Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2021 11:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur sagði að af þeim 1.470 sem hefðu greinst með Covid-19 síðustu vikur hefðu 24 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, eða um 1,6 prósent. Í fyrri bylgjum hefði hlutfallið verið 4 til 5 prósent. Hlutfall fullbólusettra af greindum frá 1. júlí væri 70 prósent og aðeins 1 prósent þeirra hefðu þurft að leggjast inn. Hins vegar hefðu 2,4 prósent óbólusettra þurft á innlögn að halda. Ótrúlega hröð útbreiðsla Þórólfur sagði að ráðist hefði verið í tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á landamærunum og innanlands vegna fárra innanlandssmita og lítillar áhættu á landamærunum. Þá hefði gengið vel að bólusetja þjóðina en 95 prósent 60 ára og eldri væru nú fullbólusett og 90 prósent 50 til 60 ára. Helst vantaði upp á bólusetningu yngstu aldurshópanna en 10 prósent barna á aldrinum 12 til 15 ára hafa verið bólusett. Það sem hefði hins vegar gerst frá mánaðamótum væri að svokallað delta-afbrigði hefði tekið algjörlega yfir. Komið hefði í ljós að bólusettir gætu smitast nokkuð auðveldlega og smitað aðra. Bólusetningin væri því ekki að skapa það hjarðónæmi sem beðið var eftir. Þórólfur sagði að útbreiðslan innanlands hefði verið ótrúlega hröð en uppruna flesta smitanna mætti rekja til nokkurra hópviðburða, svo sem hópsmits á skemmtistað og hópferða til Lundúna og Krítar. Um 100 þúsund Íslendingar enn óbólusettir Sóttvarnalæknir sagði að þrátt fyrir hraða útbreiðslu stæðu vonir til að bólusetningar myndu koma í veg fyrir alvarleg veikindi og spítalainnlagnir. Bólusetningarnar virtust sannarlega vera að draga úr alvarlegum veikindum en óvissa væri uppi um hversu lengi þau virkuðu og hversu vel á aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Verið væri að kanna að bjóða umræddum hópum þriðja skammtinn en öllum sem fengið hefðu bóluefnið frá Janssen yrði boðinn örvunarskammtur frá Pfizer eða Moderna, þar sem smit væru tíðari hjá þeim en öðrum. Þórólfur sagði að enn væru 30 þúsund Íslendingar 16 ára og eldri og 70 þúsund yngri en 16 ára óbólusettir. Ef útbreiðslan yrði mikil gætu því enn margir orðið veikir. Hafa þyrfti í huga það álag sem það myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Sóttvarnalæknir sagðist að lokum gera sér grein fyrir því að tíðindin væru ekki góð; nú þegar menn hefðu vonast til að vera á leiðinni út úr Covid. Faraldrinum lyki hins vegar ekki hér fyrr en honum lyki alls staðar í heiminum og menn þyrftu að vera undirbúnir undir hið óvænta, svo sem ný afbrigði og nýjar upplýsingar um virkni bóluefnanna. Sagði hann það vera ákvörðun stjórnvalda til hvaða aðgerða yrði gripið og það væri þeirra að taka tillit til annarra hagsmuna en heilbrigðissjónarmiða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur sagði að af þeim 1.470 sem hefðu greinst með Covid-19 síðustu vikur hefðu 24 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, eða um 1,6 prósent. Í fyrri bylgjum hefði hlutfallið verið 4 til 5 prósent. Hlutfall fullbólusettra af greindum frá 1. júlí væri 70 prósent og aðeins 1 prósent þeirra hefðu þurft að leggjast inn. Hins vegar hefðu 2,4 prósent óbólusettra þurft á innlögn að halda. Ótrúlega hröð útbreiðsla Þórólfur sagði að ráðist hefði verið í tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á landamærunum og innanlands vegna fárra innanlandssmita og lítillar áhættu á landamærunum. Þá hefði gengið vel að bólusetja þjóðina en 95 prósent 60 ára og eldri væru nú fullbólusett og 90 prósent 50 til 60 ára. Helst vantaði upp á bólusetningu yngstu aldurshópanna en 10 prósent barna á aldrinum 12 til 15 ára hafa verið bólusett. Það sem hefði hins vegar gerst frá mánaðamótum væri að svokallað delta-afbrigði hefði tekið algjörlega yfir. Komið hefði í ljós að bólusettir gætu smitast nokkuð auðveldlega og smitað aðra. Bólusetningin væri því ekki að skapa það hjarðónæmi sem beðið var eftir. Þórólfur sagði að útbreiðslan innanlands hefði verið ótrúlega hröð en uppruna flesta smitanna mætti rekja til nokkurra hópviðburða, svo sem hópsmits á skemmtistað og hópferða til Lundúna og Krítar. Um 100 þúsund Íslendingar enn óbólusettir Sóttvarnalæknir sagði að þrátt fyrir hraða útbreiðslu stæðu vonir til að bólusetningar myndu koma í veg fyrir alvarleg veikindi og spítalainnlagnir. Bólusetningarnar virtust sannarlega vera að draga úr alvarlegum veikindum en óvissa væri uppi um hversu lengi þau virkuðu og hversu vel á aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Verið væri að kanna að bjóða umræddum hópum þriðja skammtinn en öllum sem fengið hefðu bóluefnið frá Janssen yrði boðinn örvunarskammtur frá Pfizer eða Moderna, þar sem smit væru tíðari hjá þeim en öðrum. Þórólfur sagði að enn væru 30 þúsund Íslendingar 16 ára og eldri og 70 þúsund yngri en 16 ára óbólusettir. Ef útbreiðslan yrði mikil gætu því enn margir orðið veikir. Hafa þyrfti í huga það álag sem það myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Sóttvarnalæknir sagðist að lokum gera sér grein fyrir því að tíðindin væru ekki góð; nú þegar menn hefðu vonast til að vera á leiðinni út úr Covid. Faraldrinum lyki hins vegar ekki hér fyrr en honum lyki alls staðar í heiminum og menn þyrftu að vera undirbúnir undir hið óvænta, svo sem ný afbrigði og nýjar upplýsingar um virkni bóluefnanna. Sagði hann það vera ákvörðun stjórnvalda til hvaða aðgerða yrði gripið og það væri þeirra að taka tillit til annarra hagsmuna en heilbrigðissjónarmiða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira