Stærðfræðidoktor vann fyrsta ÓL-gull Austurríkis í hjólreiðum í meira en öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 15:01 Anna Kiesenhofer kemur hér í mark sem nýr Ólympíumeistari. AP/Christophe Ena Stærðfræðingar eru vanir að vinna einir að lausn sinna vandamála og einn af nýjum Ólympíumeisturunum í Tókýó vill enga hjálp frá þjálfurum eða öðrum sérfræðingum þegar hún stundar sína íþrótt. Hún þorir að vera öðruvísi og það skilaði henni sögulegu Ólympíugulli. Anna Kiesenhofer endaði langa bið Austurríkismanna eftir Ólympíugulli á sumarleikum þegar hún vann götuhjólreiðar kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Austurríkismenn höfðu ekki unnið gull á sumarleikum síðan í Aþenu 2004 þar til að Kiesenhofer fagnaði sigri. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta var enn fremur fyrsta Ólympíugull Austurríkis í meira en heila öld eða síðan þeir eignuðust Ólympíumeistara á leikunum 1896. Adolf Schmal vann þá tólf tíma hjólreiðakeppni. Hin þrítuga Kiesenhofer er doktor í stærðfræði frá Polytechnic háskólanum í Katalóníu en hún kláraði námið árið 2016. Hún gerðist ekki atvinnumaður fyrr en árið eftir. Kiesenhofer keppti í þríþraut og tvíþraut frá 2011 til 2013 en varð að leggja hlaupin á hilluna árið 2014 eftir meiðsli. Hún hefur síðan einbeitt sér að hjólreiðunum. Sigur hennar á þessum Ólympíuleikum kom nánast öllum á óvart enda var enginn að tala um hana fyrir keppnina. WOW Anna Kiesenhofer, the amateur mathematician rider, rode off with an improbable Olympic gold medal. Why? She has a PhD in math, never won a major event, manages own training, teaches university, team=herself, doesn t have coach or pro contract! https://t.co/2K2AYB6FCP pic.twitter.com/CMVKAMqTMX— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 26, 2021 Fyrir keppnina voru fróðir menn að velta fyrir sér hvort ríkjandi Ólympíumeistari Anna van der Breggen, fyrrum bronshafinn Elisa Longo Borghini, hin breska Lizzie Deignan, hin þýska Lisa Brennauer og fyrrum heimsmeistarinn Annemiek van Vleuten myndu berjast um gullið. Kiesenhofer var aftur á móti í nokkrum sérflokki á hinni 147 kílómetra braut og kom í mark 75 sekúndum á undan Van Vleuten. Sigur Önnu kom svo mikið á óvart að Van Vleuten hélt að hún hefði unnið gullið þegar hún kom í markið. Kiesenhofer hefur samt ekki verið hluti af liði undanfarin ár og hefur frekar valið það að æfa ein. „Ég vil vera sjálfstæð og taka mínar eigin ákvarðanir um æfingaáætlun, keppnir og svo framvegis,“ sagði Anna Kiesenhofer sem skipuleggur allt sjálf. Austria's Anna Kiesenhofer stunned the world with her incredible victory in the Women's Road Race Final #OlympicMoments Presented by @VisaCA pic.twitter.com/mwVZRsNugl— CBC Olympics (@CBCOlympics) July 25, 2021 „Sem stærðfræðingur þá er ég vön að leysa öll vandamál sjálf og þannig nálgast ég hjólreiðarnar. Margir hjólreiðamenn hafa fólk sem gerir það fyrir þau. Þau hafa þjálfara, næringarfræðing og einhvern sem skipuleggur keppnirnar. Ég geri þetta allt sjálf,“ sagði Anna en hver er lykillinn að árangri hennar. „Ég þori að vera öðruvísi. Ég hef aðra nálgun og það þýðir líka að ég er óútreiknanleg sem sást í þessari keppni. Fólk bjóst ekki við því að ég myndi vinna,“ sagði Anna. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hjólreiðar Austurríki Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Anna Kiesenhofer endaði langa bið Austurríkismanna eftir Ólympíugulli á sumarleikum þegar hún vann götuhjólreiðar kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó. Austurríkismenn höfðu ekki unnið gull á sumarleikum síðan í Aþenu 2004 þar til að Kiesenhofer fagnaði sigri. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Þetta var enn fremur fyrsta Ólympíugull Austurríkis í meira en heila öld eða síðan þeir eignuðust Ólympíumeistara á leikunum 1896. Adolf Schmal vann þá tólf tíma hjólreiðakeppni. Hin þrítuga Kiesenhofer er doktor í stærðfræði frá Polytechnic háskólanum í Katalóníu en hún kláraði námið árið 2016. Hún gerðist ekki atvinnumaður fyrr en árið eftir. Kiesenhofer keppti í þríþraut og tvíþraut frá 2011 til 2013 en varð að leggja hlaupin á hilluna árið 2014 eftir meiðsli. Hún hefur síðan einbeitt sér að hjólreiðunum. Sigur hennar á þessum Ólympíuleikum kom nánast öllum á óvart enda var enginn að tala um hana fyrir keppnina. WOW Anna Kiesenhofer, the amateur mathematician rider, rode off with an improbable Olympic gold medal. Why? She has a PhD in math, never won a major event, manages own training, teaches university, team=herself, doesn t have coach or pro contract! https://t.co/2K2AYB6FCP pic.twitter.com/CMVKAMqTMX— Eric Feigl-Ding (@DrEricDing) July 26, 2021 Fyrir keppnina voru fróðir menn að velta fyrir sér hvort ríkjandi Ólympíumeistari Anna van der Breggen, fyrrum bronshafinn Elisa Longo Borghini, hin breska Lizzie Deignan, hin þýska Lisa Brennauer og fyrrum heimsmeistarinn Annemiek van Vleuten myndu berjast um gullið. Kiesenhofer var aftur á móti í nokkrum sérflokki á hinni 147 kílómetra braut og kom í mark 75 sekúndum á undan Van Vleuten. Sigur Önnu kom svo mikið á óvart að Van Vleuten hélt að hún hefði unnið gullið þegar hún kom í markið. Kiesenhofer hefur samt ekki verið hluti af liði undanfarin ár og hefur frekar valið það að æfa ein. „Ég vil vera sjálfstæð og taka mínar eigin ákvarðanir um æfingaáætlun, keppnir og svo framvegis,“ sagði Anna Kiesenhofer sem skipuleggur allt sjálf. Austria's Anna Kiesenhofer stunned the world with her incredible victory in the Women's Road Race Final #OlympicMoments Presented by @VisaCA pic.twitter.com/mwVZRsNugl— CBC Olympics (@CBCOlympics) July 25, 2021 „Sem stærðfræðingur þá er ég vön að leysa öll vandamál sjálf og þannig nálgast ég hjólreiðarnar. Margir hjólreiðamenn hafa fólk sem gerir það fyrir þau. Þau hafa þjálfara, næringarfræðing og einhvern sem skipuleggur keppnirnar. Ég geri þetta allt sjálf,“ sagði Anna en hver er lykillinn að árangri hennar. „Ég þori að vera öðruvísi. Ég hef aðra nálgun og það þýðir líka að ég er óútreiknanleg sem sást í þessari keppni. Fólk bjóst ekki við því að ég myndi vinna,“ sagði Anna.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Hjólreiðar Austurríki Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira