Sá norski tileinkaði silfrið látnum þjálfara sínum Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 23:01 Henriksen fékk óvænt silfur í sleggjukastinu í dag. Patrick Smith/Getty Images Pólverjinn Wojciech Nowicki er Ólympíumeistari karla í sleggjukasti eftir að hafa bætt sinn besta árangur í greininni í dag. Norðmaðurinn Eivind Henriksen bætti sinn árangur umtalsvert og bætti Noregsmetið í greininni fjórum sinnum til að hljóta silfur. Pawel Fajdek, landi Nowickis, þótti líklegastur til árangurs fyrir keppni dagsins enda fjórfaldur heimsmeistari í greininni. Líkt og á fyrri Ólympíuleikum hefur honum hins vegar ekki tekist að kasta eins vel og á HM. Hann hlaut þó brons með kasti upp á 81,53 metra. Sigur Nowicki var aldrei í hættu þar sem enginn komst nálægt hans kasti upp á 82,52 metra og hlaut hann því gull. Norðmaðurinn Eivind Henriksen kom hins vegar á óvart þar sem hann þótti ekki líklegur til mikilla afreka í keppninni. Hann hafði ekki náð kasti yfir 80 metra á sínum ferli en í fjórgang bætti hann sinn besta árangur og þar með Noregsmetið. Lengsta kast hans, upp á 81,53 metra, skaut honum upp fyrir Fajdek og tryggði honum silfurverðlaun. „Þetta er gjörsamlega galið. Ég er nánast orðinn raddlaus og hef ekki mörg orð um þetta. Þetta var minn dagur í dag, jafnvel þó það hafi aðeins dugað til silfurs. Ég bætti mig um þrjá metra,“ sagði Henriksen eftir keppnina í dag. Henriksen táraðist þá í viðtali þegar hann var spurður út í þjálfara sinn, Einar Brynemo, sem lést fyrir þremur árum síðan. „Ég held að þetta hafi hreyft við honum. Hann var þannig manneskja. Ég vildi að ég hefði hann hér með mér,“ sagði Henriksen sem var þá spurður hversu mikið Brynemo ætti í árangri dagsins. „Mjög mikið. Hann bjó í Kragerö og keyrði í þrjá tíma til að þjálfa okkur vikulega. Hann hjálpaði til og greindi myndbönd af köstunum. Hann hefur gefið mér virkilega mikið og gerði þetta nánast í sjálfboðaliðastarfi.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Sjá meira
Pawel Fajdek, landi Nowickis, þótti líklegastur til árangurs fyrir keppni dagsins enda fjórfaldur heimsmeistari í greininni. Líkt og á fyrri Ólympíuleikum hefur honum hins vegar ekki tekist að kasta eins vel og á HM. Hann hlaut þó brons með kasti upp á 81,53 metra. Sigur Nowicki var aldrei í hættu þar sem enginn komst nálægt hans kasti upp á 82,52 metra og hlaut hann því gull. Norðmaðurinn Eivind Henriksen kom hins vegar á óvart þar sem hann þótti ekki líklegur til mikilla afreka í keppninni. Hann hafði ekki náð kasti yfir 80 metra á sínum ferli en í fjórgang bætti hann sinn besta árangur og þar með Noregsmetið. Lengsta kast hans, upp á 81,53 metra, skaut honum upp fyrir Fajdek og tryggði honum silfurverðlaun. „Þetta er gjörsamlega galið. Ég er nánast orðinn raddlaus og hef ekki mörg orð um þetta. Þetta var minn dagur í dag, jafnvel þó það hafi aðeins dugað til silfurs. Ég bætti mig um þrjá metra,“ sagði Henriksen eftir keppnina í dag. Henriksen táraðist þá í viðtali þegar hann var spurður út í þjálfara sinn, Einar Brynemo, sem lést fyrir þremur árum síðan. „Ég held að þetta hafi hreyft við honum. Hann var þannig manneskja. Ég vildi að ég hefði hann hér með mér,“ sagði Henriksen sem var þá spurður hversu mikið Brynemo ætti í árangri dagsins. „Mjög mikið. Hann bjó í Kragerö og keyrði í þrjá tíma til að þjálfa okkur vikulega. Hann hjálpaði til og greindi myndbönd af köstunum. Hann hefur gefið mér virkilega mikið og gerði þetta nánast í sjálfboðaliðastarfi.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Sjá meira