Ófrískar konur kallaðar í bólusetningu vegna ástandsins Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 09:53 Bólusetningarnar fara að þessu sinni ekki fram í Laugardalshöll, heldur á Suðurlandsbraut 34, þar sem skimanir hafa staðið yfir undanfarið. Vísir/Sigurjón Ófrískum konum verður boðin bólusetning við Covid-19 á fimmtudaginn. Framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni segir að ástand faraldursins kalli á þessa ráðstöfun og hvetur konur til að þiggja bólusetninguna. Ófrískar konur sem komnar eru lengra en 12 vikur á leið geta mætt á Suðurlandsbraut 34 á fimmtudaginn og þegið bólusetningu við veirunni. Verður þeim boðið bóluefni Pfizer. Raðað er inn á daginn eftir fæðingarmánuðum kvennanna. Konur fæddar í janúar og febrúar geta mætt á milli 9 og 10, í mars og apríl á milli 10 og 11, og þannig koll af kolli. Þetta verður skýrt nánar á vef Heilsugæslunnar í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta hafi verið ákveðið eftir því sem stjórnvöld gerðu sér grein fyrir að smituðum fjölgaði svona ört. „Það er eins og alltaf að maður metur áhættu af einhverju inngripi, hér bólusetningu, á móti gagnseminni. Nú þegar svona mikið smit er í samfélaginu eru bara aðrar forsendur heldur en fyrr á árinu þegar það var mjög lítið smit í samfélaginu. Þetta er í samræmi við það sem Evrópuþjóðir eru að gera. Þetta er unnið af okkar færustu sérfræðingum, kvensjúkdómalæknum og sóttvarnalækni,“ segir Sigríður. Víða í Evrópu hefur ófrískum konum þegar verið boðin bólusetning, en hér á landi var það framan af varúðarráðstöfun að sleppa þessu inngripi í heilsu ófrískra kvenna, eins og gert er með fjölda annarra læknisráða. Nú hvetur heilsugæslan konurnar til að þiggja bólusetninguna. „Eftir tólf vikna meðgöngu þá gerum við það. Það er bara þannig ástand í samfélaginu að það er full ástæða til. Þetta var meira almenn varúðarráðstöfun sem almennt gildir um lyfjagjöf á meðgöngu en núna er ástæða til að endurskoða það,“ segir Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Ófrískar konur sem komnar eru lengra en 12 vikur á leið geta mætt á Suðurlandsbraut 34 á fimmtudaginn og þegið bólusetningu við veirunni. Verður þeim boðið bóluefni Pfizer. Raðað er inn á daginn eftir fæðingarmánuðum kvennanna. Konur fæddar í janúar og febrúar geta mætt á milli 9 og 10, í mars og apríl á milli 10 og 11, og þannig koll af kolli. Þetta verður skýrt nánar á vef Heilsugæslunnar í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta hafi verið ákveðið eftir því sem stjórnvöld gerðu sér grein fyrir að smituðum fjölgaði svona ört. „Það er eins og alltaf að maður metur áhættu af einhverju inngripi, hér bólusetningu, á móti gagnseminni. Nú þegar svona mikið smit er í samfélaginu eru bara aðrar forsendur heldur en fyrr á árinu þegar það var mjög lítið smit í samfélaginu. Þetta er í samræmi við það sem Evrópuþjóðir eru að gera. Þetta er unnið af okkar færustu sérfræðingum, kvensjúkdómalæknum og sóttvarnalækni,“ segir Sigríður. Víða í Evrópu hefur ófrískum konum þegar verið boðin bólusetning, en hér á landi var það framan af varúðarráðstöfun að sleppa þessu inngripi í heilsu ófrískra kvenna, eins og gert er með fjölda annarra læknisráða. Nú hvetur heilsugæslan konurnar til að þiggja bólusetninguna. „Eftir tólf vikna meðgöngu þá gerum við það. Það er bara þannig ástand í samfélaginu að það er full ástæða til. Þetta var meira almenn varúðarráðstöfun sem almennt gildir um lyfjagjöf á meðgöngu en núna er ástæða til að endurskoða það,“ segir Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Fleiri fréttir Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Sjá meira
Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00