Leikmenn munu halda áfram að krjúpa á hné Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 23:30 Leikmenn munu áfram sýna samstöðu með réttindabaráttu svartra með því að krjúpa á hné fyrir leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur. EPA-EFE/Paul Childs/NMC/Reuters Pool Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni munu halda áfram að krjúpa á hné til að sýna samstöðu með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Leikmenn hófu að krjúpa á hné sumarið 2020 þegar keppni hófst í ensku úrvalsdeildinni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar komu í kjölfar morðsins á bandaríkjamannsins George Floyd, sem er dökkur á hörund, af hendi hvíts lögreglumanns, Derek Chauvin, í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020. Í kjölfar þess hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víðar um heim þar sem kallað var eftir aðgerðum til að draga úr kerfisbundnu kynþáttamisrétti, en Floyd er langt í frá fyrsti svarti maðurinn sem myrtur er af hvítum lögreglumanni fyrir litlar sakir. Enska úrvalsdeildin tók þátt í þeirri hreyfingu, Black Lives Matter-hreyfingunni, þar sem leikmenn báru þau orð meðal annars á baki sínu í stað nafna í einni umferð sumarið 2020. Players from all 20 #PL clubs will continue to take the knee ahead of matches this season to highlight their opposition to racismThe decision to do so is wholeheartedly supported by the Premier League https://t.co/jiLfKiSNIf#NoRoomForRacism pic.twitter.com/QkdsZiA14V— Premier League (@premierleague) August 3, 2021 Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag að áfram yrði staðið með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Áfram verður kropið á hné á komandi leiktíð og þá munu leikmenn bera á erminni stimpil með orðunum No Room for Racism, eða ekkert rými fyrir kynþáttafordóma, sem er verkefni sem enska úrvalsdeildin stendur að og er ætlað að draga úr kynþáttafordómum innan fótboltans á Englandi. Ákvörðunin var tekin eftir fund forráðamanna deildarinnar með samtökum fyrirliða í deildinni. „Okkur finnst að nú meira en nokkru sinni, sé mikilvægt að halda áfram að krjúpa á hné sem tákn um einingu okkar gegn hvers kyns kynþáttamismunun,“ er haft eftir fyrirliðasamtökunum í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni. Keppni í deildinni hefst föstudaginn 13. ágúst þegar Arsenal heimsækir nýliða Brentford, áður en heil umferð fer fram þá helgi. Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Sjá meira
Leikmenn hófu að krjúpa á hné sumarið 2020 þegar keppni hófst í ensku úrvalsdeildinni eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Aðgerðirnar komu í kjölfar morðsins á bandaríkjamannsins George Floyd, sem er dökkur á hörund, af hendi hvíts lögreglumanns, Derek Chauvin, í Minneapolis í Bandaríkjunum í maí 2020. Í kjölfar þess hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum og víðar um heim þar sem kallað var eftir aðgerðum til að draga úr kerfisbundnu kynþáttamisrétti, en Floyd er langt í frá fyrsti svarti maðurinn sem myrtur er af hvítum lögreglumanni fyrir litlar sakir. Enska úrvalsdeildin tók þátt í þeirri hreyfingu, Black Lives Matter-hreyfingunni, þar sem leikmenn báru þau orð meðal annars á baki sínu í stað nafna í einni umferð sumarið 2020. Players from all 20 #PL clubs will continue to take the knee ahead of matches this season to highlight their opposition to racismThe decision to do so is wholeheartedly supported by the Premier League https://t.co/jiLfKiSNIf#NoRoomForRacism pic.twitter.com/QkdsZiA14V— Premier League (@premierleague) August 3, 2021 Enska úrvalsdeildin tilkynnti í dag að áfram yrði staðið með réttindabaráttu svartra á komandi leiktíð. Áfram verður kropið á hné á komandi leiktíð og þá munu leikmenn bera á erminni stimpil með orðunum No Room for Racism, eða ekkert rými fyrir kynþáttafordóma, sem er verkefni sem enska úrvalsdeildin stendur að og er ætlað að draga úr kynþáttafordómum innan fótboltans á Englandi. Ákvörðunin var tekin eftir fund forráðamanna deildarinnar með samtökum fyrirliða í deildinni. „Okkur finnst að nú meira en nokkru sinni, sé mikilvægt að halda áfram að krjúpa á hné sem tákn um einingu okkar gegn hvers kyns kynþáttamismunun,“ er haft eftir fyrirliðasamtökunum í tilkynningu frá ensku úrvalsdeildinni. Keppni í deildinni hefst föstudaginn 13. ágúst þegar Arsenal heimsækir nýliða Brentford, áður en heil umferð fer fram þá helgi.
Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Bruno til bjargar Fótbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Fleiri fréttir Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Sjá meira