Örvunarskammturinn verður gefinn með bóluefnunum frá Pfizer og Moderna og bólusett verður dagana 3. til 13. ágúst á Suðurlandsbraut. Bólusett verður eftir fæðingardögum og eiga þeir sem eiga afmæli í janúar og febrúar að mæta í dag.
Bólusett verður frá kl. 11 til kl. 16 og er fólk beðið um að mæta eftir því hvenær í mánuðinum það er fætt. Þeir sem eru fæddir í fyrstu viku mánaðarins eru beðnir um að mæta kl. 11 og svo koll af kolli.
Samkvæmt heimasíðu Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu verður ekki boðað í bólusetningarnar en fólk er beðið um að mæta með gamla strikamerkið úr fyrri bólusetningunni.