Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna Snorri Másson skrifar 21. júlí 2021 15:29 Finni á Prikinu vill ekki þurfa að loka öllum stöðunum sínum aftur. Facebook Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp. „Í þetta skiptið skulum við frekar styrkja heilbrigðiskerfið og setja peninga og finna leið til þess að lifa með þessu og taka slaginn,“ skrifar Guðfinnur á Facebook. Til hans er jafnan vísað sem Finna á Prikinu, en hann hefur lengi átt og rekið þann stað. Sömuleiðis er Finni meðal annars ábyrgur fyrir Húrra, Bravó og Hótel Borg. Sóttvarnalæknir hefur gefið það upp í fjölmiðlum í dag að hann íhugi að leggja til sóttvarnatakmarkanir innanlands í ljósi verulegs fjölda smita undanfarna daga, þrátt fyrir bólusetningar. Finni leggur til að farin verði önnur leið, enda sé ljóst að hin muni hafa verri afleiðingar. „Staðan er sú að það munu þúsundir missa vinnuna og fullt af fyrirtækjum fara á hausinn ef það að loka öllu verður eina lausnin okkar í þessu. Ég býð mig allavega fram að borga slatta meira í þann sjóð til þess að styrkja og berjast og vita þá frekar að að mitt fólk heldur vinnunni,“ skrifar Finni, sem er með tugi starfsmanna á launaskrá. 56 greindust með veiruna innanlands í gær. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 38 utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit að minnsta kosti tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
„Í þetta skiptið skulum við frekar styrkja heilbrigðiskerfið og setja peninga og finna leið til þess að lifa með þessu og taka slaginn,“ skrifar Guðfinnur á Facebook. Til hans er jafnan vísað sem Finna á Prikinu, en hann hefur lengi átt og rekið þann stað. Sömuleiðis er Finni meðal annars ábyrgur fyrir Húrra, Bravó og Hótel Borg. Sóttvarnalæknir hefur gefið það upp í fjölmiðlum í dag að hann íhugi að leggja til sóttvarnatakmarkanir innanlands í ljósi verulegs fjölda smita undanfarna daga, þrátt fyrir bólusetningar. Finni leggur til að farin verði önnur leið, enda sé ljóst að hin muni hafa verri afleiðingar. „Staðan er sú að það munu þúsundir missa vinnuna og fullt af fyrirtækjum fara á hausinn ef það að loka öllu verður eina lausnin okkar í þessu. Ég býð mig allavega fram að borga slatta meira í þann sjóð til þess að styrkja og berjast og vita þá frekar að að mitt fólk heldur vinnunni,“ skrifar Finni, sem er með tugi starfsmanna á launaskrá. 56 greindust með veiruna innanlands í gær. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og 38 utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit að minnsta kosti tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira