Setur sér ekki háleit uppeldismarkmið á ferðalögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 17:38 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur verið á ferðalagi um landið undanfarið. Líklega samt ekki á hjóli. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur verið á ferðalagi með fjölskyldunni sinni um landið undanfarnar vikur og segir hann fjölskylduna hafa notið mikillar veðurblíðu. Hann segist þó ekki setja sér of háleit uppeldismarkmið á ferðalögum og leyfi börnunum að vera í símanum eins og þau vilja. Takmarkaður skjátími sé ekki á dagskrá í fríi. „Með krakkana held ég að það sé mikilvægt að setja sér ekki of háar væntingar. Leyfa þeim að vera aðeins í símanum í bílnum. Eða leyfa þeim að vera mjög mikið í símanum í bílnum ef það er löng ferð,“ sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og upphófust mikil hlátrasköll meðal útvarpsmanna við þessi orð. „Það þýðir ekkert að vera með einhverjar uppeldisaðferðir á þeim vettvangi. Ég segi það nú bara hreint út. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt í símanum, eins og þau hafa núna verið í einhverjum leikjum sem eru alveg fáránlega skemmtilegir heyrist mér. Ég vona það,“ segir Guðni. Hann segist sjálfur alveg ómögulegur taki hann ekki bók með sér í ferðalagið. „Ef ég er að ferðast til dæmis til útlanda, sem hefur nú ekki gerst í háa herrans tíð, ég fór síðast út fyrir landssteinana í febrúarlok 2020. En ef ég er ekki með bók í flugvél fyllist ég kvíða og angist og verð alveg ómögulegur,“ segir Guðni. Hann minnir fólk á að fara varlega um þessa stóru feðramannahelgi. „Förum varlega, sérstaklega um helgina og sinnum okkar eigin sóttvörnum, sprittum hendur og sýnum náungakærleik og þá fer þetta eins vel og vonast var til.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðna í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Forseti Íslands Ferðalög Börn og uppeldi Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Sjá meira
„Með krakkana held ég að það sé mikilvægt að setja sér ekki of háar væntingar. Leyfa þeim að vera aðeins í símanum í bílnum. Eða leyfa þeim að vera mjög mikið í símanum í bílnum ef það er löng ferð,“ sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni í morgun og upphófust mikil hlátrasköll meðal útvarpsmanna við þessi orð. „Það þýðir ekkert að vera með einhverjar uppeldisaðferðir á þeim vettvangi. Ég segi það nú bara hreint út. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt í símanum, eins og þau hafa núna verið í einhverjum leikjum sem eru alveg fáránlega skemmtilegir heyrist mér. Ég vona það,“ segir Guðni. Hann segist sjálfur alveg ómögulegur taki hann ekki bók með sér í ferðalagið. „Ef ég er að ferðast til dæmis til útlanda, sem hefur nú ekki gerst í háa herrans tíð, ég fór síðast út fyrir landssteinana í febrúarlok 2020. En ef ég er ekki með bók í flugvél fyllist ég kvíða og angist og verð alveg ómögulegur,“ segir Guðni. Hann minnir fólk á að fara varlega um þessa stóru feðramannahelgi. „Förum varlega, sérstaklega um helgina og sinnum okkar eigin sóttvörnum, sprittum hendur og sýnum náungakærleik og þá fer þetta eins vel og vonast var til.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðna í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Forseti Íslands Ferðalög Börn og uppeldi Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Sjá meira