Hyggst sniðganga Play eftir erfiða reynslu sona sinna Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2021 22:40 Ragnar Bragason ætlar ekki út að leika með Play. Vísir - Eydís Björk Guðmundsdóttir Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ragnar Bragason ber flugfélaginu Play ekki vel söguna og hyggst sniðganga félagið eftir að ungum sonum hans var meinað að fara um borð í vél þess til Kaupmannahafnar í dag. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða. Ragnar segir að hrakfarirnar hafi byrjað þegar drengirnir áttuðu sig á því að vegabréfin þeirra hafi runnið út fyrr í vikunni. Eftir umleitan bræðranna fengust þær upplýsingar hjá lögreglu að nóg væri að vera með gild persónuskilríki í ferðum innan Schengen-svæðisins og engin skilyrði um vegabréf væri að finna í íslenskum lögum eða reglugerðum. Því ætti ökuskírteini að duga til að þeim yrði hleypt um borð í vélina til Danmerkur. Þegar þeir mættu á Keflavíkurflugvöll var þó raunin önnur og segir Ragnar að starfsfólk Play í brottfarasal hafi hafnað því alfarið að nóg væri að framvísa ökuskírteini og vísað til reglna flugfélagsins. Enduðu á að kaupa nýja flugmiða „Nú voru góð ráð dýr. Synir mínir skottast í örvæntingu yfir á borð Icelandair og bingo. Þar er íslenskum lögum einfaldlega fylgt og engin krafa um vegabréf innan Schengen. Þar punguðu þeir leiðir út á annað hundrað þúsund fyrir flug sem fór klukkutíma síðar,“ segir Ragnar í færslu á Facebook-síðu sinni og fer ófögrum orðum um hið nýja flugfélag. Í skriflegu svari Play til fréttastofu segir að það sé ekki stefna félagsins að hafna umræddum persónuskilríkjum við þessar aðstæður þar sem samningar á milli Norðurlandanna geri meðal annars ráð fyrir að slík skilríki dugi. „Hér virðist því hafa orðið misskilningur á milli okkar og starfsmanna flugvallarins. Við munum að sjálfsögðu leiðrétta hann og um leið tryggja að þetta endurtaki sig ekki. Við munum síðan leita leiða til að koma til móts við umrædda viðskiptavini, enda ljóst að þetta er ekki upplifun í anda þess sem PLAY stendur fyrir.“ Ragnar tjáði sig um atvikið á Facebooksíðu sinni en hefur síðan fjarlægt innleggið af vegg sínum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Neytendur Play Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Ragnar segir að hrakfarirnar hafi byrjað þegar drengirnir áttuðu sig á því að vegabréfin þeirra hafi runnið út fyrr í vikunni. Eftir umleitan bræðranna fengust þær upplýsingar hjá lögreglu að nóg væri að vera með gild persónuskilríki í ferðum innan Schengen-svæðisins og engin skilyrði um vegabréf væri að finna í íslenskum lögum eða reglugerðum. Því ætti ökuskírteini að duga til að þeim yrði hleypt um borð í vélina til Danmerkur. Þegar þeir mættu á Keflavíkurflugvöll var þó raunin önnur og segir Ragnar að starfsfólk Play í brottfarasal hafi hafnað því alfarið að nóg væri að framvísa ökuskírteini og vísað til reglna flugfélagsins. Enduðu á að kaupa nýja flugmiða „Nú voru góð ráð dýr. Synir mínir skottast í örvæntingu yfir á borð Icelandair og bingo. Þar er íslenskum lögum einfaldlega fylgt og engin krafa um vegabréf innan Schengen. Þar punguðu þeir leiðir út á annað hundrað þúsund fyrir flug sem fór klukkutíma síðar,“ segir Ragnar í færslu á Facebook-síðu sinni og fer ófögrum orðum um hið nýja flugfélag. Í skriflegu svari Play til fréttastofu segir að það sé ekki stefna félagsins að hafna umræddum persónuskilríkjum við þessar aðstæður þar sem samningar á milli Norðurlandanna geri meðal annars ráð fyrir að slík skilríki dugi. „Hér virðist því hafa orðið misskilningur á milli okkar og starfsmanna flugvallarins. Við munum að sjálfsögðu leiðrétta hann og um leið tryggja að þetta endurtaki sig ekki. Við munum síðan leita leiða til að koma til móts við umrædda viðskiptavini, enda ljóst að þetta er ekki upplifun í anda þess sem PLAY stendur fyrir.“ Ragnar tjáði sig um atvikið á Facebooksíðu sinni en hefur síðan fjarlægt innleggið af vegg sínum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Neytendur Play Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur