Leiðin lengri en Davíð Þór hafði vonað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2021 16:30 Þjálfarateymi FH: Ólafur Jóhannesson og Davíð Þór Viðarsson. Vísir/Bára Dröfn Davíð Þór Viðarsson, annar af þjálfurum FH, var nokkuð brattur er hann ræddi við Vísi eftir 0-2 tap sinna manna gegn Rosenborg í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn var nokkuð jafn en gestirnir refsuðu heimamönnum fyrir að nýta ekki færin sín í leiknum. Leikurinn í sjálfu sér var nokkuð góður hjá heimamönnum sem höfðu verið á ágætis skriði undanfarið eftir erfiða byrjun í Pepsi Max deildinni. Davíð Þór viðurkenndi að hann væri nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna og að þetta væri hluti af leiðinni í að komast nær toppliðunum á Skandinavíu. Leiðin mætti þó vera styttri að hans mati. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Það er oft talað um að munurinn á atvinnumannaliði og hálfatvinnumannaliði eins og við erum liggur þarna. Það virðist vera þannig og maður lenti oft í þessu sem leikmaður að spila á móti liði sem var miklu sterkara á pappírunum, fannst við með leikinn alveg í skefjum eins og í dag en svo missir maður einbeitingu í smástund og þeir refsa fyrir það.“ „Svona er fótbolti í dag og við þurfum að halda áfram að vinna í því að koma okkur nær þessum liðum í Skandinavíu þó svo að leiðin sé örlítið lengi en maður hefði viljað.“ Klippa: Davíð Þór eftir tapið gegn Rosenborg Varðandi leikinn í heild „Fannst leikurinn einhverju leyti fara frá okkur því við nýttum ekki tvö góð færi sem við fáum í stöðunni 0-0. Eitt undir lok fyrri hálfleiks og annað í upphafi síðari hálfleiks. Við vissum alveg að það yrði erfitt að verjast svona lágt allan leikinn eins og við ætluðum að gera.“ „Við lokuðum frábærlega á þá í fyrri hálfleik fannst mér. Svo refsa þeir okkur, við náum ekki alveg að fylgja nægilega vel eftir í varnarleiknum. Þegar þeir komust yfir misstum við aðeins trúnna fannst mér í smá tíma,“ sagði Davíð Þór strax eftir leik. Varðandi mark fyrra mark gestanna „Held það sé alltaf erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að leggja svona svakalega mikla vinnu á þig. Ert búinn að sjá til þess að þeir hafi varla færi fram að því í leiknum þá er þetta erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að þú missir einbeitingu í smástund. Það er erfitt að vinna sig upp úr því. Við náttúrulega fáum á okkur annað mark þar sem Gunni ver frábærlega en við náum ekki að hreinsa þrátt fyrir að vera nokkrir í kringum boltann.“ „Mér fannst við samt í seinni hluta síðari hálfleiks vera mjög öflugir og menn voru ekki búnir að gefast upp. Þeir sem komu inn á voru mjög ferskir fannst mér, sköpuðu mikinn usla. Frábært að sjá að menn væru tilbúnir að koma inn og spila á þessu getustigi sem er ansi hátt,“ sagði Davíð Þór að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn FH Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00 Þeir eru með aðeins meiri gæði en við Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn. 22. júlí 2021 21:16 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Leikurinn í sjálfu sér var nokkuð góður hjá heimamönnum sem höfðu verið á ágætis skriði undanfarið eftir erfiða byrjun í Pepsi Max deildinni. Davíð Þór viðurkenndi að hann væri nokkuð sáttur með frammistöðu sinna manna og að þetta væri hluti af leiðinni í að komast nær toppliðunum á Skandinavíu. Leiðin mætti þó vera styttri að hans mati. Viðtalið má sjá hér að neðan. „Það er oft talað um að munurinn á atvinnumannaliði og hálfatvinnumannaliði eins og við erum liggur þarna. Það virðist vera þannig og maður lenti oft í þessu sem leikmaður að spila á móti liði sem var miklu sterkara á pappírunum, fannst við með leikinn alveg í skefjum eins og í dag en svo missir maður einbeitingu í smástund og þeir refsa fyrir það.“ „Svona er fótbolti í dag og við þurfum að halda áfram að vinna í því að koma okkur nær þessum liðum í Skandinavíu þó svo að leiðin sé örlítið lengi en maður hefði viljað.“ Klippa: Davíð Þór eftir tapið gegn Rosenborg Varðandi leikinn í heild „Fannst leikurinn einhverju leyti fara frá okkur því við nýttum ekki tvö góð færi sem við fáum í stöðunni 0-0. Eitt undir lok fyrri hálfleiks og annað í upphafi síðari hálfleiks. Við vissum alveg að það yrði erfitt að verjast svona lágt allan leikinn eins og við ætluðum að gera.“ „Við lokuðum frábærlega á þá í fyrri hálfleik fannst mér. Svo refsa þeir okkur, við náum ekki alveg að fylgja nægilega vel eftir í varnarleiknum. Þegar þeir komust yfir misstum við aðeins trúnna fannst mér í smá tíma,“ sagði Davíð Þór strax eftir leik. Varðandi mark fyrra mark gestanna „Held það sé alltaf erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að leggja svona svakalega mikla vinnu á þig. Ert búinn að sjá til þess að þeir hafi varla færi fram að því í leiknum þá er þetta erfitt þegar þú færð á þig mark eftir að þú missir einbeitingu í smástund. Það er erfitt að vinna sig upp úr því. Við náttúrulega fáum á okkur annað mark þar sem Gunni ver frábærlega en við náum ekki að hreinsa þrátt fyrir að vera nokkrir í kringum boltann.“ „Mér fannst við samt í seinni hluta síðari hálfleiks vera mjög öflugir og menn voru ekki búnir að gefast upp. Þeir sem komu inn á voru mjög ferskir fannst mér, sköpuðu mikinn usla. Frábært að sjá að menn væru tilbúnir að koma inn og spila á þessu getustigi sem er ansi hátt,“ sagði Davíð Þór að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn FH Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00 Þeir eru með aðeins meiri gæði en við Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn. 22. júlí 2021 21:16 Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Rosenborg 0-2 | Gestirnir refsuðu Góð lið refsa alltaf og það sannaði Rosenborg í kvöld er liðið vann 2-0 sigur á FH er liðin mættust í Kaplakrika í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Það er því á brattan að sækja fyrir Hafnfirðinga í síðari leiknum sem fram fer eftir viku. 22. júlí 2021 21:00
Þeir eru með aðeins meiri gæði en við Matthías Vilhjálmsson var ekki sáttur með 0-2 tap FH á heimavelli gegn Rosenborg í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Matthías lék lengi vel með norska liðinu og fékk frábært færi til að minnka muninn. 22. júlí 2021 21:16
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki