Hafa kallað inn fólk úr sumarfríum til að bregðast við fjölgun Covid-tengdra sjúkraflutninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 11:55 Slökkviliðið fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Búist er við að ekkert lát verði á þeim í vikunni eftir því sem fleiri smitast af veirunni. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fimmtíu Covid-tengda sjúkraflutninga á síðasta sólarhring. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir fjölda flutninganna í takt við fjölgun smita en fólk hefur verið kallað inn úr sumarfríum til að bregðast við auknu álagi vegna veirunnar. Slökkviliðið fór alls í 138 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Af þeim voru fimmtíu tengdir Covid-19. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það hafi sett strik í reikninginn að hópsmit hafi komið upp. „Það telur inn að það voru hópsmit sem komu inn á borðið hjá okkur sem þurfti að sinna,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir að flutningarnir felist bæði í því að flytja smitaða á farsóttarhús og smitaða af farsóttarhúsum og í eftirlit á Birkiborg. Það séu meginverkefnin hjá slökkviliðinu. Fjöldi flutninga komi hins vegar ekkert á óvart. Minnst 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru þar af 36 utan sóttkvíar. Fimmtán liggja inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19. Mæðir á starfsfólkinu Kemur þessi fjöldi covid-tengdra flutninga ykkur á óvart? „Nei, við vitum það orðið hvað það þýðir fyrir okkur, þannig að við erum búin að vera að reyna að undirbúa okkur fyrir vikuna. Við eigum von á því að þetta eigi eftir að halda áfram svona. Það verði áframhaldandi fjölgun á smitum í vikunni,“ segir Guðmundur. Mikið álag hafi verið á sjúkraflutningamönnum og þurft hafi að kalla inn fólk úr sumarfríum. „Það mæðir meira á okkar starfsfólki og við erum í miðjum sumarleyfum þannig að það eru færri hendur á dekki. Þannig að það þurfa allir að hlaupa hraðar hjá okkur,“ segir hann. „Við erum búin að bregðast við með því að kalla inn fólk úr fríum og erum með fleiri bíla hjá okkur til að mæta þessu.“ Vel gekk að slökkva eldinn Sjúkraflutningar voru ekki einir á dagskrá hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring en slökkvibílar voru kallaðir út sex sinnum. Þar má helst nefna að eldur kom upp í risíbúð í Hafnarfirði en greiðlega tókst að slökkva eldinn. Einn var heima þegar eldurinn kom upp og náði hann að koma sér sjálfur út. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði. „Við sendum inn reykkafara. Það var töluverður reykur í íbúðinni þegar þeir koma á staðinn. En það gekk vel að slökkva,“ segir Guðmundur. Tuttugu mínútum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var það komið með góð tök á eldinum. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyksins. „Það þurfti bæði að reykræsta stigaganginn og íbúðina sjálfa.“ Slökkvilið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Slökkviliðið fór alls í 138 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn. Af þeim voru fimmtíu tengdir Covid-19. Guðmundur Guðjónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að það hafi sett strik í reikninginn að hópsmit hafi komið upp. „Það telur inn að það voru hópsmit sem komu inn á borðið hjá okkur sem þurfti að sinna,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir að flutningarnir felist bæði í því að flytja smitaða á farsóttarhús og smitaða af farsóttarhúsum og í eftirlit á Birkiborg. Það séu meginverkefnin hjá slökkviliðinu. Fjöldi flutninga komi hins vegar ekkert á óvart. Minnst 67 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru þar af 36 utan sóttkvíar. Fimmtán liggja inni á Landspítalanum smitaðir af Covid-19. Mæðir á starfsfólkinu Kemur þessi fjöldi covid-tengdra flutninga ykkur á óvart? „Nei, við vitum það orðið hvað það þýðir fyrir okkur, þannig að við erum búin að vera að reyna að undirbúa okkur fyrir vikuna. Við eigum von á því að þetta eigi eftir að halda áfram svona. Það verði áframhaldandi fjölgun á smitum í vikunni,“ segir Guðmundur. Mikið álag hafi verið á sjúkraflutningamönnum og þurft hafi að kalla inn fólk úr sumarfríum. „Það mæðir meira á okkar starfsfólki og við erum í miðjum sumarleyfum þannig að það eru færri hendur á dekki. Þannig að það þurfa allir að hlaupa hraðar hjá okkur,“ segir hann. „Við erum búin að bregðast við með því að kalla inn fólk úr fríum og erum með fleiri bíla hjá okkur til að mæta þessu.“ Vel gekk að slökkva eldinn Sjúkraflutningar voru ekki einir á dagskrá hjá slökkviliðinu síðasta sólarhring en slökkvibílar voru kallaðir út sex sinnum. Þar má helst nefna að eldur kom upp í risíbúð í Hafnarfirði en greiðlega tókst að slökkva eldinn. Einn var heima þegar eldurinn kom upp og náði hann að koma sér sjálfur út. Ekki liggur fyrir út frá hverju eldurinn kviknaði. „Við sendum inn reykkafara. Það var töluverður reykur í íbúðinni þegar þeir koma á staðinn. En það gekk vel að slökkva,“ segir Guðmundur. Tuttugu mínútum eftir að slökkvilið mætti á staðinn var það komið með góð tök á eldinum. Einhverjar skemmdir urðu á íbúðinni vegna reyksins. „Það þurfti bæði að reykræsta stigaganginn og íbúðina sjálfa.“
Slökkvilið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira