð að mati Erlings en ákvörðun um næstu aðgerðir verður kynnt í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í gegnum þetta faraldurinn. „Menningin og listin verður heldur ekki til nema fyrir samskipti. Listamenn brenna líka upp ef þeir komast ekki út með sín verk og þeir verða ekki fyrir áhrifum og láta ekki reyna á sín verk,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Mikill vöxtur hefur verið í kórónuveirufaraldrinum hér á landi undanfarna daga og vikur. Stjórnvöld komu aftur á takmörkunum, þar á meðal fjöldatakmörkunum, nálægðarmörkum og grímuskyldu 25. júlí og gilda aðgerðirnar til 13. ágúst. Í undirbúningi sínum fyrir ákvörðun um hvað tekur við þegar núgildandi takmarkanir falla úr gildi hafa stjórnvöld rætt við sérfræðinga og fulltrúa ýmissa hagsmunahópa í þessari viku og þeirri síðustu. Í þessari viku hafa þau meðal annars hitt fulltrúa Alþýðusambands Íslands, Samtaka atvinnulífsins, íþróttahreyfingarinnar og menningarlífsins til að fá fram fleiri sjónarmið um framhaldið. „Við viljum fá eins mikla opnun og mögulegt er. Það er voðalega erfitt að ræða þetta svona á klínískum forsendum verandi úr menningargeiranum og hafandi skoðun á sóttvörnum en við höfum strúktúr sem eru þessar stóru stofnanir sem geta alveg stýrt sinni traffík vel og rakið sína gesti og haldið vel utan um sitt svona „publicum“,“ sagði Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segist þó hafa áhyggjur af listamönnum sem eiga erfiðara að með nýta þau og að halda þurfi utan um þann hóp. Nýjustu takmarkanir sýni hversu mikil áhrifin eru og nefnir hann sem dæmi tónlistarmenn sem missi af stórum viðburðum í ágúst eins og þjóðhátíð í Eyjum, Hinsegin dögum og Menningarnótt. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið jákvæð að mati Erlings en ákvörðun um næstu aðgerðir verður kynnt í næstu viku. Hann segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í gegnum þetta faraldurinn. „Menningin og listin verður heldur ekki til nema fyrir samskipti. Listamenn brenna líka upp ef þeir komast ekki út með sín verk og þeir verða ekki fyrir áhrifum og láta ekki reyna á sín verk,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Leikhús Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira