Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir þetta en segir ekki ljóst hvort eitthvað refsivert hafi átt sér stað. Lögum samkvæmt rannsaki héraðssaksóknari mál er varða lögreglumenn.
Maðurinn er sagður hafa verið í annarlegu ástandi og var fluttur með lögreglubíl á Landspítalann en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Hann var fæddur árið 1985.