Tveir lagðir beint inn á gjörgæslu og ekki sér fyrir topp bylgjunnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 20:28 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er uggandi yfir stöðunni og örum vexti bylgjunnar sem nú er í gangi. Vísir/Vilhelm Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19 eftir að tveir voru lagðir beint þangað inn síðdegis í dag. Forstjóri spítalans, segir að ekki sjái enn fyrir toppinn á núverandi bylgju faraldursins og að hann geti jafnvel orðið enn stærri en spálíkön gera ráð fyrir vegna lítilla takmarkana. Átján eru nú á Landspítalanum smitaðir af Covid-19, fimmtán á smitsjúkdómadeild og þrír á gjörgæslu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að Landspítalinn eigi í alvarlegum vanda, ekki síst vegna þess hversu hratt bylgjan vex nú. Runnið sé nokkuð blint í sjóinn þar sem sóttvarnaaðgerðir nú séu töluvert vægari en í fyrri bylgjum faraldursins. „Við sjáum á spálíkönum og fyrri reynslu að við erum ekki búin að sjá toppinn á þessari bylgju. Auk þess má búast við því að þessi bylgja verði stærri vegna þess að það eru ekki aðgerðir í samfélaginu með sama hætti og í fyrri bylgjum,“ segir Páll. Fjöldi sjúklinga með Covid-19 á Landspítalanum nú er innan marka spálíkans sem unnið hefur verið eftir. „Það sem við höfum verið að sjá er um miðbik, á milli efri og neðri marka,“ segir Páll. Mikið álag er nú á starfsfólki Landspítalans, meðal annars vegna þess að bylgjan hittir á sumarleyfatíma starfsfólks. Í tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag kom fram að álag væri sérstaklega mikið á bráðamóttöku og að þar gæti fólk átt von á löngum biðtíma. Páll segir starfsfólk þreytt eftir langvinna baráttu við faraldurinn en því var það hvatt sérstaklega til þess að taka sér sumarfrí. Í ljósi stöðunnar sem nú er uppi þar sem spítalinn á erfitt með að manna sérhæfðar deildir hefur þurft að biðla til starfsfólks um að snúa fyrr aftur til vinnu úr fríi. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00 Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Átján eru nú á Landspítalanum smitaðir af Covid-19, fimmtán á smitsjúkdómadeild og þrír á gjörgæslu. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir í samtali við Vísi að ljóst sé að Landspítalinn eigi í alvarlegum vanda, ekki síst vegna þess hversu hratt bylgjan vex nú. Runnið sé nokkuð blint í sjóinn þar sem sóttvarnaaðgerðir nú séu töluvert vægari en í fyrri bylgjum faraldursins. „Við sjáum á spálíkönum og fyrri reynslu að við erum ekki búin að sjá toppinn á þessari bylgju. Auk þess má búast við því að þessi bylgja verði stærri vegna þess að það eru ekki aðgerðir í samfélaginu með sama hætti og í fyrri bylgjum,“ segir Páll. Fjöldi sjúklinga með Covid-19 á Landspítalanum nú er innan marka spálíkans sem unnið hefur verið eftir. „Það sem við höfum verið að sjá er um miðbik, á milli efri og neðri marka,“ segir Páll. Mikið álag er nú á starfsfólki Landspítalans, meðal annars vegna þess að bylgjan hittir á sumarleyfatíma starfsfólks. Í tilkynningu sem spítalinn sendi frá sér í dag kom fram að álag væri sérstaklega mikið á bráðamóttöku og að þar gæti fólk átt von á löngum biðtíma. Páll segir starfsfólk þreytt eftir langvinna baráttu við faraldurinn en því var það hvatt sérstaklega til þess að taka sér sumarfrí. Í ljósi stöðunnar sem nú er uppi þar sem spítalinn á erfitt með að manna sérhæfðar deildir hefur þurft að biðla til starfsfólks um að snúa fyrr aftur til vinnu úr fríi.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00 Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Fleiri fréttir Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Sjá meira
Reglur ferðalanga breytast þegar Ísland verður rautt á morgun Ísland verður rautt á korti sóttvarnarstofnunnar Evrópu á morgun en ferðaþjónustan hefur ekki miklar áhyggjur af afleiðingum þess. 4. ágúst 2021 20:00
Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. 4. ágúst 2021 19:33
Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31