Vill blása til kosninga í Haítí sem fyrst Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 23:29 Ariel Henry vill blása til kosninga sem fyrst en það var einmitt ástæðan sem Moise tilnefndi hann í starfið, að hann sæi um framkvæmd kosninga. EPA-EFE/Orlando Barria Forsætisráðherra Haítí segist ætla að blása til kosninga eins fljótt og auðið er eftir að Jovenel Moise, forseti landsins, var myrtur fyrr í þessum mánuði. Mikil stjórnmálakreppa hefur ríkt í landinu frá því að forsetinn var myrtur. Miklar deilur hafa verið um það hver eigi að vera við stýrið á Haítí. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefði forseti Hæstaréttar Haítí átt að taka við keflinu af Moise en hann dó nýverið vegna Covid-19. Daginn sem Moise var myrtur skipaði hann nýjan forsætisráðherra, Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um að halda kosningar. Þær áttu að fara fram í fyrra en var frestað. Málið er þó ekki svo einfalt. Áður en Moise dó hafði Claude Joseph utanríkisráðherra verið starfandi forsætisráðherra í tvo mánuði og virðist ekki vilja sleppa keflinu. Henry tók við starfi forsætisráðherra Haítí þann 20. júlí síðastliðin en þar til þá hafði Joseph stýrt landinu með stuðningi lögreglu og hers. Þá hafði meirihluti öldungadeildaþingmanna kallað eftir því að Joseph léti af völdum og segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Auk stjórnmálakreppunnar hefur ofbeldi glæpagengja á Haítí vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði valdið miklum usla undanfarið og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn farið ránshendi um heimili og fyrirtæki. Vestræn ríki hafa kallað eftir því að Haítí, fátækasta ríki beggja Ameríku-heimsálfa, drífi til kosninga til að veita stjórnvöldum lýðræðislegt lögmæti. Málið er nefnilega það að Moise hafði á kjörtímabili sínu rekið flesta þingmenn Haítí og eru nú aðeins tíu þingmenn eftir af þeim þrjátíu sem voru kjörnir í embætti. Þeir sem eftir eru eru því í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí sem eftir sitja. Áætlunin var að halda forsetakosningar og þingkosningar í september en óvíst er að það takist. Þá hafði Moise boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem fólu í sér að færa aukið vald til forseta á kostnað þingsins. Henry hefur ekki skýrt það hvort kosið verði um þær breytingar. Haítí Tengdar fréttir Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Mikil stjórnmálakreppa hefur ríkt í landinu frá því að forsetinn var myrtur. Miklar deilur hafa verið um það hver eigi að vera við stýrið á Haítí. Samkvæmt stjórnarskrá landsins hefði forseti Hæstaréttar Haítí átt að taka við keflinu af Moise en hann dó nýverið vegna Covid-19. Daginn sem Moise var myrtur skipaði hann nýjan forsætisráðherra, Ariel Henry og átti hans helsta verkefni að snúast um að halda kosningar. Þær áttu að fara fram í fyrra en var frestað. Málið er þó ekki svo einfalt. Áður en Moise dó hafði Claude Joseph utanríkisráðherra verið starfandi forsætisráðherra í tvo mánuði og virðist ekki vilja sleppa keflinu. Henry tók við starfi forsætisráðherra Haítí þann 20. júlí síðastliðin en þar til þá hafði Joseph stýrt landinu með stuðningi lögreglu og hers. Þá hafði meirihluti öldungadeildaþingmanna kallað eftir því að Joseph léti af völdum og segja að Joseph Lambert, forseti öldungadeildarinnar, eigi að taka tímabundið við embætti forseta og Henry eigi að sitja í embætti forsætisráðherra. Auk stjórnmálakreppunnar hefur ofbeldi glæpagengja á Haítí vegna baráttu þeirra um yfirráðasvæði valdið miklum usla undanfarið og hafa þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna átaka og glæpamenn farið ránshendi um heimili og fyrirtæki. Vestræn ríki hafa kallað eftir því að Haítí, fátækasta ríki beggja Ameríku-heimsálfa, drífi til kosninga til að veita stjórnvöldum lýðræðislegt lögmæti. Málið er nefnilega það að Moise hafði á kjörtímabili sínu rekið flesta þingmenn Haítí og eru nú aðeins tíu þingmenn eftir af þeim þrjátíu sem voru kjörnir í embætti. Þeir sem eftir eru eru því í raun einu kjörnu fulltrúar Haítí sem eftir sitja. Áætlunin var að halda forsetakosningar og þingkosningar í september en óvíst er að það takist. Þá hafði Moise boðað þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá, sem fólu í sér að færa aukið vald til forseta á kostnað þingsins. Henry hefur ekki skýrt það hvort kosið verði um þær breytingar.
Haítí Tengdar fréttir Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27 Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36 Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Telja fyrrverandi starfsmann dómsmálaráðuneytisins hafa skipulagt morðið Lögregluyfirvöld í Kólumbíu telja að fyrrverandi starfsmaður dómsmálaráðuneytisins í Haítí hafi skipulagt og fyrirskipað morðið á Jovenel Moise, forseta Haítí. Moise var skotinn til bana í forsetahöllinni fyrir tíu dögum síðan af hópi árásarmanna. 17. júlí 2021 11:27
Hinir grunuðu tengdir við fundi um framtíð Haítí Ráðamenn á Haítí segja hina grunuðu í morði Jovenel Moise, forseta, hafa hist í aðdraganda morðsins og rætt næstu skref eftir dauða forsetans. Hinir grunuðu segjast hafa verið að tala um næstu skref ef Moise stigi úr embætti. 15. júlí 2021 16:36
Yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni í haldi lögreglu Dimitri Herard, yfirmaður öryggismála í haítísku forsetahöllinni, er nú í haldi lögreglu í tengslum við rannsókn á morðinu á forsetanum. 15. júlí 2021 08:44