Mannréttindadómstóllinn tekur mál Nöru fyrir Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2021 08:26 Nara Walker ásamt mótmælendum við fangelsið að Hólmsheiði rétt áður en hún hóf afplánun i febrúar. Mynd/Stöð 2 Mannréttindadómstóll Evrópu mun taka mál Nöru Walker gegn Íslenska ríkinu til efnismeðferðar. Nara kærði ríkið í kjölfar þess að hún var sakfelld fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns. Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut fangelsisdóm fyrir líkamsárás fær að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Nara hlaut árið 2018 átján mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás en hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi bitið tungu fyrrverandi eiginmanns síns í sjálfsvörn. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Nara hlaut einnig dóm fyrir líkamsárás gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili þeirra hjóna sama kvöld og Nara beit eiginmann sinn. Hún afplánaði þriggja mánaða fangelsisvist en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Segir brotið gegn banni við ómannúðlegri meðferð Kæra Nöru til MDE er í tveimur liðum, sá fyrri vegna dómsins sem hún hlaut fyrir líkamsárás og sá seinni vegna meðferðar lögreglu vegna kæru hennar gagnvart eiginmanninum fyrrverandi. Hún kærði manninn fyrir ítrekað heimilisofbeldi en lögregla felldi niður rannsókn málsins. Nara segir að með því að hafa ekki tekið sönnunargögn um heimilisofbeldi til greina við rannsókn líkamsárásarinnar, hafi ríkið brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og um friðhelgi einkalífs. Hún segir einnig að jafnræðisregla sáttmálans hafi verið brotin þar sem hún hafi fengið slakari meðferð sökum kynferðis og þjóðernis. Málið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma Nara Walker hlaut gríðarlegan stuðning þegar hún var dæmd í fangelsi. Rúmlega 41 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista henni til stuðnings og biðlað var til forseta Íslands að náða hana. Þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði söfnuðust stuðningsmenn hennar saman til að mótmæla því að Nara hefði verið dæmd til fangelsisvistar. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu mál Nöru endurspegla slæma stöðu þolenda ofbeldis í réttarkerfinu. Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Tengdar fréttir Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut fangelsisdóm fyrir líkamsárás fær að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun. Nara hlaut árið 2018 átján mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás en hún hefur alltaf haldið því fram að hún hafi bitið tungu fyrrverandi eiginmanns síns í sjálfsvörn. Hún sé að auki fórnarlamb áralangs heimilisofbeldis af hálfu eiginmanns síns. Hún hafi haft ríka ástæðu til að ætla að hún væri í hættu stödd. Nara hlaut einnig dóm fyrir líkamsárás gagnvart konu sem var gestkomandi á heimili þeirra hjóna sama kvöld og Nara beit eiginmann sinn. Hún afplánaði þriggja mánaða fangelsisvist en fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir. Segir brotið gegn banni við ómannúðlegri meðferð Kæra Nöru til MDE er í tveimur liðum, sá fyrri vegna dómsins sem hún hlaut fyrir líkamsárás og sá seinni vegna meðferðar lögreglu vegna kæru hennar gagnvart eiginmanninum fyrrverandi. Hún kærði manninn fyrir ítrekað heimilisofbeldi en lögregla felldi niður rannsókn málsins. Nara segir að með því að hafa ekki tekið sönnunargögn um heimilisofbeldi til greina við rannsókn líkamsárásarinnar, hafi ríkið brotið gegn ákvæðum mannréttindasáttmálans um bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð og um friðhelgi einkalífs. Hún segir einnig að jafnræðisregla sáttmálans hafi verið brotin þar sem hún hafi fengið slakari meðferð sökum kynferðis og þjóðernis. Málið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma Nara Walker hlaut gríðarlegan stuðning þegar hún var dæmd í fangelsi. Rúmlega 41 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftalista henni til stuðnings og biðlað var til forseta Íslands að náða hana. Þegar hún hóf afplánun á Hólmsheiði söfnuðust stuðningsmenn hennar saman til að mótmæla því að Nara hefði verið dæmd til fangelsisvistar. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu mál Nöru endurspegla slæma stöðu þolenda ofbeldis í réttarkerfinu.
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Tengdar fréttir Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50 Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Laus af Hólmsheiði og berst fyrir veru sinni á Íslandi Nara Walker, áströlsk kona sem hlaut átján mánaða dóm fyrir að bíta hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, er laus úr fangelsi. 22. maí 2019 23:55
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30
Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. 8. mars 2019 07:50
Nara kærir ríkið til MDE Nara Walker, sem sakfelld var fyrir að bíta hluta úr tungu fyrrverandi eiginmanns síns, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu. 11. júní 2019 06:45