Mega ekki sýna íþróttamfólk krjúpa í Tókýó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 17:01 Lucy Bronze fyrir leik Bretlands og Síle. Einnig má sjá tvo leikmenn Síle krjúpa á myndinni. Masashi Hara/Getty Images Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, og skipulagsnefnd Ólympíuleikanna 2020 í Tókýó í Japan gáfu í dag út yfirlýsingu þess efnis að samfélagsmiðlateymi liða, landa og einstkalinga megi ekki sýna íþróttafólk krjúpa fyrir keppni. Kom ákvörðunin í kjölfar þess að Lucy Bronze [sjá mynd] og stöllur hennar í breska landsliðinu krupu fyrir leik Bretlands og Síle í dag. Á myndinni hér að ofan má sjá Bronze krjúpa fyrir leik og þó keppendum verði ekki bannað að krjúpa má ekki sýna það með neinum hætti. Knattspyrnuhluti leikanna fór af stað í dag og krupu flestar þjóðir fyrir leiki sína til að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttaníði og hatursorðræðu. Steph Houghton, ein af þremur fyrirliðum Bretlands, sagði að liðið hefði tekið einróma ákvörðun um að krjúpa fyrir leik dagsins og sýna samstöðu. Tokyo 2020 social media teams banned from showing athletes taking the knee https://t.co/RBYtQ4TgRU— The Guardian (@guardian) July 21, 2021 Houghton sagði einnig að hún hefði verið mjög stolt að sjá lið Síle krjúpa þar sem það hafi sýnt samstöðu íþróttarinnar í heild. Alþjóða Ólympíusambandið og skipuleggjendur leikanna í Tókýó virðast ekki á sama máli. Ákvörðun IOC kemur á óvart þar sem sambandið hampar myndinni þar sem Tommy Smith og John Carlos standa með upprétta hendi og krepptan hnefa á ÓL 1968 til að vekja athygli á bágri stöðu svartra í Bandaríkjunum. Þá ákvað IOC að slaka á Reglu 50 en hún bannaði keppendum að sýna einhver „pólitísk, trúarleg eða menningarleg skilaboð“ á leikunum. Keppendur mega nú mótmæla friðsamlega, svo lengi sem það móðgi ekki aðra keppendur né trufli keppni. Keppendur mega því krjúpa til að senda ákveðin skilaboð en forráðamenn leikanna ætla ekki að koma þeim skilaboðum áleiðis til heimsbyggðarinnar. The Guardian greindi frá. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Svíar stöðvuðu rúmlega tveggja ára taplausa hrinu bandarísku heimsmeistaranna Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturum Bandaríkjanna, 3-0, í G-riðli fótboltakeppni Ólympíuleikanna sem hófst í dag. 21. júlí 2021 10:30 Skoraði þrennu í sjö marka tapi Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. 21. júlí 2021 14:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
Kom ákvörðunin í kjölfar þess að Lucy Bronze [sjá mynd] og stöllur hennar í breska landsliðinu krupu fyrir leik Bretlands og Síle í dag. Á myndinni hér að ofan má sjá Bronze krjúpa fyrir leik og þó keppendum verði ekki bannað að krjúpa má ekki sýna það með neinum hætti. Knattspyrnuhluti leikanna fór af stað í dag og krupu flestar þjóðir fyrir leiki sína til að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttaníði og hatursorðræðu. Steph Houghton, ein af þremur fyrirliðum Bretlands, sagði að liðið hefði tekið einróma ákvörðun um að krjúpa fyrir leik dagsins og sýna samstöðu. Tokyo 2020 social media teams banned from showing athletes taking the knee https://t.co/RBYtQ4TgRU— The Guardian (@guardian) July 21, 2021 Houghton sagði einnig að hún hefði verið mjög stolt að sjá lið Síle krjúpa þar sem það hafi sýnt samstöðu íþróttarinnar í heild. Alþjóða Ólympíusambandið og skipuleggjendur leikanna í Tókýó virðast ekki á sama máli. Ákvörðun IOC kemur á óvart þar sem sambandið hampar myndinni þar sem Tommy Smith og John Carlos standa með upprétta hendi og krepptan hnefa á ÓL 1968 til að vekja athygli á bágri stöðu svartra í Bandaríkjunum. Þá ákvað IOC að slaka á Reglu 50 en hún bannaði keppendum að sýna einhver „pólitísk, trúarleg eða menningarleg skilaboð“ á leikunum. Keppendur mega nú mótmæla friðsamlega, svo lengi sem það móðgi ekki aðra keppendur né trufli keppni. Keppendur mega því krjúpa til að senda ákveðin skilaboð en forráðamenn leikanna ætla ekki að koma þeim skilaboðum áleiðis til heimsbyggðarinnar. The Guardian greindi frá.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Svíar stöðvuðu rúmlega tveggja ára taplausa hrinu bandarísku heimsmeistaranna Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturum Bandaríkjanna, 3-0, í G-riðli fótboltakeppni Ólympíuleikanna sem hófst í dag. 21. júlí 2021 10:30 Skoraði þrennu í sjö marka tapi Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. 21. júlí 2021 14:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
Svíar stöðvuðu rúmlega tveggja ára taplausa hrinu bandarísku heimsmeistaranna Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturum Bandaríkjanna, 3-0, í G-riðli fótboltakeppni Ólympíuleikanna sem hófst í dag. 21. júlí 2021 10:30
Skoraði þrennu í sjö marka tapi Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. 21. júlí 2021 14:00