Leikmenn munu halda áfram að krjúpa á hné Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 23:30 Leikmenn munu áfram sýna samstöðu með réttindabaráttu svartra með því að krjúpa á hné fyrir leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur. EPA-EFE/Paul Childs/NMC/Reuters Pool Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni munu halda áfram að krjúpa á hné til að sýna samstöðu með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Leikmenn hófu að krjúpa á hné sumarið 2020 þegar keppni hófst í ensku úrvalsdeildinni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar komu í kjölfar morðsins á bandaríkjamannsins George Floyd, sem er dökkur á hörund, af hendi hvíts lögreglumanns, Derek Chauvin, í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020. Í kjölfar þess hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víðar um heim þar sem kallað var eftir aðgerðum til að draga úr kerfisbundnu kynþáttamisrétti, en Floyd er langt í frá fyrsti svarti maðurinn sem myrtur er af hvítum lögreglumanni fyrir litlar sakir. Enska úrvalsdeildin tók þátt í þeirri hreyfingu, Black Lives Matter-hreyfingunni, þar sem leikmenn báru þau orð meðal annars á baki sínu í stað nafna í einni umferð sumarið 2020. Players from all 20 #PL clubs will continue to take the knee ahead of matches this season to highlight their opposition to racismThe decision to do so is wholeheartedly supported by the Premier League https://t.co/jiLfKiSNIf#NoRoomForRacism pic.twitter.com/QkdsZiA14V— Premier League (@premierleague) August 3, 2021 Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag að áfram yrði staðið með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Áfram verður kropið á hné á komandi leiktíð og þá munu leikmenn bera á erminni stimpil með orðunum No Room for Racism, eða ekkert rými fyrir kynþáttafordóma, sem er verkefni sem enska úrvalsdeildin stendur að og er ætlað að draga úr kynþáttafordómum innan fótboltans á Englandi. Ákvörðunin var tekin eftir fund forráðamanna deildarinnar með samtökum fyrirliða í deildinni. „Okkur finnst að nú meira en nokkru sinni, sé mikilvægt að halda áfram að krjúpa á hné sem tákn um einingu okkar gegn hvers kyns kynþáttamismunun,“ er haft eftir fyrirliðasamtökunum í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni. Keppni í deildinni hefst föstudaginn 13. ágúst þegar Arsenal heimsækir nýliða Brentford, áður en heil umferð fer fram þá helgi. Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira
Leikmenn hófu að krjúpa á hné sumarið 2020 þegar keppni hófst í ensku úrvalsdeildinni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar komu í kjölfar morðsins á bandaríkjamannsins George Floyd, sem er dökkur á hörund, af hendi hvíts lögreglumanns, Derek Chauvin, í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020. Í kjölfar þess hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víðar um heim þar sem kallað var eftir aðgerðum til að draga úr kerfisbundnu kynþáttamisrétti, en Floyd er langt í frá fyrsti svarti maðurinn sem myrtur er af hvítum lögreglumanni fyrir litlar sakir. Enska úrvalsdeildin tók þátt í þeirri hreyfingu, Black Lives Matter-hreyfingunni, þar sem leikmenn báru þau orð meðal annars á baki sínu í stað nafna í einni umferð sumarið 2020. Players from all 20 #PL clubs will continue to take the knee ahead of matches this season to highlight their opposition to racismThe decision to do so is wholeheartedly supported by the Premier League https://t.co/jiLfKiSNIf#NoRoomForRacism pic.twitter.com/QkdsZiA14V— Premier League (@premierleague) August 3, 2021 Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag að áfram yrði staðið með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Áfram verður kropið á hné á komandi leiktíð og þá munu leikmenn bera á erminni stimpil með orðunum No Room for Racism, eða ekkert rými fyrir kynþáttafordóma, sem er verkefni sem enska úrvalsdeildin stendur að og er ætlað að draga úr kynþáttafordómum innan fótboltans á Englandi. Ákvörðunin var tekin eftir fund forráðamanna deildarinnar með samtökum fyrirliða í deildinni. „Okkur finnst að nú meira en nokkru sinni, sé mikilvægt að halda áfram að krjúpa á hné sem tákn um einingu okkar gegn hvers kyns kynþáttamismunun,“ er haft eftir fyrirliðasamtökunum í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni. Keppni í deildinni hefst föstudaginn 13. ágúst þegar Arsenal heimsækir nýliða Brentford, áður en heil umferð fer fram þá helgi.
Enski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Sjá meira