Stukku jafnlangt en Grikkinn fékk gullið Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. ágúst 2021 14:00 Frá Tókýó í dag. vísir/Getty Keppni í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í Tókýó var fyrirferðamikil á tíunda keppnisdegi leikanna í dag og nótt. Langstökkskeppnin í karlaflokki í nótt var æsispennandi þar sem hinn gríski Miltiadis Tentoglou háði harða baráttu við Kúbumanninn Juan Miguel Echevarria. Stukku þeir báðir 8,41 metra í lokastökki sínu og voru því jafnir í fyrsta sæti. Hins vegar er það svo að þegar tveir keppendur eru jafnir í langstökki er næstlengsta stökk jafningjanna látið telja og þar sem Tentoglou stökk næstlengst 8,11 metra en Echevarria 8,09 metra fer gullmedalían til Grikklands. Annar Kúbumaður, Maykel Masso, varð í þriðja sæti; stökk lengst 8,21 metra. Long Jumper Miltiadis Tentoglou of Greece is a #ONEPIECE fan and that s pretty cool. #LongJump pic.twitter.com/U2TdAYYqgx— Quinn Mazzilli (@Qmaz246) August 2, 2021 Í 100 metra grindahlaupi kvenna vann Jasmine Camacho-Quinn á afar sannfærandi hátt en hún hafði eignað sér Ólympíumet í undanrásunum. Um sögulegan sigur er að ræða þar sem að Camacho-Quinn er fyrsti keppandinn frá Púertó Ríkó til að vinna gullverðlaun í frjálsum íþróttum í Ólympíusögunni. Kendra Harrison, Bandaríkjunum, hreppti silfrið og Megan Tapper, Jamaíku, varð þriðja. #PUR gets their first medal of #Tokyo2020 and first ever #Athletics GOLD medal!A superb victory from Jasmine Camacho-Quinn in the women's 100m hurdles!@WorldAthletics @comiteolimpico pic.twitter.com/yGQ237ePVe— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hollenski langhlauparinn Sifan Hassan kom fyrst í mark í 5000 metra hlaupi kvenna. Hellen Obiri frá Kenýa varð önnur og Gudaf Tsegay frá Eþíópíu þriðja. Hassan er fædd og uppalin í Eþíópíu en fluttist til Hollands sem flóttamaður þegar hún var fimmtán ára gömul. Sifan Hassan wins her first Olympic medal in the women s 5000m and it s #gold!It's also #NED's first gold medal in #athletics since 1992!#StrongerTogether | @WorldAthletics pic.twitter.com/HodhyVUbkG— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hellidemba setti svip sinn á frjálsíþróttakeppnina á leikunum í dag og hafði hún mismikil áhrif á greinarnar. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira
Langstökkskeppnin í karlaflokki í nótt var æsispennandi þar sem hinn gríski Miltiadis Tentoglou háði harða baráttu við Kúbumanninn Juan Miguel Echevarria. Stukku þeir báðir 8,41 metra í lokastökki sínu og voru því jafnir í fyrsta sæti. Hins vegar er það svo að þegar tveir keppendur eru jafnir í langstökki er næstlengsta stökk jafningjanna látið telja og þar sem Tentoglou stökk næstlengst 8,11 metra en Echevarria 8,09 metra fer gullmedalían til Grikklands. Annar Kúbumaður, Maykel Masso, varð í þriðja sæti; stökk lengst 8,21 metra. Long Jumper Miltiadis Tentoglou of Greece is a #ONEPIECE fan and that s pretty cool. #LongJump pic.twitter.com/U2TdAYYqgx— Quinn Mazzilli (@Qmaz246) August 2, 2021 Í 100 metra grindahlaupi kvenna vann Jasmine Camacho-Quinn á afar sannfærandi hátt en hún hafði eignað sér Ólympíumet í undanrásunum. Um sögulegan sigur er að ræða þar sem að Camacho-Quinn er fyrsti keppandinn frá Púertó Ríkó til að vinna gullverðlaun í frjálsum íþróttum í Ólympíusögunni. Kendra Harrison, Bandaríkjunum, hreppti silfrið og Megan Tapper, Jamaíku, varð þriðja. #PUR gets their first medal of #Tokyo2020 and first ever #Athletics GOLD medal!A superb victory from Jasmine Camacho-Quinn in the women's 100m hurdles!@WorldAthletics @comiteolimpico pic.twitter.com/yGQ237ePVe— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hollenski langhlauparinn Sifan Hassan kom fyrst í mark í 5000 metra hlaupi kvenna. Hellen Obiri frá Kenýa varð önnur og Gudaf Tsegay frá Eþíópíu þriðja. Hassan er fædd og uppalin í Eþíópíu en fluttist til Hollands sem flóttamaður þegar hún var fimmtán ára gömul. Sifan Hassan wins her first Olympic medal in the women s 5000m and it s #gold!It's also #NED's first gold medal in #athletics since 1992!#StrongerTogether | @WorldAthletics pic.twitter.com/HodhyVUbkG— Olympics (@Olympics) August 2, 2021 Hellidemba setti svip sinn á frjálsíþróttakeppnina á leikunum í dag og hafði hún mismikil áhrif á greinarnar.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sjá meira