Ófrískar konur kallaðar í bólusetningu vegna ástandsins Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 09:53 Bólusetningarnar fara að þessu sinni ekki fram í Laugardalshöll, heldur á Suðurlandsbraut 34, þar sem skimanir hafa staðið yfir undanfarið. Vísir/Sigurjón Ófrískum konum verður boðin bólusetning við Covid-19 á fimmtudaginn. Framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni segir að ástand faraldursins kalli á þessa ráðstöfun og hvetur konur til að þiggja bólusetninguna. Ófrískar konur sem komnar eru lengra en 12 vikur á leið geta mætt á Suðurlandsbraut 34 á fimmtudaginn og þegið bólusetningu við veirunni. Verður þeim boðið bóluefni Pfizer. Raðað er inn á daginn eftir fæðingarmánuðum kvennanna. Konur fæddar í janúar og febrúar geta mætt á milli 9 og 10, í mars og apríl á milli 10 og 11, og þannig koll af kolli. Þetta verður skýrt nánar á vef Heilsugæslunnar í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta hafi verið ákveðið eftir því sem stjórnvöld gerðu sér grein fyrir að smituðum fjölgaði svona ört. „Það er eins og alltaf að maður metur áhættu af einhverju inngripi, hér bólusetningu, á móti gagnseminni. Nú þegar svona mikið smit er í samfélaginu eru bara aðrar forsendur heldur en fyrr á árinu þegar það var mjög lítið smit í samfélaginu. Þetta er í samræmi við það sem Evrópuþjóðir eru að gera. Þetta er unnið af okkar færustu sérfræðingum, kvensjúkdómalæknum og sóttvarnalækni,“ segir Sigríður. Víða í Evrópu hefur ófrískum konum þegar verið boðin bólusetning, en hér á landi var það framan af varúðarráðstöfun að sleppa þessu inngripi í heilsu ófrískra kvenna, eins og gert er með fjölda annarra læknisráða. Nú hvetur heilsugæslan konurnar til að þiggja bólusetninguna. „Eftir tólf vikna meðgöngu þá gerum við það. Það er bara þannig ástand í samfélaginu að það er full ástæða til. Þetta var meira almenn varúðarráðstöfun sem almennt gildir um lyfjagjöf á meðgöngu en núna er ástæða til að endurskoða það,“ segir Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Ófrískar konur sem komnar eru lengra en 12 vikur á leið geta mætt á Suðurlandsbraut 34 á fimmtudaginn og þegið bólusetningu við veirunni. Verður þeim boðið bóluefni Pfizer. Raðað er inn á daginn eftir fæðingarmánuðum kvennanna. Konur fæddar í janúar og febrúar geta mætt á milli 9 og 10, í mars og apríl á milli 10 og 11, og þannig koll af kolli. Þetta verður skýrt nánar á vef Heilsugæslunnar í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta hafi verið ákveðið eftir því sem stjórnvöld gerðu sér grein fyrir að smituðum fjölgaði svona ört. „Það er eins og alltaf að maður metur áhættu af einhverju inngripi, hér bólusetningu, á móti gagnseminni. Nú þegar svona mikið smit er í samfélaginu eru bara aðrar forsendur heldur en fyrr á árinu þegar það var mjög lítið smit í samfélaginu. Þetta er í samræmi við það sem Evrópuþjóðir eru að gera. Þetta er unnið af okkar færustu sérfræðingum, kvensjúkdómalæknum og sóttvarnalækni,“ segir Sigríður. Víða í Evrópu hefur ófrískum konum þegar verið boðin bólusetning, en hér á landi var það framan af varúðarráðstöfun að sleppa þessu inngripi í heilsu ófrískra kvenna, eins og gert er með fjölda annarra læknisráða. Nú hvetur heilsugæslan konurnar til að þiggja bólusetninguna. „Eftir tólf vikna meðgöngu þá gerum við það. Það er bara þannig ástand í samfélaginu að það er full ástæða til. Þetta var meira almenn varúðarráðstöfun sem almennt gildir um lyfjagjöf á meðgöngu en núna er ástæða til að endurskoða það,“ segir Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent