Telja að innan við eitt prósent bólusettra sem smitist þurfi innlögn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. júlí 2021 20:00 Alma Möller landlæknir segir að há smittíðni ráðist af bólusettum sem hafi smitast og smiti aðra. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna innanlands og í gær eða 123 og voru 88 utan sóttkvíar. Langflestir hafa smitast af öðrum Íslendingum að sögn yfirlögregluþjóns. Ekki hefur tekist að rekja smit allra innanlands vegna gríðarlegrar fjölgunar síðustu daga. Til samanburðar greindust flestir í þriðju bylgju veirunnar í september 2020, eða 99, og 106 manns þegar faraldurinn var í mestri siglingu í mars í fyrra. Sex sjúklingar eru á spítala vegna Covid. Nú eru 745 í einangrun þar af 74 börn. Og um 2.030 manns í sóttkví. Langflestir smitaðra hafa verið bólusettir og eru með Delta-afbrigði kórónuveirunnar en það hefur reynst skæðara en önnur afbrigði veirunnar. Það þykir þó sýnt að bólusetningin virkar. „Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra er hærra en almennt gerist og gengur í samfélaginu sem sýnir að bólusetningin er að gera sitt gagn,“ segir Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi Almannavarna í morgun. „Bólusettir geta fengið veiruna í sig og geta smitað aðra. Það er þess vegna sem við erum í þessari stöðu að vera með háa smittíðni,“ sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum. Bakvarðasveitin verið virkjuð á ný í heilbrigðisþjónustu vegna mikils álags. Þá hefur verið í ljósi stöðu faraldursins að bjóða barnshafandi konum bólusetningu. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort að herða þurfi aðgerðir en það veltur á hversu margir veikjast alvarlega. „Við vitum ekki hvaða hlutfall bólusettra sem veikjast munu þurfa spítalainnlögn. Við erum að áætla eins og er að það geti verið 0,5 til 1 prósent,“ sagði Alma. Ljóst er að einhverjir þurfa að fá þriðju bólusetninguna með bóluefni Pfizer. „Við höfum náttúrulega ekki safnað upp einhverjum lager af bóluefnum af því að við erum tiltölulega nýbúin að klára okkar stóra bólusetningarátak. Það eru áfram að tínast inn sendingar til landsins,“ sagði Kamilla í dag. Þá þurfi mögulega að bólusetja þá sem hafa fengið Jansen aftur. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að ekki hafi tekist að rekja öll smit. „Við erum með hópa þar sem við finnum ekki hvaðan upprunalega smitið kemur þó að í sumum tilfellum höfum við fundið það en í allt of mörgum tilfellum sjáum við það ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, í samtali við fréttastofu í dag. Það heyrir til undantekninga að ferðamenn beri smit til landsins. „Það eru langmest Íslendingar að smita. Hitt er undantekningartilfelli,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir mörg smit um borð Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. 27. júlí 2021 18:00 „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40 123 smit greind í gær: Aldrei fleiri greinst á einum degi Nú liggur fyrir að fjöldi innanlandsmita í gær reyndist 123 talsins eftir að farið hefur verið yfir öll sýnin sem tekin voru í gær. Tvö smit greindust á landamærunum. 27. júlí 2021 16:26 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Til samanburðar greindust flestir í þriðju bylgju veirunnar í september 2020, eða 99, og 106 manns þegar faraldurinn var í mestri siglingu í mars í fyrra. Sex sjúklingar eru á spítala vegna Covid. Nú eru 745 í einangrun þar af 74 börn. Og um 2.030 manns í sóttkví. Langflestir smitaðra hafa verið bólusettir og eru með Delta-afbrigði kórónuveirunnar en það hefur reynst skæðara en önnur afbrigði veirunnar. Það þykir þó sýnt að bólusetningin virkar. „Hlutfall óbólusettra meðal smitaðra er hærra en almennt gerist og gengur í samfélaginu sem sýnir að bólusetningin er að gera sitt gagn,“ segir Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, á upplýsingafundi Almannavarna í morgun. „Bólusettir geta fengið veiruna í sig og geta smitað aðra. Það er þess vegna sem við erum í þessari stöðu að vera með háa smittíðni,“ sagði Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundinum. Bakvarðasveitin verið virkjuð á ný í heilbrigðisþjónustu vegna mikils álags. Þá hefur verið í ljósi stöðu faraldursins að bjóða barnshafandi konum bólusetningu. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort að herða þurfi aðgerðir en það veltur á hversu margir veikjast alvarlega. „Við vitum ekki hvaða hlutfall bólusettra sem veikjast munu þurfa spítalainnlögn. Við erum að áætla eins og er að það geti verið 0,5 til 1 prósent,“ sagði Alma. Ljóst er að einhverjir þurfa að fá þriðju bólusetninguna með bóluefni Pfizer. „Við höfum náttúrulega ekki safnað upp einhverjum lager af bóluefnum af því að við erum tiltölulega nýbúin að klára okkar stóra bólusetningarátak. Það eru áfram að tínast inn sendingar til landsins,“ sagði Kamilla í dag. Þá þurfi mögulega að bólusetja þá sem hafa fengið Jansen aftur. Yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að ekki hafi tekist að rekja öll smit. „Við erum með hópa þar sem við finnum ekki hvaðan upprunalega smitið kemur þó að í sumum tilfellum höfum við fundið það en í allt of mörgum tilfellum sjáum við það ekki,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, í samtali við fréttastofu í dag. Það heyrir til undantekninga að ferðamenn beri smit til landsins. „Það eru langmest Íslendingar að smita. Hitt er undantekningartilfelli,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir mörg smit um borð Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. 27. júlí 2021 18:00 „Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40 123 smit greind í gær: Aldrei fleiri greinst á einum degi Nú liggur fyrir að fjöldi innanlandsmita í gær reyndist 123 talsins eftir að farið hefur verið yfir öll sýnin sem tekin voru í gær. Tvö smit greindust á landamærunum. 27. júlí 2021 16:26 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir mörg smit um borð Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. 27. júlí 2021 18:00
„Við hljótum að halda niðri í okkur andanum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hvetur til þess að ráðist verði í mikla bólusetningarherferð hér á landi, í senn á meðal þeirra sem ekkert bóluefni hafa fengið, þeirra sem fengu Janssen og þeirra sem eldri eru og hafa þegar fengið tvær sprautur. Sömuleiðis eigi að hugleiða alvarlega að bólusetja börnin. 27. júlí 2021 16:40
123 smit greind í gær: Aldrei fleiri greinst á einum degi Nú liggur fyrir að fjöldi innanlandsmita í gær reyndist 123 talsins eftir að farið hefur verið yfir öll sýnin sem tekin voru í gær. Tvö smit greindust á landamærunum. 27. júlí 2021 16:26