„Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2021 21:16 Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að alltaf þurfi leyfi Umhverfisstofnunar fyrir utanvegaakstri. Vísir/Magnús Hlynur Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda. Greint var frá því í gær að kvikmyndafyrirtækið True North hafi ekki fengið leyfi hjá Umhverfisstofnun til að kvikmynda utanvegaakstur á landi Hjörleifshöfða á Suðurlandi. Um er að ræða tökur fyrir bresku þættina Top Gear, sem fóru fram í gær, en verið var að mynda sandspyrnu svokallaða á landi Hjörleifshöfða. Tökustaðastjóri hjá True North sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki væri um eiginlegan utanvegaakstur að ræða. Fyrirtækið væri að sviðsetja spyrnuna og að fyrirtækið teldi sig ekki þurfa leyfi fyrir akstrinum hjá Umhverfisstofnun þar sem leyfi landeiganda hafi legið fyrir. „Þegar við erum að vinna í friðlandi eða þjóðgarði þá vinnum við það að sjálfsögðu með viðeigandi aðilum. Hérna erum við bara að vinna í samstarfi við landeiganda og erum með leyfi frá honum og leigjum landið af honum í þessum tilgangi og komum til með að skila landinu í sama ástandi og þegar við tókum við því,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, tökustaðastjóri fyrir Top Gear verkefnið hjá True North, í Reykjavík síðdegis í gær. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar er ekki sammála þessari túlkun. „Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi, hvort sem hann er innan friðlanda, friðlýstra svæða eða ekki. Það er alls staðar þannig. Það er sérstök heimild til að veita leyfi til að veita til aksturs utan vega vegna kvikmyndatökuverkefna og það þarf bara að fara í formlegt ferli,“ sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis í dag. Leyfi landeiganda komi að hennar sögn ekki í staðin fyrir leyfi frá Umhverfisstofnun eða yfirvöldum. Slíkt leyfi breyti engu. Ekki svo einfalt að ummerkin skolist burt Einhverjir hafa bent á að spyrnan hafi átt sér stað í sandfjöru og að ummerki skolist burt þegar næsta alda ríði yfir sandana. Sigrún segir málið ekki svo einfalt. „Það er ekki endilega alveg svo einfalt að þetta skolist bara burt. Það er alveg skýrt í lögum að akstur utan vega er bannaður alls staðar, það eru tilteknar undantekningar er varðar frosna jörð og snjó og það er bara tæmandi talið í lögum og reglugerðum,“ segir Sigrún. „Það á engin undantekning við fjöru og ef heimildir eru veittar til svona verkefna er reynt að takmarka áhrifin sem allra mest og skipuleggja það fyrirfram, þannig að áhrifin séu sem minnst. Og utanumhaldið gott og merkingar og annað slíkt. Síðan er sér ákvæði um frágang.“ Hún segir að ef leyfi landeiganda nægði myndi það gera lagalínur mjög óskýrar. „Ég held að við værum komin með ansi óskýrar línur í lagaumhverfi ef við værum með það þannig að það væri á valdi hvers eiganda að heimila akstur utan vega. Undirlagið er mjög misjafnlega gott auðvitað, þarna er verið að fjalla um það að þarna séu sandfjörur þannig að það hefði mátt skoða það að gefa leyfi fyrir þetta þarna,“ segir Sigrún. Það eigi hins vegar ekki við alls staðar. „Síðan er undirlag víða þannig að það kemur ekki til greina, segjum að við séum til að mynda með mosasvæði, það er bara metið í hverju tilviki fyrir sig og ekki hægt að segja endilega nákvæmlega fyrirfram hvernig það getur verið.“ Hún segir að málið sé ekki búið. Samtal þurfi að eiga sér stað milli Umhverfisstofnunar og True North. „Ég held að það sé nauðsynlegt að fara yfir þetta. Ég hef haft samband við fyrirtækið og við munum eiga samtal í kjölfar þessa geri ég ráð fyrir,“ segir Sigrún. „Langoftast er það þannig að það er gengið mjög vel frá. Hvort sem við erum að tala um að sé skilið eftir í betra ástandi skal ég ekki segja til um en langoftast er gengið frá mjög vel þannig að þetta er bara undantekning.“ Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24 Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Greint var frá því í gær að kvikmyndafyrirtækið True North hafi ekki fengið leyfi hjá Umhverfisstofnun til að kvikmynda utanvegaakstur á landi Hjörleifshöfða á Suðurlandi. Um er að ræða tökur fyrir bresku þættina Top Gear, sem fóru fram í gær, en verið var að mynda sandspyrnu svokallaða á landi Hjörleifshöfða. Tökustaðastjóri hjá True North sagði í Reykjavík síðdegis í gær að ekki væri um eiginlegan utanvegaakstur að ræða. Fyrirtækið væri að sviðsetja spyrnuna og að fyrirtækið teldi sig ekki þurfa leyfi fyrir akstrinum hjá Umhverfisstofnun þar sem leyfi landeiganda hafi legið fyrir. „Þegar við erum að vinna í friðlandi eða þjóðgarði þá vinnum við það að sjálfsögðu með viðeigandi aðilum. Hérna erum við bara að vinna í samstarfi við landeiganda og erum með leyfi frá honum og leigjum landið af honum í þessum tilgangi og komum til með að skila landinu í sama ástandi og þegar við tókum við því,“ sagði Guðmundur Guðjónsson, tökustaðastjóri fyrir Top Gear verkefnið hjá True North, í Reykjavík síðdegis í gær. Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar er ekki sammála þessari túlkun. „Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi, hvort sem hann er innan friðlanda, friðlýstra svæða eða ekki. Það er alls staðar þannig. Það er sérstök heimild til að veita leyfi til að veita til aksturs utan vega vegna kvikmyndatökuverkefna og það þarf bara að fara í formlegt ferli,“ sagði Sigrún í Reykjavík síðdegis í dag. Leyfi landeiganda komi að hennar sögn ekki í staðin fyrir leyfi frá Umhverfisstofnun eða yfirvöldum. Slíkt leyfi breyti engu. Ekki svo einfalt að ummerkin skolist burt Einhverjir hafa bent á að spyrnan hafi átt sér stað í sandfjöru og að ummerki skolist burt þegar næsta alda ríði yfir sandana. Sigrún segir málið ekki svo einfalt. „Það er ekki endilega alveg svo einfalt að þetta skolist bara burt. Það er alveg skýrt í lögum að akstur utan vega er bannaður alls staðar, það eru tilteknar undantekningar er varðar frosna jörð og snjó og það er bara tæmandi talið í lögum og reglugerðum,“ segir Sigrún. „Það á engin undantekning við fjöru og ef heimildir eru veittar til svona verkefna er reynt að takmarka áhrifin sem allra mest og skipuleggja það fyrirfram, þannig að áhrifin séu sem minnst. Og utanumhaldið gott og merkingar og annað slíkt. Síðan er sér ákvæði um frágang.“ Hún segir að ef leyfi landeiganda nægði myndi það gera lagalínur mjög óskýrar. „Ég held að við værum komin með ansi óskýrar línur í lagaumhverfi ef við værum með það þannig að það væri á valdi hvers eiganda að heimila akstur utan vega. Undirlagið er mjög misjafnlega gott auðvitað, þarna er verið að fjalla um það að þarna séu sandfjörur þannig að það hefði mátt skoða það að gefa leyfi fyrir þetta þarna,“ segir Sigrún. Það eigi hins vegar ekki við alls staðar. „Síðan er undirlag víða þannig að það kemur ekki til greina, segjum að við séum til að mynda með mosasvæði, það er bara metið í hverju tilviki fyrir sig og ekki hægt að segja endilega nákvæmlega fyrirfram hvernig það getur verið.“ Hún segir að málið sé ekki búið. Samtal þurfi að eiga sér stað milli Umhverfisstofnunar og True North. „Ég held að það sé nauðsynlegt að fara yfir þetta. Ég hef haft samband við fyrirtækið og við munum eiga samtal í kjölfar þessa geri ég ráð fyrir,“ segir Sigrún. „Langoftast er það þannig að það er gengið mjög vel frá. Hvort sem við erum að tala um að sé skilið eftir í betra ástandi skal ég ekki segja til um en langoftast er gengið frá mjög vel þannig að þetta er bara undantekning.“
Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24 Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. 27. júlí 2021 18:24
Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. 27. júlí 2021 15:34