Thompson-Herah bætti gullinu í 200 metrunum við gullið sitt í 100 metrunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 13:02 Elaine Thompson-Herah fagnar sigri sínum í dag. AP/Petr David Josek Elaine Thompson-Herah frá Jamaíka er spretthlaupsdrottning Ólympíuleikanna í Tókýó eftir sigur í úrslitum 200 metra hlaupsins í dag. Ungar hlaupakonur voru að gera góða hluti í bæði 200 og 800 metrunum. Thompson-Herah vann hundrað metrana á dögunum og enginn átti svar við henni heldur í tvö hundruð metrunum í dag. Hún endurtók þannig leikinn frá því í Ríó fyrir fimm árum þegar hún vann einnig báðar þessar greinar. Þessu hefur engin kona náð í sögunni. Thompson-Herah kom í mark á 21,53 sekúndum sem er nýtt landsmet og næstbesti tími sögunnar. Met Florence Griffith Joyner frá Ólympíuleikunum í Seoul 1988 er 21,34 sekúndur og lifir áfram. Hin átján ára gamla Christine Mboma kom önnur í mark á nýju heimsmeti tuttugu ára og yngri en hún átti rosalegan endasprett og kláraði á 21,81 sekúndum. Hin bandaríska Gabrielle Thomas vann bronsið á 21,87 sekúndum en goðsögnin frá Jamaíka varð að sætta sig við fjórða sætið og að rétt missa af verðlaunum. Tvær nítján ára stelpur voru efstar í úrslitum 800 metra hlaups kvenna en þær fimm efstu hlupu allar á nýju persónulegu meti í frábæru hlaupi. Hin bandaríska Athing Mu varð Ólympíumeistari á nýju bandarísku meti og landa hennar Raevyn Rogers náði síðan bronsinu við marklínuna. Hin breska Keely Hodgkinson tók silfrið á nýju bresku meti en bæði hún og Mu eru fæddar árið 2002. Landa Keely, Jemma Reekie, var í verðlaunasæti í lokin en rétt missti síðan af þriðja sætinu. Mu hljóp á 1:55.21 mín. en Hodgkinson kom í mark á 1:55.88 mín. Báðar voru að hlaupa undir heimsmeti tuttugu ára og yngri og þær eru líklegar til að keppa um gullið í þessari grein á stórmótum næstu ára. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira
Thompson-Herah vann hundrað metrana á dögunum og enginn átti svar við henni heldur í tvö hundruð metrunum í dag. Hún endurtók þannig leikinn frá því í Ríó fyrir fimm árum þegar hún vann einnig báðar þessar greinar. Þessu hefur engin kona náð í sögunni. Thompson-Herah kom í mark á 21,53 sekúndum sem er nýtt landsmet og næstbesti tími sögunnar. Met Florence Griffith Joyner frá Ólympíuleikunum í Seoul 1988 er 21,34 sekúndur og lifir áfram. Hin átján ára gamla Christine Mboma kom önnur í mark á nýju heimsmeti tuttugu ára og yngri en hún átti rosalegan endasprett og kláraði á 21,81 sekúndum. Hin bandaríska Gabrielle Thomas vann bronsið á 21,87 sekúndum en goðsögnin frá Jamaíka varð að sætta sig við fjórða sætið og að rétt missa af verðlaunum. Tvær nítján ára stelpur voru efstar í úrslitum 800 metra hlaups kvenna en þær fimm efstu hlupu allar á nýju persónulegu meti í frábæru hlaupi. Hin bandaríska Athing Mu varð Ólympíumeistari á nýju bandarísku meti og landa hennar Raevyn Rogers náði síðan bronsinu við marklínuna. Hin breska Keely Hodgkinson tók silfrið á nýju bresku meti en bæði hún og Mu eru fæddar árið 2002. Landa Keely, Jemma Reekie, var í verðlaunasæti í lokin en rétt missti síðan af þriðja sætinu. Mu hljóp á 1:55.21 mín. en Hodgkinson kom í mark á 1:55.88 mín. Báðar voru að hlaupa undir heimsmeti tuttugu ára og yngri og þær eru líklegar til að keppa um gullið í þessari grein á stórmótum næstu ára.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Sjá meira