Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2021 11:31 Tæplega 53 þúsund manns hafa fengið bóluefni Janssen hér á landi. Artur Widak/NurPhoto via Getty Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og embættis landlæknis. Verður þessum hópi að öllum líkindum boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech. Enn á eftir að útfæra fyrirkomulagið en að sögn Þórólfs þurfa líklega að líða minnst fjórar til sex vikur frá bólusetningu áður en fólk fær örvunarskammtinn. Þá mun áætlunin ekki koma til framkvæmda fyrr en í seinni hluta ágústmánaðar. „Þetta er ekki þannig að það þurfi bara að drífa í því, við verðum að tryggja að árangurinn verði eins góður og hægt er,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Flestir með Janssen Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestir sem hafi verið að veikjast síðustu daga hafi fengið Janssen-bóluefnið. „En það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Áfram með bólusetningar barna til skoðunar Aðspurður um bólusetningu barna niður í tólf ára aldur á upplýsingafundinum sagði sóttvarnalæknir að slíkt væri til skoðunar. Hann sagði smit hafa greinst hjá börnum en að þau væru mjög fátíð. „Ég ekki endilega viss um að bólusetning þessa hóps sé almennt séð eins mikilvæg og í eldri hópum en það er vissulega til skoðunar. Við erum sérstaklega að bólusetja börn sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og svo munu foreldrar fá kost á því að biðja um þessi bóluefni þegar við erum í stakk búin til að bólusetja af krafti.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svona var 184. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Þar verða þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. 22. júlí 2021 10:20 Leggur til auknar takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og embættis landlæknis. Verður þessum hópi að öllum líkindum boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech. Enn á eftir að útfæra fyrirkomulagið en að sögn Þórólfs þurfa líklega að líða minnst fjórar til sex vikur frá bólusetningu áður en fólk fær örvunarskammtinn. Þá mun áætlunin ekki koma til framkvæmda fyrr en í seinni hluta ágústmánaðar. „Þetta er ekki þannig að það þurfi bara að drífa í því, við verðum að tryggja að árangurinn verði eins góður og hægt er,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Flestir með Janssen Þórólfur sagði í samtali við fréttastofu í gær að flestir sem hafi verið að veikjast síðustu daga hafi fengið Janssen-bóluefnið. „En það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Áfram með bólusetningar barna til skoðunar Aðspurður um bólusetningu barna niður í tólf ára aldur á upplýsingafundinum sagði sóttvarnalæknir að slíkt væri til skoðunar. Hann sagði smit hafa greinst hjá börnum en að þau væru mjög fátíð. „Ég ekki endilega viss um að bólusetning þessa hóps sé almennt séð eins mikilvæg og í eldri hópum en það er vissulega til skoðunar. Við erum sérstaklega að bólusetja börn sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og svo munu foreldrar fá kost á því að biðja um þessi bóluefni þegar við erum í stakk búin til að bólusetja af krafti.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Svona var 184. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Þar verða þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. 22. júlí 2021 10:20 Leggur til auknar takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Svona var 184. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar klukkan ellefu í dag, fimmtudaginn 22. júlí. Þar verða þeir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. 22. júlí 2021 10:20
Leggur til auknar takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14