Ráðherrar riða til falls Snorri Másson skrifar 23. júlí 2021 21:31 Lilja Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason eiga litlu fylgi að fagna í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur ef marka má nýja könnun. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason félags og barnamálaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra myndu falla út af Alþingi ef gengið yrði til kosninga í dag, ef marka má skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi fyrir Morgunblaðið. Þau leiða í hvoru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir sig og formaður Framsóknarflokksins segir ljóst að flokkurinn þurfi að sækja fram í Reykjavík. Þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn mælist á heildina litið með meira fylgi núna en hann hlaut í kosningum 2017, hefur stuðningur við flokkinn dalað í Reykjavík. Þar náði flokkurinn inn einum þingmanni í Reykjavík suður, Lilju Alfreðsdóttur. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum ætti Lilja ekki sama fylgi að fagna núna og heldur ekki Ásmundur Einar Daðason, sem tók þá áhættu í aðdraganda kosninganna núna að taka við Reykjavík norður, þar sem enginn Framsóknarmaður hefur getað tryggt sér sæti í síðustu tveimur kosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins sagði í símaviðtali við fréttastofu í dag að lengi hafi verið vitað að flokkurinn þurfi að sækja fram í Reykjavík. Hann telur þó nægt svigrúm til þess nú þegar tveir mánuðir eru til kosninga - og hefur fulla trú á ráðherrunum tveimur, sem hann segir hafa staðið sig vel svo eftir því hafi verið tekið. VG missa 4% Í nýjustu mælingum er Framsóknarflokkurinn með samtals 12,9% fylgi og bætir við sig, þegar bornar eru saman kannanir Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar frá því í júní og könnunar MMR fyrir Morgunblaðið í júlí. Í samanburðinum má einnig sjá að Vinstri grænir missa rúm 4% og standa í 10,7% fylgi. Hinn samstarfsflokkur þeirra, Sjálfstæðisflokkur, er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 24,6% fylgi, sem er örlítil hækkun frá fyrri könnun. Litlar breytingar eru á fylgi Samfylkingarinnar, sem er 13 prósentum og Pírata sem eru í rúmum 12 prósentum. Viðreisn, sem hefur verið á svipuðum slóðum, er hins vegar komin niður í 9,4%. Flokkur fólksins, Sósíalistar og Miðflokkur mælast allir með þrjá þingmenn inni, þ.e. rétt yfir 5 prósentunum. Maskínukönnunin var framkvæmd í júní en MMR í júlí.Stöð 2 Framsókn að sækja fylgið aftur til Miðflokks Enda þótt Miðflokkurinn bæti við sig á landsvísu, dalar fylgið í heimakjördæmi formanns flokksins, Norðausturkjördæmi. Þar er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson inni í mælingum en sem uppbótarþingmaður. Sósíalistar eru með meira fylgi en Miðflokkurinn í kjördæminu og næðu inn kjördæmakjörnum þingmanni. Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokksins segir þetta ekki koma sérlega á óvart. „Við höfum séð það áður að við mælumst ágætlega úti á landi, ekki síst í Norðausturkjördæmi. Við höfum markvisst unnið að því að ná til fólks úti á landi vegna þess að það er hættulegt fyrir flokka sem eru stofnaðir í Reykjavík að lokast þar inni.“ Sigurður Ingi sagði við fréttastofu að hann teldi ekki að Framsókn væri að taka til baka fylgi frá Miðflokknum en Gunnar Smári er á annarri skoðun. Hann telur raunar að sókn Framsóknar á kostnað Miðflokks, sérstaklega á landsbyggðinni, geti að lokum orðið til þess að ríkisstjórnin haldi velli. „Þegar ég spyr fólk sem hefur innsýn inn í þessa tvo flokka, Framsókn og Miðflokkinn, er mér sagt að það sé flótti til baka frá þeim sem fóru yfir í Miðflokkinn,“ segir Gunnar Smári. Flokkur hans kynnir lista í kringum verslunarmannahelgi, en hann er eini frambjóðandinn sem vitað er til að verði á lista flokksins. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangir á galla kosningakerfisins Píratar og Samfylking missa þingmann vegna ójöfnuðar kosningakerfisins. Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hagnast á kjördæmakerfinu sem því nemur. 23. júlí 2021 13:54 Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Konur hrifnari af sósíalisma en karlar Í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands, kemur fram að afstaða Íslendinga er almennt jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. 