Mega ekki sýna íþróttamfólk krjúpa í Tókýó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 17:01 Lucy Bronze fyrir leik Bretlands og Síle. Einnig má sjá tvo leikmenn Síle krjúpa á myndinni. Masashi Hara/Getty Images Alþjóða Ólympíunefndin, IOC, og skipulagsnefnd Ólympíuleikanna 2020 í Tókýó í Japan gáfu í dag út yfirlýsingu þess efnis að samfélagsmiðlateymi liða, landa og einstkalinga megi ekki sýna íþróttafólk krjúpa fyrir keppni. Kom ákvörðunin í kjölfar þess að Lucy Bronze [sjá mynd] og stöllur hennar í breska landsliðinu krupu fyrir leik Bretlands og Síle í dag. Á myndinni hér að ofan má sjá Bronze krjúpa fyrir leik og þó keppendum verði ekki bannað að krjúpa má ekki sýna það með neinum hætti. Knattspyrnuhluti leikanna fór af stað í dag og krupu flestar þjóðir fyrir leiki sína til að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttaníði og hatursorðræðu. Steph Houghton, ein af þremur fyrirliðum Bretlands, sagði að liðið hefði tekið einróma ákvörðun um að krjúpa fyrir leik dagsins og sýna samstöðu. Tokyo 2020 social media teams banned from showing athletes taking the knee https://t.co/RBYtQ4TgRU— The Guardian (@guardian) July 21, 2021 Houghton sagði einnig að hún hefði verið mjög stolt að sjá lið Síle krjúpa þar sem það hafi sýnt samstöðu íþróttarinnar í heild. Alþjóða Ólympíusambandið og skipuleggjendur leikanna í Tókýó virðast ekki á sama máli. Ákvörðun IOC kemur á óvart þar sem sambandið hampar myndinni þar sem Tommy Smith og John Carlos standa með upprétta hendi og krepptan hnefa á ÓL 1968 til að vekja athygli á bágri stöðu svartra í Bandaríkjunum. Þá ákvað IOC að slaka á Reglu 50 en hún bannaði keppendum að sýna einhver „pólitísk, trúarleg eða menningarleg skilaboð“ á leikunum. Keppendur mega nú mótmæla friðsamlega, svo lengi sem það móðgi ekki aðra keppendur né trufli keppni. Keppendur mega því krjúpa til að senda ákveðin skilaboð en forráðamenn leikanna ætla ekki að koma þeim skilaboðum áleiðis til heimsbyggðarinnar. The Guardian greindi frá. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Svíar stöðvuðu rúmlega tveggja ára taplausa hrinu bandarísku heimsmeistaranna Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturum Bandaríkjanna, 3-0, í G-riðli fótboltakeppni Ólympíuleikanna sem hófst í dag. 21. júlí 2021 10:30 Skoraði þrennu í sjö marka tapi Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. 21. júlí 2021 14:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Kom ákvörðunin í kjölfar þess að Lucy Bronze [sjá mynd] og stöllur hennar í breska landsliðinu krupu fyrir leik Bretlands og Síle í dag. Á myndinni hér að ofan má sjá Bronze krjúpa fyrir leik og þó keppendum verði ekki bannað að krjúpa má ekki sýna það með neinum hætti. Knattspyrnuhluti leikanna fór af stað í dag og krupu flestar þjóðir fyrir leiki sína til að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttaníði og hatursorðræðu. Steph Houghton, ein af þremur fyrirliðum Bretlands, sagði að liðið hefði tekið einróma ákvörðun um að krjúpa fyrir leik dagsins og sýna samstöðu. Tokyo 2020 social media teams banned from showing athletes taking the knee https://t.co/RBYtQ4TgRU— The Guardian (@guardian) July 21, 2021 Houghton sagði einnig að hún hefði verið mjög stolt að sjá lið Síle krjúpa þar sem það hafi sýnt samstöðu íþróttarinnar í heild. Alþjóða Ólympíusambandið og skipuleggjendur leikanna í Tókýó virðast ekki á sama máli. Ákvörðun IOC kemur á óvart þar sem sambandið hampar myndinni þar sem Tommy Smith og John Carlos standa með upprétta hendi og krepptan hnefa á ÓL 1968 til að vekja athygli á bágri stöðu svartra í Bandaríkjunum. Þá ákvað IOC að slaka á Reglu 50 en hún bannaði keppendum að sýna einhver „pólitísk, trúarleg eða menningarleg skilaboð“ á leikunum. Keppendur mega nú mótmæla friðsamlega, svo lengi sem það móðgi ekki aðra keppendur né trufli keppni. Keppendur mega því krjúpa til að senda ákveðin skilaboð en forráðamenn leikanna ætla ekki að koma þeim skilaboðum áleiðis til heimsbyggðarinnar. The Guardian greindi frá.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Tengdar fréttir Svíar stöðvuðu rúmlega tveggja ára taplausa hrinu bandarísku heimsmeistaranna Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturum Bandaríkjanna, 3-0, í G-riðli fótboltakeppni Ólympíuleikanna sem hófst í dag. 21. júlí 2021 10:30 Skoraði þrennu í sjö marka tapi Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. 21. júlí 2021 14:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Sjá meira
Svíar stöðvuðu rúmlega tveggja ára taplausa hrinu bandarísku heimsmeistaranna Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og skellti heimsmeisturum Bandaríkjanna, 3-0, í G-riðli fótboltakeppni Ólympíuleikanna sem hófst í dag. 21. júlí 2021 10:30
Skoraði þrennu í sjö marka tapi Barbra Banda mun seint gleyma leik Sambíu og Hollands á Ólympíuleikunum í knattspyrnu sem fram fór í dag. Hún skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 3-10 tapi. Þá skoraði Christine Sinclair sitt 187. landsliðsmark í 300. leiknum sínum fyrir Kanada. 21. júlí 2021 14:00