Það er Alex Fitzpatrick, einn af ritstjórum tímaritsins, sem gefur Reykavík umsögn. Hann byrjar á því að hrósa borginni fyrir notkun sína á endurnýjanlegri orku.
Þá nefnir hann uppbyggingu hótela í miðborginni og væntanlegt hótel Radisson Red Reykjavik og Reykjavik Edition.
Grænkerastaðurinn Chickpea fær lof í umsögninni og tónlistarhátíðin Iceland Airwaves.
„Á sama tíma og hin litríka og líflega Reykjavík er frábær áfangastaður, en hún líka fullkomin heimabær,“ segir í umsögninni og nefnir Fitzpatrick að fallegir strandbæir eins og Vík og Seyðisfjörður séu aðeins í dagslangri akstursfjarlægð.
Þetta er í þriðja sinn sem tímaritið tekur saman lista af þessu tagi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland kemst á listann, því árið 2019 voru sjóböðin Geosea Geothermal á Húsavík á listanum.