Ljósmyndasýning á Hvolsvelli opin allan sólarhringinn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júlí 2021 20:05 Baldur að fræða gesti um sýninguna en mikið er um hópa, sem mæta til að sjá sýninguna og virða myndirnar fyrir sér. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil aðsókn hefur verið að útiljósmyndasýningu í miðbæ Hvolsvallar í sumar en þar sýna áhugaljósmyndarar myndir sínar, sem allar eru teknar í héraði. Sýningin er opinn allan sólarhringinn. Það var Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, sem opnaði sýninguna formlega í byrjun sumars og eftir það hefur verið stöðugur straumur fólks, heimamanna og ferðamanna til að skoða sýninguna, sem kemur skemmtilega út í kringum trjágróðurinn í miðbæ Hvolsvallar. Það eru áhugaljósmyndarar í Ljósmyndaklúbbnum 860+, sem tóku allar myndirnar á sýningunni en þetta er ellefta árið í röð, sem klúbburinn stendur fyrir sýningu, sem þessari. Myndirnar eru teknar í Rangárvallasýslu af áhugaljósmyndurum í klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru stórglæsilegar myndir að vanda og við hvetjum auðvitað alla til að koma hér á Hvolsvöll í sumar og skoða þessi listaverk, þau eru mikið prýði fyrir miðbæinn,“ segir Lilja. „Sýningin í ár er mjög fjölbreytt og skemmtileg og skemmtileg uppsetning á henni. Við eigum nóg af ljósmyndurum en við erum 38 í klúbbnum en það er ekki nema 19 sýnendur núna. Sumir eru að æfa sig enn þá og ekki búnir að skila inn myndum,“ segir Baldur Ólafsson, sem á sæti í stjórn 860+ og á myndir á sýningunni. Stjórn 860+ ljósmyndaklúbbsins, sem sá meðal annars um að koma sýningunni upp en hún var opnuð formlega 18. júní af Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Baldur Ólafsson, Anna Björk Magnúsdóttir, Þorsteinn Valsson, Sveinbjörn Jónsson, Björn Á Guðlaugsson og Snorri Sævarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði náttúruljósmyndir, fuglalíf og dýralíf allskonar, það er bara mjög fjölbreytt úrval af myndum, snjór, vetur og sumar og fullt af öðrum, þetta er öll flóran. Það eru allir velkomnir, sýningin er opinn allan sólarhringinn, menn geta komið og skoðað þegar þeim hentar. Þetta er ekki sölusýning en ef einhver vill kaupa mynd þá getur hann sett sig í samband við okkur og hann getur örugglega fengið hana,“ bætir Baldur við. Myndunum er raðað skemmtilega upp innan um aspirnar í miðbænum á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Menning Ljósmyndun Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Það var Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri, sem opnaði sýninguna formlega í byrjun sumars og eftir það hefur verið stöðugur straumur fólks, heimamanna og ferðamanna til að skoða sýninguna, sem kemur skemmtilega út í kringum trjágróðurinn í miðbæ Hvolsvallar. Það eru áhugaljósmyndarar í Ljósmyndaklúbbnum 860+, sem tóku allar myndirnar á sýningunni en þetta er ellefta árið í röð, sem klúbburinn stendur fyrir sýningu, sem þessari. Myndirnar eru teknar í Rangárvallasýslu af áhugaljósmyndurum í klúbbnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru stórglæsilegar myndir að vanda og við hvetjum auðvitað alla til að koma hér á Hvolsvöll í sumar og skoða þessi listaverk, þau eru mikið prýði fyrir miðbæinn,“ segir Lilja. „Sýningin í ár er mjög fjölbreytt og skemmtileg og skemmtileg uppsetning á henni. Við eigum nóg af ljósmyndurum en við erum 38 í klúbbnum en það er ekki nema 19 sýnendur núna. Sumir eru að æfa sig enn þá og ekki búnir að skila inn myndum,“ segir Baldur Ólafsson, sem á sæti í stjórn 860+ og á myndir á sýningunni. Stjórn 860+ ljósmyndaklúbbsins, sem sá meðal annars um að koma sýningunni upp en hún var opnuð formlega 18. júní af Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Baldur Ólafsson, Anna Björk Magnúsdóttir, Þorsteinn Valsson, Sveinbjörn Jónsson, Björn Á Guðlaugsson og Snorri Sævarsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru bæði náttúruljósmyndir, fuglalíf og dýralíf allskonar, það er bara mjög fjölbreytt úrval af myndum, snjór, vetur og sumar og fullt af öðrum, þetta er öll flóran. Það eru allir velkomnir, sýningin er opinn allan sólarhringinn, menn geta komið og skoðað þegar þeim hentar. Þetta er ekki sölusýning en ef einhver vill kaupa mynd þá getur hann sett sig í samband við okkur og hann getur örugglega fengið hana,“ bætir Baldur við. Myndunum er raðað skemmtilega upp innan um aspirnar í miðbænum á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Menning Ljósmyndun Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira