Apple hagnaðist um 2,7 billjónir króna Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2021 22:06 iPhone 12 hefur selst gífurlega vel. EPA/ALEX PLAVEVSKI Nýtt ársjórðungsuppgjör tæknirisans Apple, verðmætasta fyrirtækis heims, fór töluvert fram úr væntingum fjárfesta. Tekjur voru mun hærri en talið var og jukust um meira en þriðjung á milli ára. Þá jókst sala iPhone-síma um nærri því helming. Uppgjörið sem um ræðir nær yfir þriðja ársfjórðung uppgjörsárs Apple sem endar í lok júní. Tekjur fyrirtækisins á ársfjórðungnum voru 81,41 milljarður dala, sem er 36 prósenta hækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Lauslega reiknað er 81,41 milljarður dala um það bil 10,3 billjónir króna (10.300.000.000.000). Heildarhagnaður Apple á fjórðungnum var 21,7 milljarðar dala, sem samsvarar um 2,7 billjónum króna. Til samanburðar má benda á að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 var 2,9 billjónir króna, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Hagnaður á hvern hlut var 1,3 dalir. Í tilkynningu frá Apple segir að stjórn fyrirtækisins hafi ákveðið að arðgreiðslur yrðu 0,22 dalir á hlut. Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi búist við rétt rúmlega einum dali í hagnað á hlut og 73,3 milljarða tekjum. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli við uppgjör Apple er þó að sala iPhone síma jókst um 49,78 prósent á milli ára. Er þar er að mestu um góða sölu á iPhone 12 að ræða. Góður vöxtur í Kína og Ameríku Þá vegnaði Apple mjög vel á markaðssvæði Kína, sem telur Taívan og Hong Kong með. Sölutekjur þar voru 14,76 milljarðar dala, sem samsvarar 58 prósenta aukning á milli ára. Í Ameríku voru sölutekjur 39,57 prósent og er það aukning um tæp 33 prósent. Sölutekjur allra vara fyrirtækisins jukust um meira en tólf prósent á þriðja ársfjórðungi. Áhugasamir geta séð frekari tölfræði um ársfjórðungsuppgjörið, sem endaði þann 26. júní, hér á vef Apple. Í tilkynningu Apple er haft eftir Tim Cook, forstjóra Apple, að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi séð mikla aukningu í því að fólk hafi verið að skipta úr Android-síma, yfir í iPhone. Þá er líklegt að fjórðungurinn hefði orðið enn betri fyrir fyrirtækið ef það hefði ekki orðið fyrir barðinu á skorti á hálfleiðurum, sem hefur komið niður á framleiðslu um heiminn allan. Sá skortur kom mest niður á framleiðslu Mac-tölva og spjaldtölva Apple, samkvæmt Cook. Hann segir einnig að skorturinn hafi ekki komið jafn mikið niður á rekstrinum og óttast var. Uppfært: Áður stóð að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 hefði verið 1,5 billjón króna. Það var ekki rétt. Apple Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Uppgjörið sem um ræðir nær yfir þriðja ársfjórðung uppgjörsárs Apple sem endar í lok júní. Tekjur fyrirtækisins á ársfjórðungnum voru 81,41 milljarður dala, sem er 36 prósenta hækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Lauslega reiknað er 81,41 milljarður dala um það bil 10,3 billjónir króna (10.300.000.000.000). Heildarhagnaður Apple á fjórðungnum var 21,7 milljarðar dala, sem samsvarar um 2,7 billjónum króna. Til samanburðar má benda á að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 var 2,9 billjónir króna, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Hagnaður á hvern hlut var 1,3 dalir. Í tilkynningu frá Apple segir að stjórn fyrirtækisins hafi ákveðið að arðgreiðslur yrðu 0,22 dalir á hlut. Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi búist við rétt rúmlega einum dali í hagnað á hlut og 73,3 milljarða tekjum. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli við uppgjör Apple er þó að sala iPhone síma jókst um 49,78 prósent á milli ára. Er þar er að mestu um góða sölu á iPhone 12 að ræða. Góður vöxtur í Kína og Ameríku Þá vegnaði Apple mjög vel á markaðssvæði Kína, sem telur Taívan og Hong Kong með. Sölutekjur þar voru 14,76 milljarðar dala, sem samsvarar 58 prósenta aukning á milli ára. Í Ameríku voru sölutekjur 39,57 prósent og er það aukning um tæp 33 prósent. Sölutekjur allra vara fyrirtækisins jukust um meira en tólf prósent á þriðja ársfjórðungi. Áhugasamir geta séð frekari tölfræði um ársfjórðungsuppgjörið, sem endaði þann 26. júní, hér á vef Apple. Í tilkynningu Apple er haft eftir Tim Cook, forstjóra Apple, að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi séð mikla aukningu í því að fólk hafi verið að skipta úr Android-síma, yfir í iPhone. Þá er líklegt að fjórðungurinn hefði orðið enn betri fyrir fyrirtækið ef það hefði ekki orðið fyrir barðinu á skorti á hálfleiðurum, sem hefur komið niður á framleiðslu um heiminn allan. Sá skortur kom mest niður á framleiðslu Mac-tölva og spjaldtölva Apple, samkvæmt Cook. Hann segir einnig að skorturinn hafi ekki komið jafn mikið niður á rekstrinum og óttast var. Uppfært: Áður stóð að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 hefði verið 1,5 billjón króna. Það var ekki rétt.
Apple Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira