Karl Gauti hefur setið á þingi undanfarið kjörtímabil fyrir Suðurkjördæmi en hann var fyrst í Flokki fólksins. Hann sagði svo skilið við flokkinn undir lok árs 2018 og gekk síðar til liðs við Miðflokkinn.
Í þriðja sæti á listanum er Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson, nemi og aðstoðarbyggingarstjóri. Þar á eftir í fjórða sæti er Arnhildur Ásdís Kolbeins fjármálastjóri.
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, situr í heiðurssæti á listanum en hann tilkynnti fyrr í vor að hann hygðist ekki gefa kost á sér á þing í haust.
Allan listann má sjá hér að neðan:
- Karl Gauti Hjaltason, Kópavogi
- Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Garðabæ
- Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson, Kópavogi
- Arnhildur Ásdís Kolbeins, Hafnarfirði
- Sveinn Óskar Sigurðsson, Mosfellsbæ
- Hafliði Ingason, Hafnarfirði
- Elías Leví Elíasson, Mosfellsbæ
- Íris Kristína Óttarsdóttir, Garðabæ
- Þórunn Magnea Jónsdóttir, Mosfellsbæ
- Brynjar Vignir Sigurjónsson, Mosfellsbæ
- Haraldur Anton Haraldsson, Kópavogi
- Kolbeinn Helgi Kristjánsson, Mosfellsbæ
- Jón Kristján Brynjarsson, Garðabæ
- Þorleifur Andri Harðarson, Mosfellsbæ
- Katrín Eliza Bernhöft, Kópavogi
- Elena Alda Árnason, Garðabæ
- Valborg Anna Ólafsdóttir, Mosfellsbæ
- Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Kópavogi
- Bryndís Þorsteinsdóttir, Garðabæ
- Smári Guðmundsson, Seltjarnarnesi
- Ásbjörn Baldursson, Kópavogi
- Helena Helma Markan, Seltjarnarnesi
- Aðalsteinn J. Magnússon, Garðabæ
- Alexandra Einarsdóttir, Hafnarfirði
- Sigrún Aspelund, Garðabæ
- Gunnar Bragi Sveinsson, Reykjavík