Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2021 13:05 Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Vísir/Sigurjón Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands. Læknasetrið er ein stærsta læknastöðin í Reykjavík. Þangað koma sjúklingar með lyflæknisfræðileg vandamál eins og til dæmis hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma og innkirtlasjúkdóma. Verja viðkvæma hópa „Þegar við sáum smittölur gærdagsins þá ákváðum við að grípa til þessara ráðstafana. Smittölur dagsins staðfestu það að við þurfum nú að verja viðkvæma hópa,“ segir Þórarinn Guðnason, einn stjórnenda Læknasetursins í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur einnig gripið til aðgerða. Í gær tilkynntu þeir um grímuskyldu á læknavakt og slysa- og bráðamóttöku vegna fjölgunar smita. Kári vill aðgerðir og það strax Engar aðgerðir eru í gildi innanlands en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir íhugar nú hvort þörf sé á innanlandsaðgerðum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum í gær að grípa þurfi strax til aðgerða innanlands. Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07 Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00 Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36 Öll sýni neikvæð á Grund Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. 21. júlí 2021 10:09 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Læknasetrið er ein stærsta læknastöðin í Reykjavík. Þangað koma sjúklingar með lyflæknisfræðileg vandamál eins og til dæmis hjartasjúkdóma, lungnasjúkdóma og innkirtlasjúkdóma. Verja viðkvæma hópa „Þegar við sáum smittölur gærdagsins þá ákváðum við að grípa til þessara ráðstafana. Smittölur dagsins staðfestu það að við þurfum nú að verja viðkvæma hópa,“ segir Þórarinn Guðnason, einn stjórnenda Læknasetursins í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur einnig gripið til aðgerða. Í gær tilkynntu þeir um grímuskyldu á læknavakt og slysa- og bráðamóttöku vegna fjölgunar smita. Kári vill aðgerðir og það strax Engar aðgerðir eru í gildi innanlands en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir íhugar nú hvort þörf sé á innanlandsaðgerðum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í kvöldfréttum í gær að grípa þurfi strax til aðgerða innanlands. Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07 Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00 Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36 Öll sýni neikvæð á Grund Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. 21. júlí 2021 10:09 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Sjá meira
Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07
Með ónotatilfinningu fyrir aðgerðum sem gætu sett Þjóðhátíð úr skorðum Formaður Þjóðhátíðarnefndar segist hafa ónotatilfinningu fyrir því að gripið verði til aðgerða til að bregðast við fjölgun kórónuveirusmita í samfélaginu, sem gætu haft áhrif á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Öllum tilmælum yfirvalda verði þó fylgt. 21. júlí 2021 12:00
Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36
Öll sýni neikvæð á Grund Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. 21. júlí 2021 10:09