Lof og last 13. umferðar: Líflína ÍA, varamenn Víkinga, færasköpun FH og sofandaháttur HK Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2021 12:00 ÍA heldur í vonina um sæti í Pepsi Max deildinni 2022. Vísir/Bára Dröfn Þrettándu umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu lauk á mánudag. Það hefur mikið gengið á undanfarna daga og hér að neðan má sjá hvað á skilið lof og hvað á skilið last. Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Líflína Skagamanna Botnlið ÍA frækinn 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í umferðinni og hélt sér í raun þar með á floti í deildinni. Enn eitt tapið hefði þýtt að Skagamenn væru sjö stigum frá öruggum sæti þegar níu umferðir væru eftir. Róðurinn er enn þungur – fjögur stig í Stjörnuna og Keflavík – en leikmenn ÍA gáfu sjálfum sér, og félaginu, ákveðna líflínu með sigrinum. Glæsimark Höskuldar Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðablik 1-1 jafntefli gegn KR vestur í bæ. Blikar lentu undir en Höskuldur jafnaði með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu á 67. mínútu leiksins. Þó spyrnan hafi farið í „markmannshornið“ var hún hnitmiðuð, föst og svo gott sem óverjandi af þessu færi. Markið stöðvaði eyðimerkurgöngu Breiðabliks gegn KR en fyrir leik umferðarinnar höfðu Blikar tapað sex leikjum í röð gegn lærisveinum Rúnars Kristinssonar. Varamenn Víkinga Það leit út fyrir að Víkingur ætlaði ekki að nýta sér tap Valsmanna er Sindri Þór Guðmundsson kom Keflavík yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Sóknarleikur Víkinga var heillum horfinn og það gekk lítið upp. Það er þangað til Arnar Gunnlaugsson ákvað að gera breytingar á sínu liði. Kwame Quee hafði varla verið mínútu inn á þegar hann fór illa með varnarmenn Keflavíkur og negldi boltanum fyrir markið þar sem Nikolaj Andreas Hansen gat ekki annað en skorað. Helgi Guðjónsson kom einnig inn af bekknum og hann tryggði sigur Víkings með glæsilegu marki. Magnús Þór Magnússon kom engum vörnum við er Helgi óð fram úr honum og negldi boltanum í netið. Gífurlega mikilvægt mark sem tryggði Víkingum 2-1 sigur og hélt lífi í toppbaráttu deildarinnar. Færasköpun FH og frammistaða Arons FH-ingar óðu hreinlega í færum gegn Fylki. Ef ekki hefði verið fyrir Aron Snæ Friðriksson í marki Fylkis hefðu heimamenn skorað fjögur eða fimm mörk í leiknum. Þeir skoruðu hins vegar aðeins eitt … Last Færanýting FH … og því er færanýting þeirra flokkuð undir last í þessari umferð. Fylkir hefði getað tekið forystuna snemma í síðari hálfleik þar sem FH var fyrirmunað að skora. Á endanum kom Steven Lennon boltanum yfir línuna og FH vann 1-0. Varnarleikur Keflavíkur Miðað við að Keflavík er í hörkubaráttu um að halda sæti sínu í deildinni þá má setja mörg spurningamerki við varnarleik þeirra í báðum mörkum Víkinga. Kwame rölti framhjá Ingimundi Aroni Guðnasyni líkt og hann væri keila í fyrra markinu. Í því síðara þá virtist Magnús Þór ætla að brjóta á Helga, hætti við og borgaði á endanum fyrir það. Sofandaháttur HK Hitinn á Akureyri virtist svæfa HK er liðið tapaði 2-0 gegn KA. Frammistaða gestanna úr Kópavogi var ekkert skelfileg en mark Ásgeirs Sigurgeirssonar eftir tæpan hálftíma kom eftir einhvern alslakasta varnarleik síðari ára hér á landi. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan en Guðmundur Benediktsson fór yfir það ásamt sérfræðingum Stúkunnar að leik loknum. Kæruleysi Valsmanna Valsmenn voru nýkomnir úr hörku Evrópuleik gegn stórliði Dinamo Zagreb þar sem Íslandsmeistararnir léku af krafti sem varla hefur sést hér á landi undanfarin ár. Þrátt fyrir tap stóð Valur sig með prýði. Það sama er ekki hægt að segja um leikinn upp á Skipaskaga í umferðinni. Hvort þreytu var að kenna eða einfaldlega kæruleysi er óljóst en Heimir Guðjónsson var hundóánægður í leikslok. Hann var langt því frá sáttur með baráttuanda sinna manna – eða skort þar á – en bæði mörk ÍA komu eftir föst leikatriði. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0 | Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26 Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Taka skal fram að þetta er eingöngu skoðun blaðamanns og er aðallega gert til skemmtunar. Lof Líflína Skagamanna Botnlið ÍA frækinn 2-1 sigur á Íslandsmeisturum Vals í umferðinni og hélt sér í raun þar með á floti í deildinni. Enn eitt tapið hefði þýtt að Skagamenn væru sjö stigum frá öruggum sæti þegar níu umferðir væru eftir. Róðurinn er enn þungur – fjögur stig í Stjörnuna og Keflavík – en leikmenn ÍA gáfu sjálfum sér, og félaginu, ákveðna líflínu með sigrinum. Glæsimark Höskuldar Höskuldur Gunnlaugsson tryggði Breiðablik 1-1 jafntefli gegn KR vestur í bæ. Blikar lentu undir en Höskuldur jafnaði með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu á 67. mínútu leiksins. Þó spyrnan hafi farið í „markmannshornið“ var hún hnitmiðuð, föst og svo gott sem óverjandi af þessu færi. Markið stöðvaði eyðimerkurgöngu Breiðabliks gegn KR en fyrir leik umferðarinnar höfðu Blikar tapað sex leikjum í röð gegn lærisveinum Rúnars Kristinssonar. Varamenn Víkinga Það leit út fyrir að Víkingur ætlaði ekki að nýta sér tap Valsmanna er Sindri Þór Guðmundsson kom Keflavík yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Sóknarleikur Víkinga var heillum horfinn og það gekk lítið upp. Það er þangað til Arnar Gunnlaugsson ákvað að gera breytingar á sínu liði. Kwame Quee hafði varla verið mínútu inn á þegar hann fór illa með varnarmenn Keflavíkur og negldi boltanum fyrir markið þar sem Nikolaj Andreas Hansen gat ekki annað en skorað. Helgi Guðjónsson kom einnig inn af bekknum og hann tryggði sigur Víkings með glæsilegu marki. Magnús Þór Magnússon kom engum vörnum við er Helgi óð fram úr honum og negldi boltanum í netið. Gífurlega mikilvægt mark sem tryggði Víkingum 2-1 sigur og hélt lífi í toppbaráttu deildarinnar. Færasköpun FH og frammistaða Arons FH-ingar óðu hreinlega í færum gegn Fylki. Ef ekki hefði verið fyrir Aron Snæ Friðriksson í marki Fylkis hefðu heimamenn skorað fjögur eða fimm mörk í leiknum. Þeir skoruðu hins vegar aðeins eitt … Last Færanýting FH … og því er færanýting þeirra flokkuð undir last í þessari umferð. Fylkir hefði getað tekið forystuna snemma í síðari hálfleik þar sem FH var fyrirmunað að skora. Á endanum kom Steven Lennon boltanum yfir línuna og FH vann 1-0. Varnarleikur Keflavíkur Miðað við að Keflavík er í hörkubaráttu um að halda sæti sínu í deildinni þá má setja mörg spurningamerki við varnarleik þeirra í báðum mörkum Víkinga. Kwame rölti framhjá Ingimundi Aroni Guðnasyni líkt og hann væri keila í fyrra markinu. Í því síðara þá virtist Magnús Þór ætla að brjóta á Helga, hætti við og borgaði á endanum fyrir það. Sofandaháttur HK Hitinn á Akureyri virtist svæfa HK er liðið tapaði 2-0 gegn KA. Frammistaða gestanna úr Kópavogi var ekkert skelfileg en mark Ásgeirs Sigurgeirssonar eftir tæpan hálftíma kom eftir einhvern alslakasta varnarleik síðari ára hér á landi. Markið má sjá í spilaranum hér að neðan en Guðmundur Benediktsson fór yfir það ásamt sérfræðingum Stúkunnar að leik loknum. Kæruleysi Valsmanna Valsmenn voru nýkomnir úr hörku Evrópuleik gegn stórliði Dinamo Zagreb þar sem Íslandsmeistararnir léku af krafti sem varla hefur sést hér á landi undanfarin ár. Þrátt fyrir tap stóð Valur sig með prýði. Það sama er ekki hægt að segja um leikinn upp á Skipaskaga í umferðinni. Hvort þreytu var að kenna eða einfaldlega kæruleysi er óljóst en Heimir Guðjónsson var hundóánægður í leikslok. Hann var langt því frá sáttur með baráttuanda sinna manna – eða skort þar á – en bæði mörk ÍA komu eftir föst leikatriði. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15 Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0 | Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00 Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26 Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Stjarnan 2-0 | Auðvelt hjá Breiðhyltingum Leiknir vann 2-0 sigur á Stjörnunni í fallbaráttuslag kvöldsins í Pepsi Max-deild karla í fótbolta. Leiknismenn slíta sig rækilega frá botnbaráttunni með sigrinum. 19. júlí 2021 22:55
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Víkingur 1-2 | Víkingar stigi frá toppnum eftir endurkomusigur Víkingur vann 2-1 endurkomusigur á Keflavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í kvöld. Víkingar eru eftir sigurinn aðeins stigi frá toppliði Vals. 19. júlí 2021 22:15
Umfjöllun og viðtöl: FH - Fylkir 1-0 | Fyrsti sigur FH í deildinni síðan 17. maí FH unnu sinn fyrsta sigur síðan 17. maí. FH ingar fengu hvert dauðafærið á fætur öðru í fyrri hálfleik sem Aron Snær Friðriksson varði. Steven Lennon gerði fyrsta mark leiksins eftir tæplega 78 mínútna leik og mátti sjá að miklu fargi hafi verið létt af leikmönnum FH eftir að hafa farið illa með ansi mörg dauðafæri. 18. júlí 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 2-0 | KA vann í fyrsta leik sínum á Akureyri KA-menn lögðu HK-inga að velli í 13.umferð Pepsi Max deildarinnar á Akureyri í dag. 18. júlí 2021 17:00
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Valur 2-1 | Botnliðið vann toppliðið á Akranesi ÍA vann Val, 2-1, þegar botn- og topplið Pepsi Max-deildar karla áttust við á Akranesi í dag. Þetta var fyrsti sigur Skagamanna síðan 21. maí og gríðarlega mikilvægur fyrir þá. 17. júlí 2021 18:26
Umfjöllun og viðtöl: KR - Breiðablik 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í toppslagnum KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik 13. umferðar Pepsi Max-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. 18. júlí 2021 22:27