Með frelsi hverra að leiðarljósi? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar 31. júlí 2021 18:30 Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Er það frelsi mitt og þitt sem búum við takmarkanir hér heima fyrir. Er það frelsi menntskælinganna sem hafa ekki getað stundað félagslíf í eitt og hálft ár? Er það frelsi heilbrigðisstarfsfólksins sem er að kikna undan álagi? Er það frelsi gamla fólksins sem enn og aftur er komið í takmörkuð samskipti við ástvini sína. Er ráðherrann að ræða um frelsi þeirra sem glíma við langvarandi eftirköst Covid-19 sem enginn veit hvenær ganga til baka ef þá nokkurn tímann. Þekkt er missir á bragð og lyktarskini. Verri sjón, mikil þreyta, orkuleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur, augnþurkur, höfuðverkur, öndunarerfiðleikar og hjartsláttartruflanir. Í nýlegri rannsókn við háskólann í Bergen kemur fram að á milli 50 til 60% fólks sem greinast með Covid-19 finni fyrir eftirköstum næsta hálfa árið eða lengur. Út frá því má álykta að af þeim 145 sem greindust jákvæðir í gær verði rúmlega 70 þeirra að glíma við eftirköst Covid-19 næsta hálfa árið eða lengur. Nú er ungt fólk að greinast í miklum mæli og þótt þau þurfi síður að fara á spítala þá geta þau verið að glíma við eftirköst í langann tíma. Er ríkisstjórnin með floppi sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar? Þennann fórnarkostnað er ríkisstjórnin, með Sjálfsstæðisflokkinn í fararbroddi, reiðubúin að færa því forréttindarfólk veraldarinnar vill sjá fossa á Íslandi og forréttindarfólk á Íslandi vill baða sig á sólarströndum án þess að vera skimað þrátt fyrir almenna vitneskju um áhættuna sem því fylgdi. Áhættu sem tapaðist. Síðast en ekki síst þá er ríkisstjórnin að taka hagsmuni Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair að ógleymdum fjölskyldufyrirtækjum fjármálaráðherra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram yfir heilsu þjóðarinnar. Áslaug Arna segir í grein sinni að megin markmiðið sé að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þessa stundina eru forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki, sem og ómenntuðum starfskrafti því kerfið er að springa. Markmið ríkisstjórnarinnar að sporna við álagi á heilbrigðiskerfið hefur því algerlega brugðist. Það ástand sem nú ríkir má rekja til þeirrar ákvörðunnar ríkisstjórnarinnar að slaka á kröfum á landamærunum til að þóknast kröfum fjársterkra hagsmunaafla þvert á vilja þjóðarinnar. Þegar Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn tala um frelsi eru þau að tala um frelsi þeirra ráðandi, þeirra ríku, þeirra sem lifa fyrir ofan almenning. Þau hafa áhyggjur af stóru fyrirtækjunum, að þau græði ekki nógu mikið. Þau hafa ekki áhyggjur af framvarðarsveitinni, þeim sem vinna í fyritækjunum, þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni. Ekki áhyggjur af heilsu landsmanna. Sem sást vel þegar tekin var ákvörðun um að slaka á sóttvarnarkröfum á landamærunum fyr í sumar. Þar tók ríkisstjórnin stöðu með hagsmunasamtökum ferðaþjónustunnar á kosnað almennings. Við súpum nú seiðið af því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nýlega skrifar Áslaug Arna dómsmálaráðherra grein í Morgunblaðið sem hún kallar ”Með frelsið að leiðarljósi”. Um frelsi hverra er ráðherrann að tala? Er það frelsi mitt og þitt sem búum við takmarkanir hér heima fyrir. Er það frelsi menntskælinganna sem hafa ekki getað stundað félagslíf í eitt og hálft ár? Er það frelsi heilbrigðisstarfsfólksins sem er að kikna undan álagi? Er það frelsi gamla fólksins sem enn og aftur er komið í takmörkuð samskipti við ástvini sína. Er ráðherrann að ræða um frelsi þeirra sem glíma við langvarandi eftirköst Covid-19 sem enginn veit hvenær ganga til baka ef þá nokkurn tímann. Þekkt er missir á bragð og lyktarskini. Verri sjón, mikil þreyta, orkuleysi, minnisleysi, einbeitingarskortur, augnþurkur, höfuðverkur, öndunarerfiðleikar og hjartsláttartruflanir. Í nýlegri rannsókn við háskólann í Bergen kemur fram að á milli 50 til 60% fólks sem greinast með Covid-19 finni fyrir eftirköstum næsta hálfa árið eða lengur. Út frá því má álykta að af þeim 145 sem greindust jákvæðir í gær verði rúmlega 70 þeirra að glíma við eftirköst Covid-19 næsta hálfa árið eða lengur. Nú er ungt fólk að greinast í miklum mæli og þótt þau þurfi síður að fara á spítala þá geta þau verið að glíma við eftirköst í langann tíma. Er ríkisstjórnin með floppi sínu í sóttvörnum að búa til öryrkja framtíðarinnar? Þennann fórnarkostnað er ríkisstjórnin, með Sjálfsstæðisflokkinn í fararbroddi, reiðubúin að færa því forréttindarfólk veraldarinnar vill sjá fossa á Íslandi og forréttindarfólk á Íslandi vill baða sig á sólarströndum án þess að vera skimað þrátt fyrir almenna vitneskju um áhættuna sem því fylgdi. Áhættu sem tapaðist. Síðast en ekki síst þá er ríkisstjórnin að taka hagsmuni Samtaka ferðaþjónustunnar, Icelandair að ógleymdum fjölskyldufyrirtækjum fjármálaráðherra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Fram yfir heilsu þjóðarinnar. Áslaug Arna segir í grein sinni að megin markmiðið sé að koma í veg fyrir alvarleg veikindi og að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þessa stundina eru forsvarsmenn heilbrigðisþjónustunnar að auglýsa eftir heilbrigðisstarfsfólki, sem og ómenntuðum starfskrafti því kerfið er að springa. Markmið ríkisstjórnarinnar að sporna við álagi á heilbrigðiskerfið hefur því algerlega brugðist. Það ástand sem nú ríkir má rekja til þeirrar ákvörðunnar ríkisstjórnarinnar að slaka á kröfum á landamærunum til að þóknast kröfum fjársterkra hagsmunaafla þvert á vilja þjóðarinnar. Þegar Áslaug Arna og Sjálfstæðisflokkurinn tala um frelsi eru þau að tala um frelsi þeirra ráðandi, þeirra ríku, þeirra sem lifa fyrir ofan almenning. Þau hafa áhyggjur af stóru fyrirtækjunum, að þau græði ekki nógu mikið. Þau hafa ekki áhyggjur af framvarðarsveitinni, þeim sem vinna í fyritækjunum, þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni. Ekki áhyggjur af heilsu landsmanna. Sem sást vel þegar tekin var ákvörðun um að slaka á sóttvarnarkröfum á landamærunum fyr í sumar. Þar tók ríkisstjórnin stöðu með hagsmunasamtökum ferðaþjónustunnar á kosnað almennings. Við súpum nú seiðið af því. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun