Tveir lagðir beint inn á gjörgæslu og ekki sér fyrir topp bylgjunnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 20:28 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er uggandi yfir stöðunni og örum vexti bylgjunnar sem nú er í gangi. Vísir/Vilhelm Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19 eftir að tveir voru lagðir beint þangað inn síðdegis í dag. Forstjóri spítalans, segir að ekki sjái enn fyrir toppinn á núverandi bylgju faraldursins og að hann geti jafnvel orðið enn stærri en spálíkön gera ráð fyrir vegna lítilla takmarkana. Átján eru nú á Landspítalanum smitaðir af Covid-19, fimmtán á smitsjúkdómadeild og þrír á gjörgæslu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að Landspítalinn eigi í alvarlegum vanda, ekki síst vegna þess hversu hratt bylgjan vex nú. Runnið sé nokkuð blint í sjóinn þar sem sóttvarnaaðgerðir nú séu töluvert vægari en í fyrri bylgjum faraldursins. „Við sjáum á spálíkönum og fyrri reynslu að við erum ekki búin að sjá toppinn á þessari bylgju. Auk þess má búast við því að þessi bylgja verði stærri vegna þess að það eru ekki aðgerðir í samfélaginu með sama hætti og í fyrri bylgjum,“ segir Páll. Fjöldi sjúklinga með Covid-19 á Landspítalanum nú er innan marka spálíkans sem unnið hefur verið eftir. „Það sem við höfum verið að sjá er um miðbik, á milli efri og neðri marka,“ segir Páll. Mikið álag er nú á starfsfólki Landspítalans, meðal annars vegna þess að bylgjan hittir á sumarleyfatíma starfsfólks. Í tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag kom fram að álag væri sérstaklega mikið á bráðamóttöku og að þar gæti fólk átt von á löngum biðtíma. Páll segir starfsfólk þreytt eftir langvinna baráttu við faraldurinn en því var það hvatt sérstaklega til þess að taka sér sumarfrí. Í ljósi stöðunnar sem nú er uppi þar sem spítalinn á erfitt með að manna sérhæfðar deildir hefur þurft að biðla til starfsfólks um að snúa fyrr aftur til vinnu úr fríi. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00 Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Átján eru nú á Landspítalanum smitaðir af Covid-19, fimmtán á smitsjúkdómadeild og þrír á gjörgæslu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að Landspítalinn eigi í alvarlegum vanda, ekki síst vegna þess hversu hratt bylgjan vex nú. Runnið sé nokkuð blint í sjóinn þar sem sóttvarnaaðgerðir nú séu töluvert vægari en í fyrri bylgjum faraldursins. „Við sjáum á spálíkönum og fyrri reynslu að við erum ekki búin að sjá toppinn á þessari bylgju. Auk þess má búast við því að þessi bylgja verði stærri vegna þess að það eru ekki aðgerðir í samfélaginu með sama hætti og í fyrri bylgjum,“ segir Páll. Fjöldi sjúklinga með Covid-19 á Landspítalanum nú er innan marka spálíkans sem unnið hefur verið eftir. „Það sem við höfum verið að sjá er um miðbik, á milli efri og neðri marka,“ segir Páll. Mikið álag er nú á starfsfólki Landspítalans, meðal annars vegna þess að bylgjan hittir á sumarleyfatíma starfsfólks. Í tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag kom fram að álag væri sérstaklega mikið á bráðamóttöku og að þar gæti fólk átt von á löngum biðtíma. Páll segir starfsfólk þreytt eftir langvinna baráttu við faraldurinn en því var það hvatt sérstaklega til þess að taka sér sumarfrí. Í ljósi stöðunnar sem nú er uppi þar sem spítalinn á erfitt með að manna sérhæfðar deildir hefur þurft að biðla til starfsfólks um að snúa fyrr aftur til vinnu úr fríi.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00 Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00
Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33
Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent