Instagram-stjörnurnar Birgitta Líf, Sunneva Einars, Ástrós Trausta, Kristín Péturs, Magnea Björg, Hildur Sif og Ína María skipa hópinn LXS.
Mikil leynd er yfir því hvað skammstöfunin stendur fyrir en því hefur verið velt upp að það standi fyrir lúxus. Nýlega lét hópurinn húðflúra skammstöfunina á sig.
Vinkonurnar dvelja ásamt mökum sínum í sannkölluðu lúxus húsi í Vestmannaeyjum. Veglegur gjafapoki beið þeirra við komu sem samanstóð af hinum ýmsu snyrtivörum. Þá biðu þeirra peysur og derhúfur sérmerktar LXS.

Fyrr í vikunni sýndu vinkonurnar frá því á Instagram þegar þær voru samankomnar á Kjarvalsstofu að undirbúa helgina og bjuggu þær meðal annars til sitt eigið drykkjuspil.
Í gær mátti sjá vinkonurnar drekka kampavín og elda sannkallaðan sælkeramat. Um kvöldið klæddust þær allar alveg hvítu í svokölluðu „white-on-white“ partýi. Þá mátti einnig sjá þær skemmta sér í leiknum kubb.




