Katrín leiðir lista Sósíalistaflokksins í Reykjavík suður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2021 12:03 Fyrstu sjö á listanum, frá vinstri til hægri. Sósíalistaflokkurinn Katrín Baldursdóttir skipar fyrsta sætið á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum þar sem segir að slembivalinn hópur félaga í flokknum raði á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í september. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun. Það þarf að útrýma fátækt og það strax. Burt með alla kúgun og ofbeldi bæði gagnvart fólki og náttúru og inn með kærleika, samkennd, samvinnu og mannhelgi.“ segir Katrín. Reynslan hafi sýnt að niðurstaða slembivalinna hópa gefi í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör. „Sósíalistaflokkurinn hefur brýnt erindi. Að fólk sé ekki valdalaust í höndum stórkapítalista. Fólk á að hafa tækifæri til að taka þátt í sköpun og smíði samfélagsins og hafa aðgang að gjaldfrjálsu heilbrigðis-og menntakerfi. Við á listanum í Reykjavík suður munum berjast af einurð fyrir þessu og mörgum öðrum réttlætismálum eins og að auðlindir verði færðar almenningi.“ Símon Vestarr er í öðru sæti og er með skýran boðskap. „Kapítalismi elur af sér auðsöfnun, auðsöfnun elur af sér spillingu, spilling kæfir lýðræði og að reyna að stemma stigu við spillingu án þess að setja kapítalismanum skorður er eins og að reyna að vinna körfuboltaleik með hendur bundnar fyrir aftan bak. Þess vegna þarf að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og takast á við auðvaldið af fullum krafti.“ „Mér finnst löngu orðið ljóst að Útlendingastofnun og lögregla þjónusta ekki einstaklinginn en ganga þess í stað erinda rótgróinna hægri-pólitískra afla sem hafa það eitt markmið að viðhalda hinu kapítalíska kerfi á kostnað almennings og það sama á við um aðrar stjórnsýslustofnanir sem fara með mál okkar viðkvæmustu hópa,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem vermir 3. sætið. Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur Símon Vestarr Hjaltason, kennari María Lilja Þrastardóttir Kemp, laganemi Jón Kristinn Cortez. tónlistarmaður Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari Jón Óskar Hafsteinsson, myndlistarmaður Sigrún Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir, frístundaleiðbeinandi Bára Halldórsdóttir, öryrki Bárður Ragnar Jónsson, þýðandi Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarmaður Björn Reynir Halldórsson, sagnfræðingur Krummi Uggason, námsmaður María Sigurðardóttir, leikstjóri Tamila Gámez Garcell, kennari Elísabet Einarsdóttir, öryrki Kristjana Kristjánsdóttir, leikskólakennari Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Mikolaj Cymcyk, námsmaður Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öryrki Andri Sigurðsson, hönnuður Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
„Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun. Það þarf að útrýma fátækt og það strax. Burt með alla kúgun og ofbeldi bæði gagnvart fólki og náttúru og inn með kærleika, samkennd, samvinnu og mannhelgi.“ segir Katrín. Reynslan hafi sýnt að niðurstaða slembivalinna hópa gefi í flestum tilfellum skýrari mynd af vilja grasrótar en kosning eða prófkjör. „Sósíalistaflokkurinn hefur brýnt erindi. Að fólk sé ekki valdalaust í höndum stórkapítalista. Fólk á að hafa tækifæri til að taka þátt í sköpun og smíði samfélagsins og hafa aðgang að gjaldfrjálsu heilbrigðis-og menntakerfi. Við á listanum í Reykjavík suður munum berjast af einurð fyrir þessu og mörgum öðrum réttlætismálum eins og að auðlindir verði færðar almenningi.“ Símon Vestarr er í öðru sæti og er með skýran boðskap. „Kapítalismi elur af sér auðsöfnun, auðsöfnun elur af sér spillingu, spilling kæfir lýðræði og að reyna að stemma stigu við spillingu án þess að setja kapítalismanum skorður er eins og að reyna að vinna körfuboltaleik með hendur bundnar fyrir aftan bak. Þess vegna þarf að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og takast á við auðvaldið af fullum krafti.“ „Mér finnst löngu orðið ljóst að Útlendingastofnun og lögregla þjónusta ekki einstaklinginn en ganga þess í stað erinda rótgróinna hægri-pólitískra afla sem hafa það eitt markmið að viðhalda hinu kapítalíska kerfi á kostnað almennings og það sama á við um aðrar stjórnsýslustofnanir sem fara með mál okkar viðkvæmustu hópa,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem vermir 3. sætið. Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur Símon Vestarr Hjaltason, kennari María Lilja Þrastardóttir Kemp, laganemi Jón Kristinn Cortez. tónlistarmaður Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari Jón Óskar Hafsteinsson, myndlistarmaður Sigrún Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir, frístundaleiðbeinandi Bára Halldórsdóttir, öryrki Bárður Ragnar Jónsson, þýðandi Ellen Kristjánsdóttir, tónlistarmaður Björn Reynir Halldórsson, sagnfræðingur Krummi Uggason, námsmaður María Sigurðardóttir, leikstjóri Tamila Gámez Garcell, kennari Elísabet Einarsdóttir, öryrki Kristjana Kristjánsdóttir, leikskólakennari Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi Mikolaj Cymcyk, námsmaður Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og öryrki Andri Sigurðsson, hönnuður
Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira