Eiga yfir höfði sér 20 ára fangelsi fyrir kynjaveislu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 13:22 Eldarnir brunnu í rúma tvo mánuði. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Bandarískt par sem hélt kynjaveislu í september síðastliðnum og er kennt um að hafa kveikt mannskæða elda sem riðu yfir Kaliforníu eiga yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm. Refugio Manuel Jimenez yngri og Angela Renee Jimenez hafa verið ákærð fyrir fjölda brota, þar af manndráp af gáleysi, vegna El Dorado eldanna sem brunnu í Kaliforníu síðasta haust. Þá hafa þau verið ákærð fyrir að hafa valdið eldinum. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Rannsakendur segja að flugeldar, sem voru sprengdir í kynjaveislunni, hafi verið kveikjan að eldunum þar sem minnst einn slökkviliðsmaður fórst og fjöldi annarra særðust. Kynjaveislur, eða Gender reveal eins og þær kallast á ensku, eru veislur sem haldnar eru til að upplýsa um kyn barns sem fólk á von á. Veislurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda vestanhafs undanfarin ár. Þar má jafnan sjá fólk skera í köku, sprengja blöðrur eða annað slíkt þar sem annað hvort liturinn bleikur eða blár brýst út og á að gefa í skyn hvort barnið sé stúlka, bleikt, eða strákur, blár. Parið hefur lýst yfir sakleysi í málinu. Meira en 89 ferkílómetrar urðu El Dorado eldunum að bráð í San Bernardino sýslu í suðurhluta Kaliforníu. Heimili og fyrirtæki brunnu til kaldra kola og fjöldi fólks þurfti að flýja eldana. Eldarnir brunnu í um tvo mánuði en loks náðist að ráða niðurlögum þeirra þann 16. nóvember í fyrra. Slökkviliðsmaðurinn Charles Morton fórst í aðgerðunum gegn eldunum og fjöldi annarra slökkviliðsmanna slasaðist alvarlega. Parið mun mæta fyrir dóm þann 15. september næskomandi. Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Refugio Manuel Jimenez yngri og Angela Renee Jimenez hafa verið ákærð fyrir fjölda brota, þar af manndráp af gáleysi, vegna El Dorado eldanna sem brunnu í Kaliforníu síðasta haust. Þá hafa þau verið ákærð fyrir að hafa valdið eldinum. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Rannsakendur segja að flugeldar, sem voru sprengdir í kynjaveislunni, hafi verið kveikjan að eldunum þar sem minnst einn slökkviliðsmaður fórst og fjöldi annarra særðust. Kynjaveislur, eða Gender reveal eins og þær kallast á ensku, eru veislur sem haldnar eru til að upplýsa um kyn barns sem fólk á von á. Veislurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda vestanhafs undanfarin ár. Þar má jafnan sjá fólk skera í köku, sprengja blöðrur eða annað slíkt þar sem annað hvort liturinn bleikur eða blár brýst út og á að gefa í skyn hvort barnið sé stúlka, bleikt, eða strákur, blár. Parið hefur lýst yfir sakleysi í málinu. Meira en 89 ferkílómetrar urðu El Dorado eldunum að bráð í San Bernardino sýslu í suðurhluta Kaliforníu. Heimili og fyrirtæki brunnu til kaldra kola og fjöldi fólks þurfti að flýja eldana. Eldarnir brunnu í um tvo mánuði en loks náðist að ráða niðurlögum þeirra þann 16. nóvember í fyrra. Slökkviliðsmaðurinn Charles Morton fórst í aðgerðunum gegn eldunum og fjöldi annarra slökkviliðsmanna slasaðist alvarlega. Parið mun mæta fyrir dóm þann 15. september næskomandi.
Bandaríkin Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36 Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00
Gróðureldar orðnir að pólitísku bitbeini Íbúar Kaliforníu, Oregon og Washington hafa orðið fyrir barðinu á sögulegu eldhafi en eldarnir hafa brunnið hraðar og meira en nokkru sinni áður. Eldarnir hafa þó orðið að pólitísku bitbeini milli Demókrata og Repúblikana. 14. september 2020 08:36
Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. 10. september 2020 14:45