Hvar værum við án framlínufólks í verslun? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 2. ágúst 2021 09:05 Í dag er frídagur verslunarmanna. Dagur sem flestir landsmenn kenna við stærstu fríhelgi ársins og njóta ýmist utan sem innanbæjar til skemmtunar og afþreyingar. Frídagurinn á sér langa og merkilega sögu en frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Mörgum þykir sjálfsagt að hafa opið í verslunum á þessum degi en vilja á sama tíma njóta þessa frídags sem stofnað var til fyrir verslunarfólk. Sem betur fer virða flestir stjórnendur verslana þennan mikilvæga frídag fyrir sitt fólk og hjálpa okkur við að halda á lofti þessari mikilvægu hefð. Síðastliðið ár hefur verið verslunarfólki afar erfitt og krefjandi á tímum Covid. Það er í raun óskiljanlegt hversu lítið tillit hefur verið tekið til mikilvægi framlínustarfa eins og í verslun. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund hvernig staðan hefði verið ef almenningur hefði ekki haft nær óheftan aðgang að nauðsynjavöru og annarri þjónustu. Á meðan stjórnvöld völdu starfsstéttir í forgang í bólusetningar var ekkert hugsað um starfsfólk í verslunum. Við í VR reyndum ítrekað að benda á þetta við sóttvarnaryfirvöld og settum meðal annars af stað auglýsingaherferð í veikri von um að opna augu stjórnvalda. En allt kom fyrir ekki. Steininn tók úr þegar grímuskyldu og fjöldatakmörkunum var aflétt og starfsfólk í verslun var skilið eftir algjörlega berskjaldað. Í kjölfarið sendum við í VR bréf á stjórnvöld en áskorunum okkar um að bjóða framlínufólki í verslunum bólusetningu án tafar var ekki einu sinni svarað. Verslunin hér heima hefur gengið vel í faraldrinum, svo vel að met hafa verið slegin og á tímabilum hefur ríkt sannkölluð Þorláksmessustemning. En höfum það hugfast hvernig staðan hefði verið, og væri enn, ef starfskrafta verslunarfólks nyti ekki við. Ef við hefðum ekki greiðan aðgang að nauðsynjavöru og öllu því sem við teljum sjálfsagt að geta orðið okkur út um í daglegu lífi. Hvernig hefði ástandið orðið ef aðgengi af þessu tagi hefði raskast? Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Þökkum því fyrir að standa vaktina og gegna þessu mikilvæga og ómissandi hlutverki í okkar samfélagi. Ég óska félagsmönnum VR og landsmönnum öllum til hamingju með daginn! Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Verslun Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í dag er frídagur verslunarmanna. Dagur sem flestir landsmenn kenna við stærstu fríhelgi ársins og njóta ýmist utan sem innanbæjar til skemmtunar og afþreyingar. Frídagurinn á sér langa og merkilega sögu en frídagur verslunarmanna var fyrst haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 13. september 1894, skömmu eftir að tilkynnt var á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn og verslunarstjórar stærri verslana í Reykjavík hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Mörgum þykir sjálfsagt að hafa opið í verslunum á þessum degi en vilja á sama tíma njóta þessa frídags sem stofnað var til fyrir verslunarfólk. Sem betur fer virða flestir stjórnendur verslana þennan mikilvæga frídag fyrir sitt fólk og hjálpa okkur við að halda á lofti þessari mikilvægu hefð. Síðastliðið ár hefur verið verslunarfólki afar erfitt og krefjandi á tímum Covid. Það er í raun óskiljanlegt hversu lítið tillit hefur verið tekið til mikilvægi framlínustarfa eins og í verslun. Það er varla hægt að gera sér í hugarlund hvernig staðan hefði verið ef almenningur hefði ekki haft nær óheftan aðgang að nauðsynjavöru og annarri þjónustu. Á meðan stjórnvöld völdu starfsstéttir í forgang í bólusetningar var ekkert hugsað um starfsfólk í verslunum. Við í VR reyndum ítrekað að benda á þetta við sóttvarnaryfirvöld og settum meðal annars af stað auglýsingaherferð í veikri von um að opna augu stjórnvalda. En allt kom fyrir ekki. Steininn tók úr þegar grímuskyldu og fjöldatakmörkunum var aflétt og starfsfólk í verslun var skilið eftir algjörlega berskjaldað. Í kjölfarið sendum við í VR bréf á stjórnvöld en áskorunum okkar um að bjóða framlínufólki í verslunum bólusetningu án tafar var ekki einu sinni svarað. Verslunin hér heima hefur gengið vel í faraldrinum, svo vel að met hafa verið slegin og á tímabilum hefur ríkt sannkölluð Þorláksmessustemning. En höfum það hugfast hvernig staðan hefði verið, og væri enn, ef starfskrafta verslunarfólks nyti ekki við. Ef við hefðum ekki greiðan aðgang að nauðsynjavöru og öllu því sem við teljum sjálfsagt að geta orðið okkur út um í daglegu lífi. Hvernig hefði ástandið orðið ef aðgengi af þessu tagi hefði raskast? Sýnum framlínufólki í verslun þá virðingu sem það á skilið. Þökkum því fyrir að standa vaktina og gegna þessu mikilvæga og ómissandi hlutverki í okkar samfélagi. Ég óska félagsmönnum VR og landsmönnum öllum til hamingju með daginn! Höfundur er formaður VR.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun