Skattinum gert að afhenda skýrslur Trumps Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 31. júlí 2021 10:43 Donald Trump, fyrrverandi forseti, hefur reynt að halda skýrslunum fyrir sig um árabil. EPA/MICHAEL REYNOLDS Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur skipað skattayfirvöldum að afhenda þingnefnd skattskýrslur Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Demókratar hafa reynt að fá gögnin afhent um árabil í gegn um dómskerfið án árangurs. Ráðuneytið segir að þingnefndin hafi nú fært fullnægjandi rök fyrir því að hún eigi rétt á að fá að sjá skýrslurnar, að því er segir í frétt AP um málið. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er að vonum ánægð með tíðindin. „Í dag hefur ríkisstjórn Biden [núverandi Bandaríkjaforseta] unnið sigur fyrir hönd réttlætisins,“ segir í tilkynningu frá henni í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/J. Scott Applewhite „Aðgangur að skattskýrslum fyrrverandi forsetans Donalds Trumps varðar þjóðaröryggi. Bandaríska þjóðin á rétt á að fá að vita allt um hans hagsmunaárekstra í starfi og hvernig hann gróf undan öryggi og lýðræði okkar sem forseti,“ segir í tilkynningu Pelosi. Hefur aldrei viljað gera gögnin opinber Forsetaframbjóðendur hafa venju samkvæmt gert öll skattgögn sín opinber um leið og þeir fara í framboð, þó það sé ekkert í lögum sem skyldar þá til þess. Trump ákvað aftur á móti að halda sínum skattskýrslum fyrir sig þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og hefur harðneitað að gefa þær upp síðan. Frá því að Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2018 hafa þeir ítrekað gert tilraunir til að fá skýrslurnar afhentar í gegn um dómstóla. The New York Times hefur áður komist yfir hluta skattskýrslnanna sem sýna að Trump hafi komist upp með að greiða nánast enga skatta árin áður en hann tók við embætti. Ákæra var gefin út á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi forsetans, í þessum mánuði vegna meintra skattalagabrota eftir um tveggja ára rannsókn saksóknara. Fjármálastjóri fyrirtækisins var einnig ákærður. Sjá einnig: Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Ráðuneytið segir að þingnefndin hafi nú fært fullnægjandi rök fyrir því að hún eigi rétt á að fá að sjá skýrslurnar, að því er segir í frétt AP um málið. Nancy Pelosi, Demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, er að vonum ánægð með tíðindin. „Í dag hefur ríkisstjórn Biden [núverandi Bandaríkjaforseta] unnið sigur fyrir hönd réttlætisins,“ segir í tilkynningu frá henni í gær. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.AP/J. Scott Applewhite „Aðgangur að skattskýrslum fyrrverandi forsetans Donalds Trumps varðar þjóðaröryggi. Bandaríska þjóðin á rétt á að fá að vita allt um hans hagsmunaárekstra í starfi og hvernig hann gróf undan öryggi og lýðræði okkar sem forseti,“ segir í tilkynningu Pelosi. Hefur aldrei viljað gera gögnin opinber Forsetaframbjóðendur hafa venju samkvæmt gert öll skattgögn sín opinber um leið og þeir fara í framboð, þó það sé ekkert í lögum sem skyldar þá til þess. Trump ákvað aftur á móti að halda sínum skattskýrslum fyrir sig þegar hann bauð sig fram til forseta árið 2016 og hefur harðneitað að gefa þær upp síðan. Frá því að Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 2018 hafa þeir ítrekað gert tilraunir til að fá skýrslurnar afhentar í gegn um dómstóla. The New York Times hefur áður komist yfir hluta skattskýrslnanna sem sýna að Trump hafi komist upp með að greiða nánast enga skatta árin áður en hann tók við embætti. Ákæra var gefin út á hendur Trump Organization, fyrirtæki fyrrverandi forsetans, í þessum mánuði vegna meintra skattalagabrota eftir um tveggja ára rannsókn saksóknara. Fjármálastjóri fyrirtækisins var einnig ákærður. Sjá einnig: Fjármálastjóri Trumps lýsti yfir sakleysi sínu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21 Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21 Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Miklar skuldir forsetans sagðar ógna öryggi Bandaríkjanna Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ábyrgur fyrir 421 milljón dala lánum. Gjalddagar flestra þessara lána eru á næstu fjórum árum. 28. september 2020 10:21
Trump á enn bankareikning í Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn með bankareikning í Kína þar sem hann hefur reynt að landa viðskiptasamningum í gegnum tíðina. Forsetinn hefur ekki gefið upp bankareikninginn í opinberri hagsmunaskráningu sinni en upplýsingar um hann er að finna í skattskýrslum hans. 21. október 2020 23:21
Eiga ekki von á ákæru gegn Trump, enn sem komið er Lögmenn fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi forseta, funduðu í dag með saksóknunum á skrifstofu ríkissaksóknara Manhattan. Markmið þeirra var að koma í veg fyrir að fyrirtækið verði ákært í tengslum við langvarandi rannsókn á starfsemi þess. Einn lögmannanna segir að ekki sé von á því að Trump sjálfur verði ákærður, enn sem komið er. 28. júní 2021 23:01