Icelandair tapaði 6,9 milljörðum en lausafjárstaða styrkist verulega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júlí 2021 19:07 Flugvélar Icelandair við Leifsstöð Vísir/Vilhelm Icelandair tapaði 6,9 milljörðum á öðrum ársfjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljarða tap á sama tíma í fyrra. Forstjóri félagsins segir viðspyrnu félagsins hafna en lausafjárstaða Icelandair styrktist verulega vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs annars ársfjórðungs. Þar segir að Icelandair hafi aukið umsvif sín á þessum ársfjórðungi eftir því sem eftirspurn eftir flugi og ferðalögum jókst. Segir félagið að þessi aukning hafi haft veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins. „Lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í fjórðungnum vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Handbært fé frá rekstri nam 8,2 milljörðum króna (65,0 milljónum dala) samanborið við neikvætt handbært fé frá rekstri að fjárhæð 12,2 milljarðar króna (96,8 milljónir dala) á sama fjórðungi í fyrra sem er aukning um 20,4 milljarða króna (161,8 milljóna dala). Lausafjárstaða félagsins í lok fjórðungsins nam 45,6 milljörðum króna (362,5 milljónum dala), þar af handbært fé og lausafjársjóðir að fjárhæð 24,0 milljarðar króna (190,5 milljónir dala), sem er aukning um 10,1 milljarða króna (80,6 milljónir dala) í fjórðungnum,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennirnir eru farnir að láta sjá sig á nýjan leik.Vísir/Vilhelm Félagið hafi hafið flugið til fimmtán áfangastaða og fjöldi brottfara hafi aukist úr 28 í apríl í 160 í júni. Töluverður kostnaður hafi þó falist í því að hefja flug á ný og framlegð af flugferðum yfirleitt minni en þegar flugáætlun hafi gengið í ákveðinn tíma. „Þá féll töluverður rekstrarkostnaður til vegna undirbúnings félagsins fyrir metnaðarfulla flugáætlun til að mæta aukinni eftirspurn á seinni hluta þessa árs. Meðal annars er um að ræða kostnað við að taka vélar aftur í rekstur eftir mánuði í geymslu, innleiðingu þriggja nýrra Boeing 737 MAX véla inn í flota félagsins, þjálfun starfsfólks og markaðsmál. Þessi fjárfesting mun skila sér í auknum tekjum síðar á árinu. EBIT var neikvæð í fjórðungnum um 7,8 milljarða króna (62,2 milljónir dala), og batnar um 4,5 milljarða króna (35,6 milljónir dala) á milli ára.“ Nam tap félagsins 6,9 milljörðum króna samanborið við 11,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm „Miðað við núverandi horfur er gert ráð fyrir að flugframboð muni aukast enn frekar í ágúst og sætanýting sömuleiðis. Lokaniðurstaða ræðst þó af þeim áhrifum sem þróun faraldursins og ferðatakmarkanir hafa á eftirspurn.“ „Viðspyrnan er hafin og við erum að auka flugið jafnt og þétt í hverri viku. Þessi aukning í umsvifum sem og áframhaldandi áhrif af COVID-19 faraldrinum höfðu veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs en mikil aukning bókana fyrir flug á seinni hluta ársins hafði jákvæð áhrif á handbært fé frá rekstri, sem nam 24 milljörðum króna á fjórðungnum. Þetta er er gríðarlegur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra. Við erum þakklát fyrir það traust sem viðskiptavinir á öllum mörkuðum okkar sýna félaginu og Icelandair vörumerkinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair. Icelandair Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs annars ársfjórðungs. Þar segir að Icelandair hafi aukið umsvif sín á þessum ársfjórðungi eftir því sem eftirspurn eftir flugi og ferðalögum jókst. Segir félagið að þessi aukning hafi haft veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu félagsins. „Lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í fjórðungnum vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Handbært fé frá rekstri nam 8,2 milljörðum króna (65,0 milljónum dala) samanborið við neikvætt handbært fé frá rekstri að fjárhæð 12,2 milljarðar króna (96,8 milljónir dala) á sama fjórðungi í fyrra sem er aukning um 20,4 milljarða króna (161,8 milljóna dala). Lausafjárstaða félagsins í lok fjórðungsins nam 45,6 milljörðum króna (362,5 milljónum dala), þar af handbært fé og lausafjársjóðir að fjárhæð 24,0 milljarðar króna (190,5 milljónir dala), sem er aukning um 10,1 milljarða króna (80,6 milljónir dala) í fjórðungnum,“ segir í tilkynningunni. Ferðamennirnir eru farnir að láta sjá sig á nýjan leik.Vísir/Vilhelm Félagið hafi hafið flugið til fimmtán áfangastaða og fjöldi brottfara hafi aukist úr 28 í apríl í 160 í júni. Töluverður kostnaður hafi þó falist í því að hefja flug á ný og framlegð af flugferðum yfirleitt minni en þegar flugáætlun hafi gengið í ákveðinn tíma. „Þá féll töluverður rekstrarkostnaður til vegna undirbúnings félagsins fyrir metnaðarfulla flugáætlun til að mæta aukinni eftirspurn á seinni hluta þessa árs. Meðal annars er um að ræða kostnað við að taka vélar aftur í rekstur eftir mánuði í geymslu, innleiðingu þriggja nýrra Boeing 737 MAX véla inn í flota félagsins, þjálfun starfsfólks og markaðsmál. Þessi fjárfesting mun skila sér í auknum tekjum síðar á árinu. EBIT var neikvæð í fjórðungnum um 7,8 milljarða króna (62,2 milljónir dala), og batnar um 4,5 milljarða króna (35,6 milljónir dala) á milli ára.“ Nam tap félagsins 6,9 milljörðum króna samanborið við 11,4 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Bogi Nils Bogason, forstjóri IcelandairVísir/Vilhelm „Miðað við núverandi horfur er gert ráð fyrir að flugframboð muni aukast enn frekar í ágúst og sætanýting sömuleiðis. Lokaniðurstaða ræðst þó af þeim áhrifum sem þróun faraldursins og ferðatakmarkanir hafa á eftirspurn.“ „Viðspyrnan er hafin og við erum að auka flugið jafnt og þétt í hverri viku. Þessi aukning í umsvifum sem og áframhaldandi áhrif af COVID-19 faraldrinum höfðu veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu annars ársfjórðungs en mikil aukning bókana fyrir flug á seinni hluta ársins hafði jákvæð áhrif á handbært fé frá rekstri, sem nam 24 milljörðum króna á fjórðungnum. Þetta er er gríðarlegur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra. Við erum þakklát fyrir það traust sem viðskiptavinir á öllum mörkuðum okkar sýna félaginu og Icelandair vörumerkinu,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair.
Icelandair Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira