Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 18:31 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að Íslendingar þurfi að finna leið til þess að lifa eins eðlilegu lífi og mögulegt er með veiruna þrammandi um í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 74 utan sóttkvíar. Átján eru á spítala og þrír liggja á gjörgæslu eftir að tveir sjúklingar voru lagðir þar inn í dag. Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra hefur farið hækkandi og hefur verið um fjörtíu prósent síðustu tvo daga. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir það áhyggjuefni en nú sé hins vegar að ljóst að mjög lítill hluti bólusettra sé að veikjast. „Þeir sem eru að lenda í vandræðum eru þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma sem myndu að öllum líkindum lenda í vanda við venjulega hversdagslega flensu,“ segir Kári. Þetta skipti máli við ákvörðun um framhald aðgerða. Hann segir útbreiðsluna nú vera svo mikla að stjórnvöld þyrftu að fara í hörðustu takmarkanir hingað til eigi að hefta hana. Hann telur þó ekki tilefni til þess. Fremur eigi að ráðast í bólusetningaherferð hjá óbólusettum og börnum, gefa eldra fólki, viðkvæmum hópum og þeim sem fengu Janssen auka skammt og herða tökin á landamærum. „Ég myndi svo krefjast þess að allir sem koma inn í landið verði skimaðir hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og ég myndi láta þar við sitja.“ Ekkert samkomubann? „Ekkert umfram það sem er í dag.“ Skima eigi alla óháð bólusetningu þar sem Íslendingar séu að bera veiruna frá útlöndum. „Flest bendir til þess að veiran sé að flæða yfir landamærin. Við erum að sjá alls konar stökkbreytingar af þessum delta-bakgrunni sem bendir til að yfir helmingur smita dag hvern eigi rætur sínar í nýjum smitum sem eru að koma inn í landið,“ segir Kári. Hann telur líklegt að toppur þessarar bylgju sé að nálgast en að bylgjurnar verði þó fleiri á næstunni. „Ég tel að við verðum ekki laus við þetta úr samfélaginu fyrr en eftir eitt til tvö ár. Og það þýðir að við verðum að beita öðrum aðferðum heldur en ef við gætum bara haldið niðri í okkur andanum þangað til að þetta er búið. Við verðum að halda áfram að vera til sem samfélag. Við verðum að halda áfram að framfleyta okkur og verðum að lifa eins eðlilegu lífi og við teljum mögulegt með veiruna að þramma um í íslensku samfélagi.“ Uppfært 20:06 Tölur um fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi og gjörgæslu voru uppfærðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 74 utan sóttkvíar. Átján eru á spítala og þrír liggja á gjörgæslu eftir að tveir sjúklingar voru lagðir þar inn í dag. Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra hefur farið hækkandi og hefur verið um fjörtíu prósent síðustu tvo daga. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir það áhyggjuefni en nú sé hins vegar að ljóst að mjög lítill hluti bólusettra sé að veikjast. „Þeir sem eru að lenda í vandræðum eru þeir sem eru með alvarlega undirliggjandi sjúkdóma sem myndu að öllum líkindum lenda í vanda við venjulega hversdagslega flensu,“ segir Kári. Þetta skipti máli við ákvörðun um framhald aðgerða. Hann segir útbreiðsluna nú vera svo mikla að stjórnvöld þyrftu að fara í hörðustu takmarkanir hingað til eigi að hefta hana. Hann telur þó ekki tilefni til þess. Fremur eigi að ráðast í bólusetningaherferð hjá óbólusettum og börnum, gefa eldra fólki, viðkvæmum hópum og þeim sem fengu Janssen auka skammt og herða tökin á landamærum. „Ég myndi svo krefjast þess að allir sem koma inn í landið verði skimaðir hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki og ég myndi láta þar við sitja.“ Ekkert samkomubann? „Ekkert umfram það sem er í dag.“ Skima eigi alla óháð bólusetningu þar sem Íslendingar séu að bera veiruna frá útlöndum. „Flest bendir til þess að veiran sé að flæða yfir landamærin. Við erum að sjá alls konar stökkbreytingar af þessum delta-bakgrunni sem bendir til að yfir helmingur smita dag hvern eigi rætur sínar í nýjum smitum sem eru að koma inn í landið,“ segir Kári. Hann telur líklegt að toppur þessarar bylgju sé að nálgast en að bylgjurnar verði þó fleiri á næstunni. „Ég tel að við verðum ekki laus við þetta úr samfélaginu fyrr en eftir eitt til tvö ár. Og það þýðir að við verðum að beita öðrum aðferðum heldur en ef við gætum bara haldið niðri í okkur andanum þangað til að þetta er búið. Við verðum að halda áfram að vera til sem samfélag. Við verðum að halda áfram að framfleyta okkur og verðum að lifa eins eðlilegu lífi og við teljum mögulegt með veiruna að þramma um í íslensku samfélagi.“ Uppfært 20:06 Tölur um fjölda sjúklinga á sjúkrahúsi og gjörgæslu voru uppfærðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent