Unnið að því að stoppa í þá leka sem leiddu til alvarlegrar hópsýkingar á Landakoti í fyrra: Sjúklingar skimaðir vikulega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 20:01 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Egill Formaður farsóttanefndar Landspítala vonar að búið sé að stoppa í þá leka sem leiddu til alvarlegrar hópsýkingar á Landakoti í fyrra. Nýjum loftræstibúnaði hefur meðal annars verið komið fyrir og sjúklingar verða skimaðir vikulega. 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust smitaðir og yfir tíu sjúklingar létust þegar hópsýking kom þar upp í október og nóvember í fyrra. Landlæknisembættið rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting hefði verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni. Sjá einnig: Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að búið sé að stoppa í þá leka sem auðkenndir voru í skýrslunni. „Í fyrsta lagi þá er ein deildin sem hefur verið tekin í notkun eftir gagngerða endurnýjun. Þar er fullkominn loftræstibúnaður og öll aðstaða bæði sjúklinga og starfsmanna framúrskarandi. Síðan erum við að skima alla vikulega sem eru inniliggjandi á Landakoti og Vífilstöðum og reyndar á fleiri deilum þannig það ætti að hjálpa okkur að greina tilfelli fyrr,“ sagði Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala. Unnið að úrbótum Slík reglubundin skimun hefur ekki verið framkvæmd á Landakoti áður. Már segir að húsnæðið og starfsemin bjóði ekki upp á fullkomna hólfaskiptingu. „Það eru ákveðnir þættir í eðli endurhæfingarstarfsins sem fer fram á öldrunardeildunum sem gerir alla hólfaskiptingu mjög önuga. Hins vegar voru þættir þarna eins og aðstaða starfsmanna sem má bæta þannig það eru þættir þarna í þessari svokölluðu hólfaskiptingu sem má betrumbæta.“ Unnið er að úrbótum á aðstöðu starfsmanna með tilliti til hólfaskiptingar. „Þetta er allt saman okkur í fesrku minni þannig við erum að reyna að draga úr öllum smitleiðum sem við getum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust smitaðir og yfir tíu sjúklingar létust þegar hópsýking kom þar upp í október og nóvember í fyrra. Landlæknisembættið rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting hefði verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni. Sjá einnig: Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að búið sé að stoppa í þá leka sem auðkenndir voru í skýrslunni. „Í fyrsta lagi þá er ein deildin sem hefur verið tekin í notkun eftir gagngerða endurnýjun. Þar er fullkominn loftræstibúnaður og öll aðstaða bæði sjúklinga og starfsmanna framúrskarandi. Síðan erum við að skima alla vikulega sem eru inniliggjandi á Landakoti og Vífilstöðum og reyndar á fleiri deilum þannig það ætti að hjálpa okkur að greina tilfelli fyrr,“ sagði Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala. Unnið að úrbótum Slík reglubundin skimun hefur ekki verið framkvæmd á Landakoti áður. Már segir að húsnæðið og starfsemin bjóði ekki upp á fullkomna hólfaskiptingu. „Það eru ákveðnir þættir í eðli endurhæfingarstarfsins sem fer fram á öldrunardeildunum sem gerir alla hólfaskiptingu mjög önuga. Hins vegar voru þættir þarna eins og aðstaða starfsmanna sem má bæta þannig það eru þættir þarna í þessari svokölluðu hólfaskiptingu sem má betrumbæta.“ Unnið er að úrbótum á aðstöðu starfsmanna með tilliti til hólfaskiptingar. „Þetta er allt saman okkur í fesrku minni þannig við erum að reyna að draga úr öllum smitleiðum sem við getum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira