Rio Tinto kostar rannsókn á áhrifum Panguna námunnar í Bougainville Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2021 07:50 Náman nær yfir gríðarlegt landsvæði og er sögð hafa haft hræðileg áhrif á umhverfið á eyjunni. Þá varð námugröfturinn kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld á eyjunni. Getty/NASA Landsat Þrjátíu og tveimur árum eftir að Rio Tinto flúði eyjuna Bougainville hefur námufyrirtækið lofað að kosta rannsókn, á vegum sjálfstæðra eftirlitsaðila, á umhverfisáhrifum Panguna námunnar. Landeigendur segja það mikilvægt skref til að snú aftur áratuga mengun og umhverfisspjöllum. Námurisinn hefur lofað að verja milljónum Bandaríkjadala í matið, sem á að snúa bæði að umhverfisáhrifum og áhrifum námunnar á mannréttindi á eyjunni. Gull- og koparnáman var kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld í Bougainville. Fréttastofa Guardian greinir frá. Loforð Rio Tinto er svar námufyrirtækisins við kvörtun sem 156 íbúar í Buigainville skrifuðu undir í september í fyrra. Íbúarnir eru allir búsettir við á sem rennur meðfram námunni og segja íbúarnir að milljörðum tonna af rusli og mengun frá námuni hafi verið dælt í Kawerong-Jaba ána. Þeir segja jafnframt að mengunin hafi enn hræðileg umhverfisáhrif og stefni lífi og lifibrauði þeirra í hættu. Samfélögin við ána hafa fengið til liðs við sig mannréttindalögmannsstofu í Melbourne og hafa verið í samtali við Rio Tinto síðan í desember. Þau eiga í viðræðum við námufyrirtækið með milligöngu ástralskra stjórnvalda. Rannsóknin verður framkvæmd á vegum sjálfstæðs rannsóknarfyrirtækis sem mun meta umhverfisáhrif frá námunni og áhrif hennar á mannréttindi á eyjunni. Rio Tinto hefur ekki lofað fjármagni í að hreinsa upp mengunina en það verður til umræðu þegar matinu er lokið. Náman var ein stærsta kopar- og gullnáma í heiminum á sínum tíma og á einum tímapunkti taldi útflutningur úr námunni 45 prósent útflutnings Papúa Nýju-Gíneu. Þrátt fyrir það rann aðeins eitt prósent hagnaðar frá námunni til Bougainville og segja landeigendur að náman hafi orðið til pólitískra ádeilna, ofbeldis og umhverfisspjalla. Árið 1989 lokaði námann eftir mikinn þrýsting landeigenda, sem höfðu skemmt rafmagnslínur og beitt valdi til að námugröftur gæti ekki haldið áfram. Stjórnvöld í Papúa Nýju-Gíneu sendu her sinn til eyjunnar gegn eigin almenningi til að námugröftur gæti hafist að nýju og í kjölfarið braust út áratugalöng borgarstyrjöld og talið er að allt að 20 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Árið 2001 var samið um frið og árið 2019 fór fram íbúakosning um sjálfstæði og var niðurstaða hennar afgerandi. 98 prósent íbúa vildu sjálfstæði. Rio Tinto sneri aldrei aftur til Panguna, sagði aðstæður óöruggar fyrir starfsmenn, og sagði skilið við námuna árið 2016. Papúa Nýja-Gínea Tengdar fréttir Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15 98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Námurisinn hefur lofað að verja milljónum Bandaríkjadala í matið, sem á að snúa bæði að umhverfisáhrifum og áhrifum námunnar á mannréttindi á eyjunni. Gull- og koparnáman var kveikjan að áratugalangri borgarastyrjöld í Bougainville. Fréttastofa Guardian greinir frá. Loforð Rio Tinto er svar námufyrirtækisins við kvörtun sem 156 íbúar í Buigainville skrifuðu undir í september í fyrra. Íbúarnir eru allir búsettir við á sem rennur meðfram námunni og segja íbúarnir að milljörðum tonna af rusli og mengun frá námuni hafi verið dælt í Kawerong-Jaba ána. Þeir segja jafnframt að mengunin hafi enn hræðileg umhverfisáhrif og stefni lífi og lifibrauði þeirra í hættu. Samfélögin við ána hafa fengið til liðs við sig mannréttindalögmannsstofu í Melbourne og hafa verið í samtali við Rio Tinto síðan í desember. Þau eiga í viðræðum við námufyrirtækið með milligöngu ástralskra stjórnvalda. Rannsóknin verður framkvæmd á vegum sjálfstæðs rannsóknarfyrirtækis sem mun meta umhverfisáhrif frá námunni og áhrif hennar á mannréttindi á eyjunni. Rio Tinto hefur ekki lofað fjármagni í að hreinsa upp mengunina en það verður til umræðu þegar matinu er lokið. Náman var ein stærsta kopar- og gullnáma í heiminum á sínum tíma og á einum tímapunkti taldi útflutningur úr námunni 45 prósent útflutnings Papúa Nýju-Gíneu. Þrátt fyrir það rann aðeins eitt prósent hagnaðar frá námunni til Bougainville og segja landeigendur að náman hafi orðið til pólitískra ádeilna, ofbeldis og umhverfisspjalla. Árið 1989 lokaði námann eftir mikinn þrýsting landeigenda, sem höfðu skemmt rafmagnslínur og beitt valdi til að námugröftur gæti ekki haldið áfram. Stjórnvöld í Papúa Nýju-Gíneu sendu her sinn til eyjunnar gegn eigin almenningi til að námugröftur gæti hafist að nýju og í kjölfarið braust út áratugalöng borgarstyrjöld og talið er að allt að 20 þúsund manns hafi látið lífið í átökunum. Árið 2001 var samið um frið og árið 2019 fór fram íbúakosning um sjálfstæði og var niðurstaða hennar afgerandi. 98 prósent íbúa vildu sjálfstæði. Rio Tinto sneri aldrei aftur til Panguna, sagði aðstæður óöruggar fyrir starfsmenn, og sagði skilið við námuna árið 2016.
Papúa Nýja-Gínea Tengdar fréttir Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15 98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Bougainville: Kosið um sjálfstæði kopareyjunnar í nóvember Íbúar á eyjunni Bougainville munu kjósa um hvort eyjan skuli verða sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir rúma tvo mánuði. 15. september 2019 07:15
98 prósent eyjaskeggja greiddu atkvæði með sjálfstæði Íbúar á Bougainville, eyjaklasa sem hluti er af Papúa Nýju-Gíneu, greiddu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæði með sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór á síðustu vikum. 11. desember 2019 07:15