Fjölmargir stuðningsmenn, sem ekki voru með miða leikinn, brutu sér leið inn á völlinn og fjöldi myndbanda sást af harkalegu ofbeldi innan veggja Wembley.
UEFA hóf rannsókn á málinu í síðasta mánuði og munu nú ákvarða refsingu enska sambandsins sem mun byggja á niðurstöðum þeirrar rannsóknar.
Vera má að enska sambandið hafi brotið reglu 16 í þeirra agareglum sem kveða á um reglu og öryggi á leikjum á vegum UEFA.
Að minnsta kosti sjö manns hafa verið handtekin af lögreglunni í Lundúnum vegna málsins sem eiga yfir höfði sér kærur fyrir allt frá líkamsárásum, ólátum, og þjófnaði til eitrunar.
Lögreglan gaf þá út myndir af 15 einstaklingum í síðustu viku sem eru eftirlýst vegna meintra glæpa á Wembley.