„Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2021 16:01 Ásgeir Helgi Magnússon er formaður Hinsegin daga. hinsegin dagar Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn Hinsegin dagar eru á dagskrá frá þriðja til áttunda ágúst. Skipulagning er í fullum gangi og hefur hún miðað að því að engar aðgerðir séu innanlands. „Við erum í svipaðri stöðu og aðrir viðburðahaldarar. Við vonum það besta og erum í samskiptum við almannavarnir í sambandi við næstu skref. Við erum að skoða það hvernig mögulegar takmarkanir hafa áhrif á okkar viðburði.“ Skipuleggjandi vill að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull.“ Engin gleðiganga í fyrra Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Engin gleðiganga fór fram í fyrra vegna samkomutakmarkanna en stefnt er að því að hún fari fram í ár. „Við erum búin að vera að skipuleggja hana nú þegar engar takmarkanir eru í gildi en það hefur auðvitað verið á bak við eyrað að mögulega verði gripið til aðgerða innanlands. Hátíðin snýst auðvitað um það að við séum sýnileg og minnum á okkar tilverurétt. Það væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð.“ Skertur opnunartími skemmtistaða hefði ekki mikil áhrif Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við útbreiðslu smita. Slíkt myndi ekki hafa mikil áhrif á Hinsegin daga. „Við erum ekki með marga viðburði í mjög lokuðum rýmum eins og á skemmtistöðum þar sem flest smit hafa verið að greinast. Það er nær engin dagskrá fram eftir nóttu þannig að skerðing á opnunartíma skemmtistaða myndi ekki hafa stórvægileg áhrif. Tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir gætu þó haft áhrif.“ „Óþægilegar“ tilfinningar Þá segir hann að það standi ekki til að beina þúsundum í miðborgina ef takmarkanir verða settar innanlands. Nú sé það eina í stöðunni að bíða og sjá. „Það er pínu óþægilegt að vera í sömu stöðu og í fyrra. Þetta eru óþægilegar tilfinningar. Þetta er virkilega ömurleg staða að vera komin í aftur. En maður verður að treysta því að ef takmarkanir verði settar þá sé það fyrir okkur öll.“ Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Hinsegin dagar eru á dagskrá frá þriðja til áttunda ágúst. Skipulagning er í fullum gangi og hefur hún miðað að því að engar aðgerðir séu innanlands. „Við erum í svipaðri stöðu og aðrir viðburðahaldarar. Við vonum það besta og erum í samskiptum við almannavarnir í sambandi við næstu skref. Við erum að skoða það hvernig mögulegar takmarkanir hafa áhrif á okkar viðburði.“ Skipuleggjandi vill að heilbrigðisyfirvöld taki ákvörðun Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir að skipuleggjendur hátíða séu í lausu lofti eftir þróunina síðustu daga og kallar eftir frekari tilmælum frá heilbrigðisyfirvöldum. „Það þarf að gefa eitthvað út strax. Því lengur sem er beðið því meiri verður skaðinn. Það þýðir ekkert að liggja bara undir feldi og spekúlera, takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull.“ Engin gleðiganga í fyrra Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Engin gleðiganga fór fram í fyrra vegna samkomutakmarkanna en stefnt er að því að hún fari fram í ár. „Við erum búin að vera að skipuleggja hana nú þegar engar takmarkanir eru í gildi en það hefur auðvitað verið á bak við eyrað að mögulega verði gripið til aðgerða innanlands. Hátíðin snýst auðvitað um það að við séum sýnileg og minnum á okkar tilverurétt. Það væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð.“ Skertur opnunartími skemmtistaða hefði ekki mikil áhrif Yfirlæknir ónæmisfræðideildar á Landspítalanum vill sjá skertan opnunartíma skemmtistaða til að stemma stigu við útbreiðslu smita. Slíkt myndi ekki hafa mikil áhrif á Hinsegin daga. „Við erum ekki með marga viðburði í mjög lokuðum rýmum eins og á skemmtistöðum þar sem flest smit hafa verið að greinast. Það er nær engin dagskrá fram eftir nóttu þannig að skerðing á opnunartíma skemmtistaða myndi ekki hafa stórvægileg áhrif. Tveggja metra regla og fjöldatakmarkanir gætu þó haft áhrif.“ „Óþægilegar“ tilfinningar Þá segir hann að það standi ekki til að beina þúsundum í miðborgina ef takmarkanir verða settar innanlands. Nú sé það eina í stöðunni að bíða og sjá. „Það er pínu óþægilegt að vera í sömu stöðu og í fyrra. Þetta eru óþægilegar tilfinningar. Þetta er virkilega ömurleg staða að vera komin í aftur. En maður verður að treysta því að ef takmarkanir verði settar þá sé það fyrir okkur öll.“
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Tengdar fréttir Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Skipuleggjendur kalla eftir tilmælum: „Takið bara ákvörðun þó hún verði sársaukafull“ Ákveðið hefur verið að aflýsa hátíðinni Flúðir um Versló sem fram átti að fara um verslunarmannahelgina í ljósi fjölgunar smita síðustu daga. Ákvörðunin var tekin eftir að greint var frá því að 56 hafi greinst innanlands með Covid-19 í gær. 21. júlí 2021 14:24