16. júlí 2021 10:50 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn mælist á heildina litið með meira fylgi núna en hann hlaut í kosningum 2017, hefur stuðningur við flokkinn dalað í Reykjavík. Þar náði flokkurinn inn einum þingmanni í Reykjavík suður, Lilju Alfreðsdóttur. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum ætti Lilja ekki sama fylgi að fagna núna og heldur ekki Ásmundur Einar Daðason, sem tók þá áhættu í aðdraganda kosninganna núna að taka við Reykjavík norður, þar sem enginn Framsóknarmaður hefur getað tryggt sér sæti í síðustu tveimur kosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins sagði í símaviðtali við fréttastofu í dag að lengi hafi verið vitað að flokkurinn þurfi að sækja fram í Reykjavík. Hann telur þó nægt svigrúm til þess nú þegar tveir mánuðir eru til kosninga - og hefur fulla trú á ráðherrunum tveimur, sem hann segir hafa staðið sig vel svo eftir því hafi verið tekið. VG missa 4% Í nýjustu mælingum er Framsóknarflokkurinn með samtals 12,9% fylgi og bætir við sig, þegar bornar eru saman kannanir Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar frá því í júní og könnunar MMR fyrir Morgunblaðið í júlí. Í samanburðinum má einnig sjá að Vinstri grænir missa rúm 4% og standa í 10,7% fylgi. Hinn samstarfsflokkur þeirra, Sjálfstæðisflokkur, er langstærsti flokkurinn á Alþingi með 24,6% fylgi, sem er örlítil hækkun frá fyrri könnun. Litlar breytingar eru á fylgi Samfylkingarinnar, sem er 13 prósentum og Pírata sem eru í rúmum 12 prósentum. Viðreisn, sem hefur verið á svipuðum slóðum, er hins vegar komin niður í 9,4%. Flokkur fólksins, Sósíalistar og Miðflokkur mælast allir með þrjá þingmenn inni, þ.e. rétt yfir 5 prósentunum. Maskínukönnunin var framkvæmd í júní en MMR í júlí.Stöð 2 Framsókn að sækja fylgið aftur til Miðflokks Enda þótt Miðflokkurinn bæti við sig á landsvísu, dalar fylgið í heimakjördæmi formanns flokksins, Norðausturkjördæmi. Þar er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson inni í mælingum en sem uppbótarþingmaður. Sósíalistar eru með meira fylgi en Miðflokkurinn í kjördæminu og næðu inn kjördæmakjörnum þingmanni. Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokksins segir þetta ekki koma sérlega á óvart. „Við höfum séð það áður að við mælumst ágætlega úti á landi, ekki síst í Norðausturkjördæmi. Við höfum markvisst unnið að því að ná til fólks úti á landi vegna þess að það er hættulegt fyrir flokka sem eru stofnaðir í Reykjavík að lokast þar inni.“ Sigurður Ingi sagði við fréttastofu að hann teldi ekki að Framsókn væri að taka til baka fylgi frá Miðflokknum en Gunnar Smári er á annarri skoðun. Hann telur raunar að sókn Framsóknar á kostnað Miðflokks, sérstaklega á landsbyggðinni, geti að lokum orðið til þess að ríkisstjórnin haldi velli. „Þegar ég spyr fólk sem hefur innsýn inn í þessa tvo flokka, Framsókn og Miðflokkinn, er mér sagt að það sé flótti til baka frá þeim sem fóru yfir í Miðflokkinn,“ segir Gunnar Smári. Flokkur hans kynnir lista í kringum verslunarmannahelgi, en hann er eini frambjóðandinn sem vitað er til að verði á lista flokksins.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangir á galla kosningakerfisins Píratar og Samfylking missa þingmann vegna ójöfnuðar kosningakerfisins. Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hagnast á kjördæmakerfinu sem því nemur. 23. júlí 2021 13:54 Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36 Konur hrifnari af sósíalisma en karlar Í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands, kemur fram að afstaða Íslendinga er almennt jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. 16. júlí 2021 10:50 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Ríkisstjórnin hangir á galla kosningakerfisins Píratar og Samfylking missa þingmann vegna ójöfnuðar kosningakerfisins. Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hagnast á kjördæmakerfinu sem því nemur. 23. júlí 2021 13:54
Uppnám innan Miðflokksins eftir að Þorsteinn neitaði að víkja Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins neitaði að beygja sig undir þau áform, sem honum höfðu verið kynnt, að vera ekki stillt upp sem oddvita flokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 16. júlí 2021 14:36
Konur hrifnari af sósíalisma en karlar Í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands, kemur fram að afstaða Íslendinga er almennt jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. 16. júlí 2021 10:50